Bankaleyndin og FME

Samfylkingin, með Björgvin viðskiptaráðherra í broddi fylkingar, þvældist fyrir frumvarpi Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um sérstakan saksóknara um efnahagshrunið í tvo mánuði og setti sig algerlega upp á móti því að saksóknarinn gæti rannsakað mál að eigin frumkvæði.  Skilyrði Björgvins voru þau að öll mál yrðu að koma frá FME.  Fjármálaeftirlitið hefur verið einhver lokaðasta stofnun sem hugsast getur og hefur nánast aldrei gefið nokkrar upplýsingar um störf sín.  FME hefur einmitt alltaf borið fyrir sig bankaleyndina.

Eftir það hrun sem orðið er og er á ábyrgð bankanna, eigenda þeirra og útrásarvíkinganna (sem voru "eigendur" bankanna og allra helstu fyrirtækja landsins) er ekki með nokkru móti réttlætanlegt að skýla sér á bak við bankaleyndina og sérstaki saksóknarinn verður að hafa óheftan aðgang að öllum gögnum.

Þá má ekki yfirfæra leyndina yfir á saksóknarann, þannig að hann gefi engar upplýsingar um þau mál sem hann tekur til rannsóknar.  Kröfu verður að gera til þess að hann skýri frá öllum málum, sem hann tekur til skoðunar, hvort sem skoðunin leiðir til ákæru eða ekki.

Tortryggninni í þjóðfélaginu verður aðeins eytt með öflugu upplýsingaflæði. 


mbl.is Bankaleynd verður afnumin með öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband