6.3.2009 | 15:15
Gamansamir vinstri grænir
Vinstri grænir ætla ekki að samþykkja byggingu álvers í Helguvík, sem áætlað er að skapi tvöþúsund ársstörf á byggingartíma. Þeir ætla reyndar ekki að styðja byggingu neinna fyrirtækja sem "menga", en slík fyrirtæki eru reyndar fá, ef þau eru í einhverjum framleiðslugreinum.
Sérstaklega er tekið fram í samþykkt ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa að það skuli verða "fjölgun í hópi þeirra sem njóta listamannalauna og við inn- og útflutning á óunnum fiski". Þetta þarf að lesa a.m.k. tvisvar til að treina brandarann svolítið. Ekki verður séð í fljótu bragði séð að það sé sérstaklega þjóðhagslega hagkvæmt að bæta við 33 listamönnum á ríkislaun, væntanlega við að mála málverk, semja sinfóníu eða skrifa jólabók. Hvað skyldu margir geta fengið vinnu við innflutning á óunnum fiski? Væri ekki meira atvinnuskapandi að stuðla að minni útflutningi á óunnum fiski og stuðla að meiri fullvinnslu innanlands?
Nú eru liðnar fimm vikur frá því að Jóhanna, ríkisverkstjóri, og vinnuflokkur hennar tók til óspilltra málanna við björgun atvinnulífsins og heimilanna og svo eru lagðar fram svona tillögur.
Þetta er ágætis föstudagsbrandari.
![]() |
Ætla að skapa 4000 ársverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.3.2009 | 09:28
Skattahækkanir
Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Stefán Ólafsson, prófessor, boðuðu skattahækkanir á fundi hjá Smáflokkafylkingunni. Báðir eru þeir talsmenn þrepaskipts skattkerfis, en slíkt kerfi er flókið í framkvæmd og í raun tvöfalt kerfi, því bæði er greidd staðgreiðsla (eins og nú er) og síðan er endanleg álagning eftirá og þá þarf að greiða viðbótarskatt (þ.e. staðgreiðsu og skatt sem lagður er á eftirá). Þetta kerfi var við lýði til skamms tíma og var kallað "hátekjuskattur", en lagðist á meðaltekjur og hærri, þannig að flestir landsmenn lentu í þessum "hátekjuskatti".
Enginn þarf að efast um að verði slíkt kerfi tekið upp aftur mun það með tímanum færast neðar og neðar í skattstigann, þar til meðaltekjufólkið verður allt komið í "hátekjuskatt". Mikið betra væri að hækka almenna skattþrepið og hækka persónuafsláttinn um leið, því núverandi kerfi er í raun þrepaskiptur skattur og því hærri sem tekjurnar eru, því hærri skattprósenta er greidd.
Hér er sett upp dæmi um útreikning á núverandi sköttum og hvernig skattar breyttust, ef skattprósenta yrði hækkuð í 41,1% og persónuafsláttur yrði hækkaður í 50.000 krónur:
Staðgreiðsla, 37,2% | Staðgreiðsla, 41,1% | Hækkun | Hækkun | |||
(Persónuafsláttur | Hlutfall af | (Persónuafsláttur | Hlutfall af | skatta | skatta | |
Laun á mánuði: | kr. 42.205) | tekjum í % | kr. 50.000) | tekjum í % | í krónum | í % |
200.000 | 32.195 | 16,10 | 32.200 | 16,10 | 5 | 0,02 |
400.000 | 106.595 | 26,65 | 114.400 | 28,60 | 7.805 | 7,32 |
600.000 | 180.995 | 30,17 | 196.600 | 32,77 | 15.605 | 8,62 |
800.000 | 255.395 | 31,92 | 278.800 | 34,85 | 23.405 | 9,16 |
1.000.000 | 329.795 | 32,98 | 361.000 | 36,10 | 31.205 | 9,46 |
1.200.000 | 404.195 | 33,68 | 443.200 | 36,93 | 39.005 | 9,65 |
1.400.000 | 478.595 | 34,19 | 525.400 | 37,53 | 46.805 | 9,78 |
1.600.000 | 552.995 | 34,56 | 607.600 | 37,98 | 54.605 | 9,87 |
1.800.000 | 627.395 | 34,86 | 689.800 | 38,32 | 62.405 | 9,95 |
2.000.000 | 701.795 | 35,09 | 772.000 | 38,60 | 70.205 | 10,00 |
Venjulega hljóðar áróðurinn á þá leið, að ósanngjarnt sé að hátekjumenn greiði sömu prósentu af launum sínum í skatt og lágtekjumaðurinn, en þannig er það alls ekki í raun með núverandi kerfi. Eins og sést af töflunni myndu skattar lækka á lægri launum en 200.000 kr. á mánuði, en hækka hratt eftir því sem ofar drægi í launastigaum. Hér er ekki tekið tillit til neinna bóta, en þær eru allar tekjutengdar og kæmu því lágtekjuhópunum til góða til viðbótar við lægri skattgreiðslu.
Krafa um "þrepaskiptan" tekjuskatt er krafa um að flækja skattkerfið svo mikið að það yrði fljótt óskiljanlegt fyrir alla nema endurskoðendur og aðra skattasérfræðinga. Það yrði mikil afturför.
![]() |
Hækki skatta og tvöfaldi vaxtabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)