18.5.2009 | 16:46
Alger uppgjöf í gengismálum
Nokkrum sinnum hefur hér verið fjallað um það, sem ríkisstjórnin sagði vera sitt helsta stefnumál, þegar hún nánast hrifsaði til sín völdin í janúarlok s.l. Fyrsta frumvarpið sem hún lagði fyrir þingið og fékk samþykkt, var að reka seðlabankastjórana og koma á nýrri peningastefnunefnd. Þetta átti að vera til þess að koma skikki á stjórn peningamálanna og stuðla að styrkingu krónunnar, að ekki sé talað um snarpa stýrivaxtalækkun.
Þegar norski förusveinninn og peningastefnunefndin tóku völdin í seðlabankanum þann 27. febrúar s.l. stóð gengisvísitalan í 186,95 stigum, en í dag endaði hún í 226,90 stigum. Þetta þýðir gengislækkun krónunnar um 21,37%. Lánið frá AGS átti eingöngu að nota til að styrkja gjaldeyrisforðann og þar með að styrkja krónuna. Þessi þróun sýnir að ríkisstjórnin er algerlega getulaus í þessum efnum og grunur vaknar um að sama getuleysið verði að ræða í öðrum málum.
Nú eru gengislánin óðum að koma úr "frystingu" og ætli þeim sem skuldaði þann 27/02 síðast liðinn, t.d. 30.000.000 krónur í myntkörfuláni, bregði ekki við að sjá að í dag skuldar hann 36.411.000 krónur.
Þetta sýnir í hnotskurn hvernig ríkisstjórnin tekur á skuldavanda heimilanna.
![]() |
Gengi krónunnar lækkar um 2% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2009 | 14:15
Einn hring enn
Stuttu fyrir kosningar undirrituðu menntamálaráðherra og borgarstjóri samstarfsyfirlýsingu um að lokið skyldi við byggingu tónlistarhússins, með talsverðum breytingum til lækkunar byggingarkostnaðar frá upphaflegum áætlunum. Þetta var gert með það að markmiði að halda úti mannaflsfrekum framkvæmdum í því atvinnu- og efnahagsástandi sem nú ríkir í landinu.
Nú eru kosningar afstaðnar og þá ryðst Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrum ráðherra, fram á ritvöllinn og vill hætta við bygginguna vegna kostnaðarins, sem samráðherra hennar hlýtur að hafa haft allar upplýsingar um, þegar hún gekk til samstarf við Reykjavíkurborg um að halda áfram með verkið.
Þetta leiðir einnig hugann að fyrri stórbyggingum, sem hljóta að hafa verið jafnvel stærri verk, miðað við fjárhag þjóðarinnar á þeim tíma sem þau risu. Má þar t.d. nefna Háskólann, Þjóðleikhúsið, Landspítalann, Þjóðmenningarhúsið og Þjóðarbókhlöðuna, sem að vísu var fjármögnuð með sérstökum skatti, sem enn er innheimtur, eftir því sem best er vitað. Einnig eru landsmenn ennþá að greiða sérstakt álag á virðisaukaskatt, sem lagður var á tímabundið eftir Vestmannaeyjagosið.
Tónlistarhúsið dýr bygging og umdeild, en úr því sem komið er verður að klára húsið.
Kreppan má ekki verða til þess að allar verklegar framkvæmdir verði lagðar niður.
![]() |
Vill að áform um tónlistarhús verði endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2009 | 10:46
Sovét Ísland
Sovét Ísland, hvenær kemu þú? spurði Jóhannes úr Kötlum um árið, með tregafullum söknuði. Nú má segja að honum sé að verða að ósk sinni, því öll helstu fyrirtæki landsins eru að komast í ríkiseigu og fyrsta hreina vinstri græna ríkisstjórn Íslands er orðin að veruleika, eins og Steingrímur J. orðaði það.
Með þessu áframhaldi verður Ísland mesta sósilistaríki veraldar, sennilega að Kúbu undanskilinni, og ekki getur það kallast björt framtíðarsýn. Með áframhaldandi ríkisvæðingu atvinnulífsins og afar kommúnískri ríkisstjórn er líklegt að kreppan verði bæði dýpri og lengri en annars hefði orðið.
Engar samræmdar reglur hafa verið settar um endursölu þeirra fyrirtækja, sem ríkið eignast með þessum hætti, í gegnum bankana, fyrir utan það að ekki er líklegt að margir kaupendur finnist hér innanlands, sem hafa einhverja burði til að leggja umtalsvert nýtt fjármagn inn í þessi fyrirtæki.
Ekki er heldur víst, að stjórnin hafi í raun svo mikinn áhuga á að einkavæða mörg þessara fyrirtækja aftur, þannig að hér gæti stefnt í umsvifamesta ríkisrekstur á byggðu bóli, frá því að kommúnisminn hrundi í Austur Evrópu.
Þetta er ekki björt framtíðarsýn fyrir Ísledinga.
![]() |
Íslandsbanki með 47% hlut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)