Snilld

Davíð Oddsson sýndi og sannaði með ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að hann er einn mesti ræðusnillingur sem nú er uppi og vafalaust sá áhrifamesti.  Í hvert sinn sem hann tjáir sig opinberlega snýst fjölmiðlaumfjöllun næstu daga um lítið annað en það sem hann sagði.  Viðbrögð bloggheima eru þau sömu og enn er djúpt á hatrinu sem stór hluti almennings beinir að honum einum vegna efnahagskreppunnar.

Ekki eru allir landsfundarfulltrúar ánægðir með allt sem Davíð sagði í ræðu sinni, en allir viðurkenna að enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana, þegar kemur að kaldhæðninni, húmornum og ræðuforminu.  Hann kemur sínu á framfæri á svo auðskilinn og skemmtilegan hátt, en þó svo hárbeitt að þeir sem á hlýða skilja án þess að allt sé sagt beinum orðum.  Boðskapur hans kemst allur til skila og ekkert fer á milli mála með meiningarnar.  Þessi ræða sýndi að Davíð er nokkuð sár og svekktur með þá meðferð sem hann hefur hlotið undanfarið, enda var ekki beitt neinum baunaskotum í ræðunni, heldur var varpað klasasprengjum og þær hittu beint í mark.  Flestir aðrir stjórnmálamenn geta mikið lært af ræðutækni Davíðs.

Samfylkingin, VG og stór hluti þjóðarinnar á eftir að skammast sín lengi fyrir framkomu sína í garð Davíðs Oddssonar.  Hann er klettur sem ekki molnar við vindgnauðið.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband