Vaxtaokrinu verður að linna

Fyrir þrem vikum var bloggað hér um óheyrilega raunvexti, en þá var verið að miða við að verðbólga innan ársins yrði innan við 5%.   Líklega mun verðbólgan hjaðna hraðar en þar var gert ráð fyrir, því samkvæmt nýjustu útreikningum Hagstofunnar jafngildir núverandi verðbólga, reiknuð til næstu tólf mánaða, aðeins 1,4% á ári, eða eins og segir í fréttinni: 

"Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári"

Vægast sagt, er afar villandi að birta alltaf verðbólgutölur fyrir tólf mánuði aftur í tímann, því það er ekki sú verðbólga sem skiptir öllu máli nú eða í framtíðinni.  Stýrivextir eru nú 15,5% og sjá þá allir þvílíkir okurvextir þetta eru, eða 14% raunvextir.  Slíkt vaxtaokur þekkist hvergi í veröldinni og allir seðlabankar heimsins keppast við að lækka sína vexti, til að örva atvinnulífið í heimalöndum sínum.

Peningastefnunefnd, norski förusveinninn, fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin öll virðist vera algerlega úr takti við raunveruleikann og vinstri flokkarnir eyða nú tímanum í karp um einskisverða hluti í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Þessu vaxtaokri verður að linna og ríkistjórnarflokkarnir og seðlabankinn þurfa að fara að vakna.


mbl.is Verðbólgan nú 11,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekið efni

Það er leiðigjarnt að vera sífellt að staglast á sömu hlutunum, en stundum verður ekki hjá því komist og vonandi lítur það ekki út eins og þráhyggja.  Þráhyggja er einmitt það sem helst kemur upp í hugann, þegar fylgst er með Smáflokkafylkingunni og öðrum fylgjendum ESB aðildar hérlendis.

Þegar venjuleg rök fyrir aðild að ESB gengu ekki í þjóðina, var áróðrinum beint gegn krónunni og hún sögð ónýtur gjaldmiðill, vegna þess að útlendingar treystu henni ekki og hún væri ekki gjaldgeng lengur í alþjóðaviðskiptum.  Þetta er auðvitað tóm vitleysa, enda hefur utanríkisverslun íslendinga aldrei byggst á krónunni, heldur hefur allur út- og innflutningur verið greiddur með erlendum gjaldeyri.  Ísland komst í hóp ríkustu þjóða veraldar með krónuna sem gjaldmiðil og verðbólga og önnur hagstjórnarvandamál í gegnum tíðina hafa ekki verið krónunni að kenna, og reyndar engum dottið í hug að kenna henni um, fyrr en ESB sinnar fundu upp á því fyrir þrem árum síðan, eða svo.

Það sem hins vegar er lítið talað um í sambandi við ESB er fullveldisafsalið.  Smáflokkafylkingin heldur ekki mikið á lofti eftirfarandi klausu úr samþykktum sínum um ESB:

 “Hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið strax eftir kosningar og bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Setja í stjórnarskrá ákvæði sem heimilar að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum stofnunum og alþjóðastofnunum samkvæmt ákvörðun Alþingis. Slík ákvörðun tekur því aðeins gildi að sé staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu"

Enn berast tíðindi frá ESB og Evrulandi um kreppuna, sem ekki stafar af óstjórn Sjálfstæðisflokksins eins og sumir vilja vera láta.  Nú síðast frá Írlandi: 

"Írsk sérfræðingastofnun segir, að yfirvofandi niðursveifla í írsku efnahagslífi gæti orðið sú mesta, sem um getur hjá iðnvæddu ríki frá því kreppan mikla reið yfir fyrir sjö áratugum. Reiknað er með samdrætti í írska hagkerfinu til ársins 2010."

ESB sinnar skulda ennþá skýringu á því, hvernig ESB og Evran eiga að bjarga Íslandi.


mbl.is Mesta niðursveifla frá kreppunni miklu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband