14.5.2009 | 17:43
Leynibrandari Össurar
Mikil leynd hefur hvílt yfir drögum að þingsályktunartillögu um umsókn að ESB og formenn stjórnarandstöðunnar látnir sverja eiða að því að segja ekki nokkrum manni frá innihaldi hennar.
Nú hefur hún verið birt og hljóðar svo: Alþingi samþykkir að ríkistjórnin leggi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."
Eftir að búið verður að sækja um aðildina, þá á að fara að huga að samningsmarkmiðum. Væri ekki nær að setja þau í umræðuna fyrst, til þess að hægt verði að komast að niðurstöðu um hvað á að sækja? Ætla menn að sækja um aðild og sjá svo til seinna um hvað þeir ætla að tala við ESB.
Það verður að líta á þessa þingsályktunartillögu eins og hvern annan brandara frá Össuri, grínara.
![]() |
ESB-tillagan birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2009 | 10:40
Ráðherra án ráðuneytis hefur talað
Franek Rozwadowski er efnahagsráðherra Íslands, með sitt eigið ráðuneyti, aðstoðarráðherra og skrifstofu, en ætti samt líklega kalla ráðherra án ráðuneytis, þar sem hann situr ekki formlega í vinnuflokki Jóhönnu ríkisverkstjóra.
Rozwaokwski hefur nú talað fyrir hönd AGS, sem raunverulega stjórnar landinu, og boðar að ekki séu aðstæður til frekari lækkunar stýrivaxta seðlabankans, umfram það sem þegar er orðið. Stýrivextir hér eru þeir allrahæstu í heiminum og raunvextir slíkir að enginn getur staðið undir þeim. Þetta er furðuleg yfirlýsing og getur ekki þjónað hagsmunum neinna, nema krónubréfaeigenda þ.e. að tryggja þeim gífurlega raunávöxtun inneigna sinna hérlendis. Öðrum blæðir út á meðan.
Ekki síður athyglisverð er sú ákvörðun efnahagsráðherrans án ráðuneytis, að ekki verði slakað á gjaldeyrishöftum næstu árin, eða eins og hann segir: "Þá sé hugsanlegt að nauðsynlegt reynist að viðhalda gjaldeyrishöftum um nokkurn tíma, jafnvel í nokkur ár. Þegar fram líði stundir verði hugsanlega hægt að slaka á höftum, t.d. fyrir flutninga á nýju fjármagni. Við slíkar aðstæður myndu höftin hins vegar vera áfram á því erlenda fjármagni, sem nú þegar er í landinu."
Ísland er með tímabundna undanþágu frá frálsu flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu og með margra ára gjaldeyrishöftum er spurning hvort við getum staðið við aðra skilmála EES.
Meðan við getum ekki einu sinni staðið við skuldbindingar gagnvart EES, hvernig getum við þá sótt um aðild að EBS.
Mikil umræða hlýtur að þurfa að fara fram áður en þingályktunartillaga Össurar, grínara, verður tekin fyrir á Alþingi.
![]() |
Þaulsetin gjaldeyrishöft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 09:04
Allt opið og gegnsætt
Í anda opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu, sem stjórnarflokkarnir hafa boðað, er alger leynd yfir fyrirhugaðri þingsáætlunartillögu um inngögnu Íslands í ESB og formenn stjórnarandstöðuflokkanna fengu aðeins að sjá hana gegn heiti um algeran trúnað.
Hvers vegna má þessi ályktun ekki vera uppi á borðum, svo almenningur geti myndað sér skoðun um hana?
Hverning eiga formenn stjórnarandstöðuflokkanna að ráðfæra sig við félaga sína og ráðgjafa, ef þeir mega ekki segja neinum frá innihaldi tillögunnar?
Smjaður Össurar og fagurgali um formennina mun vonanadi ekki duga til að stjórnarandstaðan skeri stjórnina niður úr ESB snörunni.
![]() |
Kanna hvort einhverjir fletir séu til samstöðu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)