IceSave

Glöggt kemur fram í bréfum Viðskiptaráðuneytisins til fjármálaeftirlits Bretlands að ríkissjóður muni standa á bak við Tryggingasjóð innistæðueigenda, svo hann geti staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt samningnum við Evrópska efnahagssvæðið, þ.e. að greiða að hámarki EUR 20.887.  Það er því hrein svívirða af Bretum að beita hryðjuverkalöggjöf sinni gegn Landsbankanum til þess að pína Íslendinga til þess að greiða IceSave innistæður að fullu.

Höfuðið af skömminni bitu svo "samstarfsþjóðir" okkar á ESS með því að styðja Breta í þessari kröfu og nánast setja á okkur viðskiptabann þar til við gengjum að þessum afarkostum.  Meira að segja norðurlandaþjóðirnar, með Norðmenn innanborðs, studdu allar kröfur gegn Íslandi.

Undarlegt er að hér skuli vera til fólk og stjórnmálaöfl sem halda áfram að kyrja sönginn  um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.


mbl.is Lofuðu stuðningi ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráhyggja Jóns Ásgeirs

Aumkunnarvert var að hlusta á viðtal ríkisútvarpsins við Jón Ásgeir Jóhannesson um greiðslustöðvun Baugs Group og tengdra fyrirtækja.  Hann var afar hikandi og tafsandi í viðtalinu en kom því þó frá sér að hann kæmi alveg af fjöllum varðandi ástæður Landsbankans fyrir ákvörðuninni.  Eitt hafði hann þó á hreinu, eins og venjulega, og það var að Davíð Oddson og Sjálfstæðisflokkurinn stæði á bak við þetta.

Veruleikafirring þessa útrásarvíkins ríður ekki við einteyming.  Að maður í hans stöðu skuli sífellt reyna að gera sjálfan sig að fórnarlambi og afneita algerlega að líta í eigin barm vegna stöðu fyrirtækja sinna er ekki boðlegt þeim sem þurfa að glíma við afleiðingar ofurgræðginnar.

Var það ekki hann sjálfur sem skipti ávallt upp þeim fyrirtækjum sem hann "keypti" tók út úr þeim allar fasteignir, greiddi síðan eigið fé fyrirtækjanna út sem arð og skuldsetti þau síðan upp í rjáfur?

Nú er semsagt komið að því að greiða úr ruglinu.  Það verður ekki auðvet verk.

 


mbl.is Reyna ákaft að selja Magasin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugur í þrot?

Samkvæmt fréttum er Baugur á leið í greiðslustöðvun, sem í langflestum tilfellum er undanfari gjaldþrots.  Það er grafalvarlegt mál, þó Baugur hafi litla eða enga starfsemi hérlendis (flest innlendu fyrirtæki "Baugsmanna" eru í eigu Gaums ehf.), því íslensku bankarnir eiga gífurlegra hagsmuna að gæta.

Athyglisvert er að skýringin skuli vera sú að Landsbankinn sé hættur að fjármagna fyrirtækið.  Fyrirtæki Baugs eru nánast eingöngu verslanakeðjur, sem maður hefði haldið að fjármögnuðu rekstur sinn með vörusölu og greiddu niður lán sín með hagnaðinum af henni.

Hafi reksturinn ekki verið burðugri en það að bankarnir hafi verið að fjármagna bæði fjárfestinguna og reksturinn, þ.e. að reksturinn hafi ekki skilað arði til niðurgreiðslu fjárfestingarinnar, þá hefðu Baugsvíkingarnir aldrei hafið strandhöggið í Bretlandi.

Endirinn verður sá að íslenska þjóðin borgar þessa herför eins og aðrar sem einkavinir Samfylkingarinnar lögðu í (s.br. Borgarnesræðu IBS o.s.frv, o.s.frv.).


mbl.is Baugur á leið í greiðslustöðvun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband