19.3.2009 | 17:22
Frumkvæði borgarinnar
Ennþá gerist lítið í málefnum atvinnulífs og heimila, þrátt fyrir boðaðan forgang þeirra mála hjá ríkisstjórninni. Því ber að fagna frumkvæði Reykjavíkurborgar í þessum málum eins og fram kemur í fréttinni.
Vonandi leiða viðræður borgarinnar, lífeyrissjóðanna og Evrópska þróunarbankans til niðurstöðu sem fyrst um myndun framkvæmdasjóðs til eflingar atvinnulífsins, ekki síst byggingariðnaðarins.
Líklega er mesta atvinnuleysið nú innan byggingageirans og því brýnast að skapa honum verkefni.
![]() |
Hækkun lána myndi virka sem blóðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 11:29
Verðbólgusamdráttur
Norski bankastjóri Íslenska seðlabankans segir nauðsynlegt að beita áfram aðhaldi í peningamálastefnunni og því sé ekki hægt að lækka stýrivexti um meira en 1% núna. Hann segir að verðbólgan hafi náð hámarki, en spáð hafi verið 18,6% verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi. Þessi útreikningur miðast við verðbólgu síðustu tólf mánaða, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,57% í janúar, 0,51% í febrúar og spáð er að hún muni hækka um 0,3% í mars. Það þýðir að verðbólguhraði reiknaður til næstu tólf mánaða sé 5,52%. Stýrivextir upp á 17% þýða því í raun 11,48% raunvexti og undir slíkum vöxtum stendur enginn, hvorki heimili né fyrirtæki.
Einnig er það notað sem rök fyrir háum vöxtum, að þeir séu til þess að sporna gegn lánsfjáreftirspurn. Jafnvel þó eftirspurn eftir lánum sé fyrir hendi, þá er hvergi hægt að fá neina lánafyrirgreiðslu, sem heitið getur, þannig að þessi rök halda ekki. Erlend lán er alls ekki hægt að taka vegna gjaldeyrishafta, þannig að þessi vaxtastefna er algerlega gengin sér til húðar.
Seðlabankinn hefur ákveðið að bæta við nýjum vaxtaákvörðunardegi þann 8. apríl, væntanlega til þess að tilkynna meiri lækkun stýrivaxta. Annar tilgangur með þessum viðbótardegi getur ekki verið fyrir hendi, því varla ætlar bankinn að hækka vextina aftur.
Þá vaknar sú spurning: Hvað heldur bankinn að breytist svona mikið á næstu þrem vikum?
Varla ætlar bankinn að taka þátt í kosningaslagnum með því að tilkynna hraustlega lækkun vaxtanna í miðri kosningabaráttunni.
![]() |
Verulegur verðbólgusamdráttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2009 | 09:15
Óvissa í stjórnmálum
Peningastefnunefndin nýja hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 1%, a.m.k. er látið líta svo út að hún hafi tekið ákvörðunina, en í raun er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem ræður þessu. Athyglisvert er að sjóðurinn tók undir rök gömlu bankastjórnar Seðlabankans í síðasta mánuði um 3% lækkun stýrivaxta, en vildi samt bíða með lækkun vegna óvissu í stjórnmálum hér á landi, eða eins og segir í fréttinni:
"Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði hafnað beiðni Seðlabankans í síðasta mánuði um lækkun stýrivaxta um þrjú prósentustig, eða niður í 15%. Forstjóri sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, mun hafa lagst gegn þeim áformum og talið rétt að bíða með vaxtalækkanir á meðan óvissa ríkti í stjórnmálum hér á landi. Tekið var undir rök bankastjórnar fyrir vaxtalækkun að öðru leyti."
Líklega þykir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að stjórnmálaóvissan sé nú minni og hættan á áframhaldandi vinstri stjórn hafi aukist.
![]() |
Stýrivextir lækkaðir í 17% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)