Óþolandi íhlutun

Enn er Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, að skipta sér af innanríkismálum Íslands á freklegan og óþolandi hátt.  Hvaðan fær hann upplýsingar um það, að von sé á aðildarumsókn frá Íslandi í júní eða júlí.  Það er ekki einu sinni komin fram tillaga um að sækja um aðild og jafnvel þó hún yrði lögð fram fljótlega, ætti hún eftir að fara til nefndar á Alþingi, væntanlega Utanríkismálanefndar, og nefndin þyrfti að kalla eftir áliti tuga eða hundraða aðila í þjóðfélaginu.  Allur þessi ferill tekur marga mánuði og borin von að slík tillaga gæti komið til atkvæðagreiðslu á Alþingi, fyrr en í fyrsta lagi vorið 2010.

Er einhver hér innanlands, sem heldur þessari vitleysu að dónanum Olli Rehn?  Er það grínráðherrann Össur sem er að lepja einhverja dellu í stækkunarstjórann, sem jafnvel skilur ekki ráðherrahúmor? 

Ekki er nóg með að Olli skipti sér af málefnum Íslendinga heldur segir hann, sannfærður um að fá inngöngubeiðni frá Íslendingum:  „Og hver veit, kannski mun það með tímanum örva Norðmenn einnig."

Nú er tími til kominn að Össur fari að líta upp úr brandarablöðunum og beri fram formleg mótmæli vegna þessa ruddaskapar Olli Rehn.


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókin greiðsluaðlögun

Lögin um tímabundna greiðsluaðlögun tekur gildi á föstudaginn 15. maí n.k.  Lögin eru meingölluð að því leiti að þau ná aðeins til fasteignaveðkrafna, en aðrar skuldir heimila virðast ekki eiga heima í þessu ferli.  Mörg þau heimili, sem verst standa, eru bæði með myntkörfulán vegna húsnæðisskulda og bílalána að viðbættum ýmsum öðrum skuldum, svo sem yfirdráttarlánum.

Til þess að nýta sér þessa tímabundnu greiðsluaðlögun, þarf að ganga í gegnum talsvert flókið kerfi, eða eins og segir í fréttinni:  "Áður en einstaklingur óskar eftir tímabundinni greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna verður hann að hafa leitað annarra tiltækra greiðsluerfiðleikaúrræða sem í boði eru hjá lánastofnunum og sýna fram á að þau úrræði hafi reynst ófullnægjandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu."

Eftir þá þrautagöngu að hafa leitað allra annarra leiða og í ljós hefur komið að þær dugi ekki, þarf viðkomandi að senda skriflega beiðni um greiðsluaðlögun til héraðsdóms í lögheimilishéraði sínu.

Afar ólíklegt er að stór hluti þess fólks, sem á við þessa erfiðleika að etja, treysti sér í alla þessa skriffinnsku, jafnvel þó Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna gefi leiðbeiningar um stígana gegnum þennan frumskóg.

Þetta er allt saman samkvæmt mottói ríkisstofnana:  "Hafa skal það, sem flóknara reynist."

 


mbl.is Lög um tímabundna greiðsluaðlögun taka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran og ofsatrú

Mogginn heldur ótrauður áfram grímulausri baráttu sinni fyrir ESB aðild Íslands og sést ekki alltaf fyrir í áróðri sínum.  Nýjustu útreikningar sýna, að jafnvel þó Ísland gengi í Evrópusambandið, myndi það ekki uppfylla Maastricht-sáttmálann fyrr en í fyrsta lagi árið 2039. 

Mogginn grípur samt hvert hálmstráið af öðru til réttlætinga ESB aðildinni og nefnir að Grikkland hafi fengið undanþágu vegna skulda sinna til að taka upp Evruna.  Hvernig er staðan í Grikklandi núna?  Skyldu Grikkir vera farnir að sjá eftir því að hafa tekið upp Evruna? 

Grein Hjartar J. Guðmundssonar, hér á blogginu ætti að vera skyldulesnig allra og ekki síst þeirra, sem halda að allur vandi þjóðarinnar verði leystur með inngöngu í ESB.  Vonandi telst það ekki til ritstuldar að benda á færslu Hjartar, en hana má lesa hér

Falli fólk ekki frá ESB stuðningi, eftir þann lestur, eru menn orðnir helteknir eins og féagar í öfgatrúarsöfnuðum.


mbl.is Frávik veitt frá Maastricht-skilyrðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband