29.5.2009 | 16:23
Eiga eftir að undrast meira
Samtök ferðaþjónustunnar lýsa furðu á þeim skattahækkunum sem ríkisvinnuflokkurinn lagði í gær á áfengi, tóbak og eldsneyti og telja samtökin þetta hið versta mál fyrir ferðaiðnaðinn.
Í ályktun samtakanna segir m.a:
Ljóst er að hækkanir á vöru og þjónustu mun draga úr eftirspurn og er því hætt við að ríkissjóður fái lítið fyrir sinn snúð og eina breytingin verði sú að hækkun vísitölunnar stórhækki verðtryggð lán fólks og fyrirtækja auk þess hækkun rekstrarkostnaður mun gera fyrirtækjunum enn erfiðara fyrir."
Allir ættu að vita að þessar skattahækkanir eru aðeins örsmá byrjun á þeirri skattahækkanaskriðu, sem ríkisvinnuflokkurinn er að ýta af stað. Næst verður hækkaður skattur á sykri, gosdrykkjum, sælgæti og fleiri munaðarvörum. Þar á eftir verða öll vörugjöld, sem nöfnum tjáir að nefna, hækkuð. Virðisaukaskattur verður hækkaður í 24,5% af mörgum vöruflokkum, sem nú eru í 7% þrepinu og líklegast verður hærra virðisaukaskattsþrepið hækkað um 2-3%. Líklega verða tekjuskattar þó ekki hækkaðir fyrr en um næstu áramót, eingöngu vegna þess að erfitt er að hækka þá á miðju ári.
Allar þessar hækkanir munu fara beint út í vöruverðið og þar með neysluverðsvísitöluna og því munu verðtryggð lán heimilanna hækka mikið á næstunni, í boði Jóhönnu og Steingríms J.
Ef Samtök ferðaþjónustunnar furða sig á þessu smáræði, sem ríkisvinnuflokkurinn var að láta samþykkja í gær, eiga þau eftir að verða gjörsamlega furðu lostin á næstu vikum.
Kjósendur Smáflokkafylkingarinnar og VG láta þessa arfavitlausu hagstjórn væntanlega yfir sig ganga.
Og brosa, án undrunarsvips.
![]() |
Lýsa furðu á skattahækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 13:28
Verðtrygging og vextir
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að verðtryggð lán geti aðeins hækkað um 4% á ári vegna verðtryggingar. Þetta er göfugt markmið, svo langt sem það nær. Vandamálið við verðtryggðu lánin er ekki verðtryggingin sem slík, heldur verðbólgan. Alþingi gæti allt eins vel bannað allar verðhækkanir, umfram 4% á ári og ekki síður að banna ríkisstjórnum að stjórna efnahagsmálunum illa.
Með banni við verðtryggingu, eða með þaki á henni, myndu vextir einfaldlega hækka, því lánveitandi myndi aldrei lána út peninga, sem hann sæi fram á að tapa á. Vextir af óverðtryggðum lánum núna eru miklu hærri en sem nemur verðbólgunni, allt að 22%, og á mörgum verðtryggðum lánum eru einnig okurvextir, t.d. bílalánum.
Verðbólgan er vandamálið. Gegn henni þarf að berjast, enda er það eina varanlega lausnin.
![]() |
Verðtrygging verði 4% að hámarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 11:02
AGS gefur álit á umsókn um ESB
Smáflokkafylkingin hefur haldið því fram að aðild og reyndar aðildarumsókn ein og sér, væri töfralausn fyrir efnahagsvandann á Íslandi.
Á fréttamannafundi fulltrúa AGS, þeim Mark Flanagan, landfógeta, og Franeks Roswadowski, efnahagsráðherra Íslands, án ráðuneytis, gefa þeir aðildarumsókn Íslands að ESB þessa einkunn:
Aðild að ESB er engin töfralausn fyrir Ísland, að sögn Franeks Roswadowsky, fastafulltrúa IMF á Íslandi. Það er engin töfralausn fyrir land, sem hefur gengið í gegnum þær hremmingar sem Ísland hefur gengið. Ísland þarf að ganga í gegnum harkalega aðlögun.
Þegar Ísland hefur gengið í gegnum þessa harkalegu aðlögun, verður efnahagsástandið þannig að innganga í ESB hefur ekkert að gefa landinu, sem við höfum ekki nú þegar í gegnum EES samninginn.
Evruna þurfum við ekki nema ætlunin sé að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.
Bankamenn og aðrir hljóta að hafa vaknað upp af þeim draumi á haustmánuðum árið 2008.
![]() |
Fara þarf varlega í vaxtalækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 09:12
Stjórnin stendur undir væntingum
Enginn hefði átt að velkjast í vafa um það fyrir kosningar, hverjar væntingar mætti gera til vinstri stjórnar í landinu. Skattahækkanir á skattahækkanir ofan, var og er alltaf fyrsta úrræði vinstri stjórna. Aðeins, þegar ekki er nokkur leið að hækka skatta meira, er farið í aðrar aðgerðir í efnahagsmálum.
Ríkisvinnuflokkurinn segist ætla að halda heildarskatttekjum svipuðum og þær voru í tíð fyrri ríkisstjórnar. Nú hafa virðisaukaskatts-, tolla- og vörugjaldatekjur hrunið, þannig að til að halda heildarskatttekjum ríkissjóðs svipuðum og þær voru, þarf að færa skattbyrðina meira yfir í beina skatta, þannig að almenningur á eftir að finna meira fyrir skattpíningunni brenna á eigin skinni.
Skattahækkanir ríkisvinnuflokksins eru rétt að hefjast.
Hann stendur fyllilega undir öllum væntingum.
![]() |
Áfengi og eldsneyti hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)