16.4.2009 | 13:35
Ráðuneyti og Líf
Það er óborganlegt að fylgjast með þessu spennandi umhverfisslysi, sem Kolbrún Halldórsdóttir og hennar lið er búið að uppgötva austur á landi. Þó að áður sé búið að blogga hér um þessa miklu frétt, vakna ýmsar spurningar í framhaldinu.
Ef maður finnur rjúpuunga á víðanangi, má hann þá taka hann með sér heim og bjarga lífi hans? Hvað um vængbrotna álft? Hvað um lóu? Er það borgaraleg skylda að snúa fuglinn umsvifalaust úr háls? Þarf að kalla til sérfræðing Kolbrúar Halldórsdóttur til að líta á fuglinn og aðstoða við að fylla út eyðublöð?
Er virkilega ekkert þarfara að gera í þjóðfélaginu þessa dagana, annað en senda "sérfræðinga" út um land til þess að skoða kálfa? Hvað er hann annars að skoða? Var ekki nóg að skoða myndina í Mogganum? Það hefði verið talsvert ódýrara. Er hann kannski að athuga hvort hægt sé að kæra bóndann fyrir að bjarga kálfinum? Er hann að athuga hvort dýrið sé haldið einhverjum sjúkdómi? Var skoðað, þegar Kolbrún kom í ráðuneytið, hvort hún væri haldinn stórhættulegum smitsjúkdómi, öðrum en hugmyndsfræðilegum?
Lokaorð fréttarinnar segja allt sem segja þarf um kerfið:
"Karl er kominn að Sléttu til að skoða hreindýrskálfinn. Jafnframt mun hann leiðbeina ábúendum með umsóknina. Leyfisveitingin er í höndum umhverfisráðherra en samkvæmt upplýsingum mbl.is eru fá fordæmi fyrir leyfisveitingum af þessu tagi."
![]() |
Líf Lífar í höndum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 09:31
Ráðuneytiskálfar
Loksins fékk Umhverfisráðuneytið, undir stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur, verðugt verkefni, en það hefur nú komist á snoðir um það að bóndi á bæ við Reyðarfjörð var svo bíræfinn í fyrrahaust að bjarga hreindýrskálfi frá bráðum bana. Svona stórkostlegt umhverfisslys fer að náttúrulega ekki fram hjá vökulum augum umhverfisverndarsinnans Kollu.
Í bréfi sérfræðings Kollu í þessum málum segir m.a:
Þar sem við vitum af þessum kálfi er ekki hægt annað en að benda formlega á lögin. Ef þau ætla að halda kálfinn áfram verða þau að sækja um leyfi. Neiti ráðuneytið um leyfi mun það væntanlega útskýra hvað það vilji að gert verði."
Þetta er stofnanamál, sem þýðir á íslensku að bóndinn verður að lóga kálfinum, nema að hann sæki um leyfi, en ef ráðuneytið neitar um leyfið, þá mun ráðuneytið væntanlega útskýra hvað á að gera í framhaldinu. (Þetta er ekki góð þýðing yfir á íslensku, en þar sem stuttur tími gafst til uppflettinga í orðsifjabækur, verður þetta að duga.)
Það sem stendur uppúr í þessu máli er að ráðuneytin starfa, án truflana, þrátt fyrir óróleika í pólitíkinni.
Með áframhaldandi vinstri stjórn í landinu verður vonandi skerpt á lögum um hreindýrskálfa.
Ekki er líklegt að slík stjórn hafi burði til að ráða við flóknari mál.
![]() |
Hóta að aflífa hreindýrskálf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)