Ekkert að óttast fyrr en í haust?

Heimsfaraldur Influensu A hlaut að berast hingað til lands fyrr eða síðar.  Flensan er ólík öðrum slíkum að því leyti að hún á uppruna að rekja til vesturlanda, en ekki Asíulanda, eins og oftast er.  Frá Asíu hafa borist flensur á hverju ári og þaðan hefur verið óttast að fuglaflensan myndi jafnvel ná sér á strik og breiðast þaðan og valda óáran og jafnvel fjöldadauða um allan heim.

Mexíkóflensan virðist ekki vera eins skæð og óttast var í fyrstu, en nú hefur hún borist til Asíu og þá er ekki að vita hvað gerist með haustinu.  Hugsanlega gæti hún komist í tæri við fuglaflensuna og út frá því orðið stökkbreyting hennar og hún orðið eins skæð og Svarti dauði var hér áður fyrr, eða Spænska veikin á fyrri hluta síðustu aldar.

Núna er ekki ástæða til annars, en að sýna almenna skynsemi varðandi hreinlæti og umgengni við þá, sem hugsanlega smitast á næstunni.

Vonandi verður komið bóluefni gegn þessum vágesti fyrir haustið.

Gerist það ekki, er hægt að eiga á öllu von, án þess að ástæða sé til að örvænta, því læknavísindin eru betur í stakk búin til að glíma við svona plágur, en þau voru á síðustu öld.


mbl.is Svínaflensa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt Davíð að kenna

Baugsliðið hefur í mörg ár haldið því fram að Davíð Oddsson hafi verið sinn versti óvinur og alltaf barist á móti útrásardraumum og annarri almennri græðgisvæðingu, innanlands og utan.  Þetta var allt saman satt og rétt, en með skipulagðri og dýrri ímyndarherferð tókst Baugsmönnum að vinna almenningsálitið á sitt band og Davíð var úthrópaður, sem óvinur þjóðarinnar  númer eitt.

Davíð var óvinur fleiri stórglæpamanna, því eins og hann sagði sjálfur frá í Kastljósi, þá var það hann sem benti lögreglunni á, að sitthvað dularfullt væri á seyði innan Kaupþings, t.d. mál sjeiksins frá Katar,  eða eins og segir í fréttinni:

"Upphaf málsins má rekja til bréfs sem Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, sendi til lögreglu en líkt og Davíð upplýsti í Kastljósþætti þann 24. febrúar sl. að fréttir hefðu borist af því að lögreglu hefði borist nafnlaust bréf sem varð til þess að sjeik í Katar og hundruð milljarða tilfærslur á peningum komu upp á yfirborðið. Davíð sagði, að upplýsingarnar hefðu að vísu borist sér nafnlausar en bréfið hefði hann skrifað lögreglunni 2. desember. Þetta hefði valdið breytingum í skilanefndum Kaupþings og víðar."

Það hefur tekið hálft ár, að koma rannsókninni nógu vel af stað, til þess að réttlæta húsleitir, yfirheyrslur og að setja nokkra menn í stöðu grunaðra.  Fjölmiðlafárið og sefjun almennings í Bausmáli hinu fyrra, varð til þess að allt fór á annan endann í þjóðfélaginu og herferð Baugsmanna tókst fullkomlega.

Davíð var stimplaður sem óvinurinn.

Nú er sífellt betur að koma á daginn, að Davið var óvinur spillingar og glæpa, en ekki óvinur þjóðarinnar.

 


mbl.is Unnið úr leitinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband