Ákvörðunartaka í ESB

Þegar ákvörðun um aflaheimildir er tekin hérlendis, tekur sjávarútvegsráðherra hana einn og óstuddur, eftir ráðleggingar frá Hafró.  Ráðherrann getur tekið ákvarðanir á einum degi um minnkun afla, eða aukningu, eins og oft hefur þurt að gera, t.d. varðandi síld og loðnu.

Fiskistofnar Evrópusambandsins eru ofveiddir í 80% tilvika og framkvæmdastjórn ESB hefur boðað verulegan niðurskurð á aflaheimildum næsta árs, eða a.m.k. um 25% í þeim tegundum, sem eru í mestri útrýmingarhættu.

Það er bara einn hængur á, eins og segir í fréttinni:  "Ekkert er þó ákveðið hvað varðar úthlutun aflaheimilda fyrir næsta fiskveiðiár þar sem eftir á að ræða málið meðal sjávarútvegsráðuneyta aðildarríkjanna 27."

Þetta er báknið, sem Smáflokkafylkingin vill að ákveði fiskveiðiheimildir við Íslandsstrendur.


mbl.is ESB: Útlit fyrir verulegan niðurskurð kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattastjórn

Fyrir kosningar sögðu bæði Smáflokkafylkingin og VG að skattar yrðu ekki hækkaðir á þessu ári, þar sem fjárlög fyrir árið hefðu þegar verið samþykkt.  Þessu trúðu ekki allir og þann 21/04 s.l. var þessi spá sett fram um skatta, sem yrðu hækkaðir.  Aðeins nokkrum dögum eftir myndunar nýrrar ríkisstjórnar er spáin að byrja að rætast.

Fréttin um skattahótanir Jóhönnu, ríkisverkstjóra, hefst svona:  "Ríkisstjórnin ætlar að kynna áætlun sína um skattahækkanir fljótlega eftir að þing kemur saman. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í gær að ríkisstjórnin myndi ekki taka hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu til sín í gegnum skattkerfið en ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði gert í góðærinu."

Þarna er sagan einungis hálfsögð, því á undanförnum árum hefur virðisaukaskattur og fleiri óbeinir skattar verið stæsti hluti heildarskattteknanna.  Nú hafa þessir skattstofnar hrunið og til að taka til sín sama hlutfall af vergri landsframleiðsu og áður, þarf að stórauka beina skatta, svo sem tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt o.fl.  Skattpíningin hér á landi mun verða í anda hinna norrænu velferðarstjórna, sem stjórnina hér dreymir um að líkjast.

Vitað var að vinstri stjórn og skattastjórn yrði það sama.

Það bregst aldrei.


mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónkun hégómleikans

Í 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var á Sunnudaginn, var einn liður sem hljóðaði svo:

"Nýjar reglur um nefndarþóknanir, risnu og ferðakostnað samþykktar af ríkisstjórn."

Þetta var kynnt þannig, að greiðslur fyrir nefndarstörf yrðu lækkaðar, eða felldar alveg  niður, og settar yrðu samræmdar reglur milli ráðuneyta um risnu- og ferðakostnað, með það að markmiði að spara nánast allt, sem hægt væri að spara, á þessum liðum.

Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar er síðan að flytja allt ráðherraliðið til Akureyrar, til þess að þjónka barnalegri hégómagirnd Steingríms J., fjármálajarðfræðings, um að fá að halda fyrsta fund nýrrar ríkisstjórnar í sínu heimakjördæmi. 

Ef til vill var klausan um risnu- og ferðakostnaðarsparnaðinn bara sett inn í verkefnaskrána til þess að hafa eitthvað til að gera grín að á ferðalögum.

Í fréttinni af þessum tímamótafundi kemur fram að:  "Með staðarvalinu vill ríkisstjórnin undirstrika að hún er ekki bara stjórn þeirra sem á höfuðborgarsvæðinu búa, heldur landsins alls. Ekki er útilokað að fleiri fundir en þessi verði haldnir utan Reykjavíkur þegar fram líða tímar."

Þessi klausa hlýtur að hafa verið samin af Össuri, grínráðherra, nema ríkisstjórnin sé upp til hópa svona bráðfyndin. 

Hefur nokkrum, nokkurn tíma, dottið í hug að ríkisstjórnir væru bara ríkisstjórnir Reykjavíkur?


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtalaus lán

Kreppan í Svíþjóð er ekki ennþá orðin eins djúp og hún er hér á landi, en sænska stjórnin hefur, í viðleitni sinni til örvunar atvinnulífsins og einkaneyslu, heimilað tímabundið, að kostnaður við endurbætur á húsum verði frádrátttarbær frá skatti.  Hér á landi hefur verið samþykkt að heimila tímabundið, að vinna á byggingarstað verði undanþegin virðisaukaskatti, sem einnig er hugsað til að auka atvinnu í byggingageiranum.

Handelsbanken í Svíþjóð hefur brugðist við þessu útspili sænsku stjórnarinnar með því að bjóða vaxtalaus lán til eins árs í þessu skini og reiknar með svo mikilli eftirspurn eftir lánunum, að opið verður í 400 útibúum bankans á laugardaginn, til að afgreiða lánin.

Á Íslandi er viðhaldið svo svívirðilegum okurvöxtum í kreppunni, að fáir treysta sér til þess að nýta sér virðisaukaskattsafsláttinn, vegna kostnaðarins við lánin.

Seðlabankinn er byrjaður að rumska.  Nú þarf hann að fara að vakna almennilega.


mbl.is Svíum bjóðast vaxtalaus lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband