3.2.2009 | 13:52
Ögmundur og niðurskurðurinn
Ögmundur hefur afturkallað komugjöldin, þar sem ekki er um háar upphæðir að ræða, miðað við heildarútgjöld til heilbrigðismála. Það má vera rétt, svona eitt og sér, en þegar póstarnir eru orðnir nógu margir verður sparnaðarupphæð ríkisjóðs stór, en auðvitað lendir kostnaðurinn annarsstaðar, þ.e. á þiggjendum þjónustunnar, því kostnaðurinn gufar ekkert upp, hann flyst bara til.
Eins er með hugmynd Ögmundar um að flytja hluta heilbrigðisþjónustunnar til þeirra sveitarfélaga sem það vilja. Ekki verðu neinn sparnaður við það, ekki einu sinni fyrir ríkissjóð, þar sem sveitarfélögin hafa ekki fjármagn til þess að taka þetta að sér, nema auðvitað að fá til þess framlög úr ríkissjóði. Að öðrum kosti myndu skattgreiðendur þessara sveitarfélaga greiða kostnaðinn í gegnum útsvarið í staðinn fyrir tekjuskattinn. Myndu sjúkrahús í rekstri sveitarfélaga taka við sjúklingum úr öðrum sveitarfélögum án sérstakrar greiðslu? Það held ég nú ekki, þau vilja ekki einu sinni taka við nemendum úr öðrum hreppum, nema greiðsla fylgi.
Fróðlegt verður að fylgjast með formanni BSRB (í leyfi) leggja fram tillögur um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu fyrir árið 2010, sem hann gerir sjálfsagt ekki fyrrr en eftir kosningar, en hann vonast náttúrlega til þess að halda embættinu áfram. Hins vegar þarf að byrja fjárlagavinnuna fyrir næsta ár mjög fljótlega, þ.e. fyrir kosningarnar.
![]() |
Hvorki valdboð né komugjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 10:44
Stund hefndarinnar runnin upp
Jóhanna Sigurðardóttir, verkstjóri, hefur skýrt frá því að hún hafi sent seðlabankastjórunum bréf og farið þess á leit við þá að þeir segðu af sér störfum, en yrðu reknir ella.
Loksins kemst Smáflokkafylkingin í aðstöðu til þess að ná sér niðri á höfuðóvini sínum til margra ára og heiftin og hatrið leynir sér ekki í orðum fylkingarmanna og VG liða.
Viðbrögð bankastjóranna hljóta að verða þau að óska eftir skýringum á brottrekstrinum og að bent verði á afglöp í starfi þeirra. Fram að þessu hefur ekki verið bent á að seðlabankinn hafi ekki í einu og öllu farið að þeim lögum sem um starfsemi hans hafa gilt.
Kostnaðurinn við þennan brottrekstur mun ekki koma í veg fyrir hefndina, enda þurfa þeir hefnigjörnu ekki þurfa að borga hann sjálfir.
![]() |
Hannes Hólmsteinn: Óvinir Davíðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.2.2009 | 10:28
Atvinnutækifæri
Ekki byrjar nýja ríkisstjórnin vel í umræðunni um atvinnumál, iðanaðarráðherrann segir að álver á bakka sé ennþá á borðinu, en umhverfisráðherrann virðist ætla að sópa málinu út af borðinu.
Nú þarf á allri atvinnusköpun að halda sem möguleg er, hvort sem er álver, hvalveiðar eða annað. Sprotafyrirtæki eru góðra gjalda verð, en þau munu ekki skapa tuttuguþúsund störf á næstu árum.
Tíu prósenta atvinnuleysi til lengri tíma er algerlega óásættanlegt fyrir Íslendinga, enda erum við ekki vön slíku, þótt sú atvinnuleysisprósenta þyki ekkert sérstaklega há í Evrópusambandslöndum (og telst nokkuð gott þar í góðærum).
Það er ekki gæfulegt ef vinstri stjórnin ætlar að byrja á því að blása af bæði álver og hvalveiðar í fyrstu starfsvikunni.
![]() |
Álver í Helguvík en ekki á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)