20.4.2009 | 17:31
Pólitískir vextir?
Fréttir herma að Landsbankinn sé að lækka vexti um 1-2% á óverðtryggðum skuldbindingum. Þó það sé ekki aðalatriði málsins, er enginn banki í rekstri núna, sem heitir Landsbanki, því eftir hrunið og uppskipti bankans, heitir þessi banki nú NBI hf. Væntanlega er gamli Landsbankinn ekki að lækka vexti, en þetta sýnir enn og aftur þá ónákvæmni sem fram kemur í fréttamiðlunum.
Hitt vekur meiri athygli, að í fréttinni segir:
Í ljósi sterkrar lausafjárstöðu getur bankinn tekið þetta skref en ljóst er að þessi breyting getur ekki orðið varanleg nema aðrir bankar og sparisjóðir fari að fordæmi Landsbankans og lækki sína vexti," segir í tilkynningu Landsbankans.
Hvað koma vaxtaákvarðanir annara banka lausafjárstöðu NBI hf. við? Annaðhvort getur bankinn lækkað vexti eða ekki. Það hlýtur að eiga að ríkja samkeppni á bankamarkaði og því á NBI hf. ekki að geta hótað að hækka vexti sína aftur, ef einhver annar banki tekur öðruvísi ákvarðanir. Þessa yfirlýsingu bankans hlýtur Samkeppniseftirlitið að láta til sín taka, ef ekki Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn, en kvartað hefur verið yfir því að þessir aðilar fylgist ekki nógu vel með bankakerfinu.
Í ljósi þess að dyggur liðsmaður Smáflokkafylkingarinnar er bankastjóri í NBI hf., læðist að sá grunur, að hér sé um pólitíska vaxtalækkun að ræða og talsmenn ríkisverkstjórans verði duglegir næstu daga að benda á þessi jákvæðu teikn á himni efnahagslífsins.
Ef pólitíkusar eru farnir að beita áhrifum sínum í bönkunum, er það áratuga stökk til fortíðar.
![]() |
Landsbankinn lækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 14:25
Utanríkismál í hnotskurn?
Íslendingar sátu sem fastast undir ræðu Ahmadinejad Íransforseta á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma. Ekket kemur fram í fréttinni hvort íslenska sendinefndin skildi hvað maðurinn sagði, eða hvort hún hafði einhverja skoðun á málinu. Hins vegar segir í fréttinni:
"Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins hafa Íslendingar litið til annarra Norðurlanda í málinu og var í þessu tilfelli ákveðið að fylgja Norðmönnum, sem sátu áfram í salnum, er fulltrúar nokkurra Evrópuþjóða gengu út."
Skyldi þetta sýna íslenska utanríkisstefnu í sínu rétta ljósi? Þurfa íslenskir sendimenn utanríkisráðuneytisins ekki að gera annað en fylgjast með því hvað Norðmenn, eða aðrar norðurlandaþjóðir, gera á svona ráðstefnum? Á ráðstefnunni munu vera þrír fulltrúar Íslands, sem hlýtur að vera bráðnauðsynlegt til að fylgjast með Norðmönnunum, því ekki er víst að þeir láti okkar menn alltaf vita, þegar þeir þurfa að bregða sér frá.
Er þetta ekki endanleg sönnun fyrir því, að hægt sé að nánast leggja utanríkisráðuneytið niður og fela Norðmönnum alfarið okkar utanríkismál?
Ferðakostnaður eftirhermanna myndi a.m.k. sparast.
![]() |
Íslendingar gengu ekki út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.4.2009 | 13:30
Jóhanna og ESB
Ekki verður annað skilið af yfirlýsingu Jóhönnu, ríkisverkstjóra, um að hægt verði að sækja um ESB aðild strax í júní og bera síðan málið undir þjóðaratkvæði, að hún telji að líf væntanlegrar ríkisstjórnar Smáflokkafylkingarinnar og VG verði afar stutt. Til þess að ganga í ESB þarf að gera breytingar á stjórnarskrá og það verður ekki gert nema með því að eftir að Alþingi samþykkir slíkt, þarf að rjúfa þing og boða til kosninga og samþykkja stjórnarskrárbreytinguna aftur á nýju þingi.
Smáflokkafylkingin var ekki til viðtals um sátt við Sjálfstæðisflokkinn um breytingar á 79. grein stjórnarskrárinnar nú fyrir þinglok, en sú sáttatillaga gekk út á að hægt yrði að gera breytingar á stjórnarskránni í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu, án þess að rjúfa þing á milli. Þetta sýnir að Smáflokkafylkingin hefur enga trú á að ríkisstjórn með VG geti orðið langlíf, eða að þessi ESB áróður er meiningarlaus og á ekki að framfylgja eftir kosningar.
"Jóhanna sagði að það gæti tekið 1-1½ ár að fá aðild að Evrópusambandinu og þá væru Íslendingar komnir í skjól með krónuna. Það gæti tekið 1½ ár tilviðbótar að uppfylla Maastricht skilyrðin. Ég spái því að eftir fjögur ár yrðum við búin að taka að fullu upp evru," sagði Jóhanna."
Er ekki kominn tími til að Smáflokkafylkingin geri þjóðinni grein fyrir því hvernig á að ná að uppfylla Maastricht skilyrðin og hvernig á að styrkja krónuna á þessum fjórum árum.
Slagorðaglamur og blekkingar duga Smáflokkafylkingunni ekki lengur.
![]() |
ESB-viðræður í júní? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 09:14
Aukinn niðurskurður ríkisútgjalda
Fram til þessa hefur verið rætt um að fjárvöntun ríkissjóðs á næsta ári yrði um 80 milljarðar króna, sem að mestu verður að brúa með niðurskurði ríkisútgjalda, þar með talið (og að mestu) vegna velferðar- og menntamála. Þetta fást vinstri flokkarnir til að ræða af neinni alvöru, en hins vegar hefur kvisast að nú þegar sé hafinn undirbúiningur neyðarfjárlaga fyrir þetta ár, sem kynnt verður strax eftir kosningar. Þá, en ekki fyrr, mun almenningur fá að vita af alvöru þessa máls.
Nú koma fréttir af því að Atvinnuleysistryggingasjóður tæmist í nóvember, þannig að fjárvöntun hans á árinu verði 3,5 milljarðar og rúmir tuttugu milljarðar árlega eftir það, á meðan atvinnuleysi minnkar ekki. Þetta fjármagn fæst ekki annarsstaðar en með enn meiri niðurskurði ríkisútgjalda og hafi einhvern tíma verið talað um blóðugan níðurskurð, þá mun sá niðurskurður blikna og blána í samanburði við það sem koma skal.
Hafi einhver haldið að stjórnarmyndun verði auðveld eftir kosningar, þá veður hinn sami í villu og svíma. Að minnsta kosti munu Smáflokkafylkingin og VG ekki eiga auðvelt með að ná samkomulagi um hvernig skal beita hnífnum.
![]() |
Þurrausinn í nóvember |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)