15.4.2009 | 14:26
Skattahækkanir
Álfheiður Ingadóttir, VG, segir að bæði þurfi að hækka skatta og skera niður ríkisútgjöld. Eins og aðrir vinstri liðar, segir hún ekkert um hvaða skatta á að hækka og hvar á að skera niður. Slagorðin um "breiðu bökin", "þá sem bera mest úr býtum" og "þá sem eiga miklar eignir" eru notuð af öllu vinstra liðinu, eins og það leggur sig, en nánari skýringar fylgja aldrei.
Í fréttinni kemur þetta fram m.a:
Það þarf að verja þau störf sem fyrir eru og sérstaklega störfin í velferðarþjónustunni, heilbrigðistþjónustunni, félagsþjónustunni, menntakerfinu. Þar þarf að jafna kjörin þannig að menn haldi ekki sínum ofurlaunum en aðrir missi vinnuna," sagði Álfheiður.
Ekki útskýrir Álfheiður hverjir í velferðarþjónustunni hafa þessi ofurlaun, ekki hve há þau eru, ekki hvað á að lækka þau mikið og ekki hvað það muni spara mikið í útgjöldum. Svona ruglmálflutningur dæmir sig algerlega sjálfur og þarf ekki að hafa mörg orð um hann.
Ofangreindir málaflokkar taka til sín a.m.k. tvo þriðju af heildarútgjöldum ríkissjóðs, svo það þarf engan stjarneðlisfræðing til þess að reikna út, að þetta er innantómur áróður. Þessi áróður gengur að vísu alltaf vel í almenning, þangað til hann áttar sig á því, að hann er einmitt þessi breiðu bök, sem vinstra liðið talar alltaf um.
Spilin á borðið, núna. Ekkert svona rugl lengur.
![]() |
Tekist á um skattahækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2009 | 13:19
Ekkert bólar á efnahagsstjórn
Ekki liggur fyrir hvenær stjórn AGS getur tekið til afgreiðslu annan hluta lánsins til Íslands vegna tafa á uppfyllingu ýmissa skilyrða sjóðsins. Fjármálajarðfræðingurinn hefur gefist upp á efnahagsstjórninni, eins og t.d. sést af yfirlýsingu hans um að seðlabankinn sé hættur að reyna að styðja við krónuna. Það hefur náttúrlega þær afleiðingar að erlend lán heimilanna hækka og hækka og fjármálajarðfræðingurinn segir að við því sé bara ekkert hægt að gera. Með "breytingum" á yfirstjórn seðlabankans var því lýst yfir að styrking krónunnar yrði höfuðverkefni ríkisstjórnar og seðlabanka næstu mánuði. Í því máli hefur verið lýst algerri uppgjöf.
Í lok fréttarinnar kemur fram að:
"Lánaafgreiðsla til Lettlands hefur frestast vegna ónægs niðurskurðar í ríkisfjármálum og þá frestaðist afgreiðsla láns til Úkraínu vegna mikils óstöðugleika þar í landi og skorts stjórnvalda á að sýna vilja til að framfylgja þeirri efnahagsáætlun sem IMF og stjórnvöld höfðu áður náð samkomulagi um."
Það skyldi þó aldrei vera, að bæði þessi atriði eigi við um Ísland. Ríkisverkstjórinn og vinnuflokkurinn neitar að gefa upp, fyrr en eftir kosningar, hverning á að skera niður í ríkisfjármálunum, og miðað við ýmsar yfirlýsingar fjármálajarðfræðingsins, er líklegt að sjóðurinn líti svo á að hann sýni lítinn vilja til að framfylgja þeirri efnahagsáætlun sem AGS og stjórnvöld höfðu áður náð samkomulagi um.
Nú er mjög fáir dagar til kosninga og krafan er sú að stjórnmálaflokkarnir (allir) útskýri fyrir þjóðinni við hverju má búast á næstu árum í efnahagslífi landsins.
![]() |
Ekkert bólar á IMF láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2009 | 08:45
Öskra og grenja
Skrílnum í Öskru, félagi byltingasinnaðra stúdenta, hefur leiðst eitthvað undanfarið og eins og óþekkra krakka er siður, reynir hann að vekja á sér athygli með alls kyns bægslagangi. Ekkert finnst þeim þó eins gaman og að atast og slást við lögregluna.
Nýjasti fíflagangurinn hjá þessum hópi er "hústaka" við Vatnsstíg, þar sem hann segist ætla að koma sér upp "félagsmiðstöð", til þess að hittast í og leika sér með dótið sitt. Hópnum er alveg sama um eignarrétt annarra og telur að hann geti lýst þann eignarrétt ógildan, en eignað sjálfum sér hvað sem honum dettur í hug.
Svo er toppurinn á leiknum, að ögra lögreglunni og reyna að fá hana til að slást:
"Hústökufólkið sagði í gær það, að lögregla kom ekki, sýna að hún væri hrædd við samstöðu fólksins."
Ef Kolbrún Halldórsdóttir er ekki búin að koma rassskellingarfrumvarpi sínu í gegnum þingið, ætti að taka svona óþekktarorma, sem öskra og grenja til að fá sínu framgengt, og rassskella þá.
![]() |
Lögregla rýmir Vatnsstíg 4 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)