Ömurlegur málflutningur

Ömurlegur er málflutningur vinsta liðsins í landinu í garð Sjálfstæðisflokksins og stuðningsmanna hans.  Afar lítið er um málefnaleg rök gegn flokknum, heldur er tónninn nánast alltaf sá, að foringjar Sjálfstæðisflokksins séu siðspilltir glæpamenn og stuðningsmenn flokksins illa innrætt glæpahyski.

Þegar lesnar eru bloggfærslur, t.d. hér á mbl.is, að ekki sé talað um eyjuna, sést að málflutnignur af þessum toga er nánast einráður.  Ekki getur þetta bent til nokkurs annars en að málefnaþrot þjaki þetta fólk.  Í þessu sambandi er sennilega besta lýsingin á þessu fólki, málshátturinn góði:  "Margur heldur mig sig".

Hvað sem öðru líður, lýsir þetta betur innræti þeirra sem svona tala og skrifa, en þeim sem skeytunum er beint að.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband