23.2.2009 | 16:42
Verkstjóraraunir
Nú þykir mér týra tíkarskarið. Hafa stjórnmálaflokkarnir og hver álitsgjafinn af öðrum hamrað á því undanfarið að efla þyrfti Alþingi og minnka ráðherraræðið í stjórnskipuninni? Nú þegar undirnefnd Alþingis óskar eftir meiri tíma og upplýsingum til skoðunar á seðlabankafrumvarpsbastarðinum, þá tryllist ríkisverkstjórinn og heimtar skýringar á því sem henni fynnst vera óforsvaranleg framkoma þingsins.
Hitt er einnig óskiljanlegt hvernig þetta seðlabankamál getur tafið ríkisstjórnina í öllum öðrum málum sem hún segist vilja koma í gegnum þingið. Er ekki hægt að hugsa um nema eitt mál í einu? Telur ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar kannski að lýðræðisleg vinnubrögð á Alþingi flækist fyrir?
Það er ekki nóg að tala fagurlega um lýðræðið, það þarf að virða það líka.
![]() |
Framsókn skekur ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2009 | 16:05
Skuldir eða skattar
Nú styttist óðum í kosningar og gylliboð stjórnmálaflokkanna koma fram eitt af öðru. Hér hefur því verið spáð áður að vinstriflokkarnir muni lofa að gera "allt fyrir alla" í aðdraganda kosninga. Nú kemur Framsóknarflokkurinn fram með tillögur um að fella niður 20% af íbúðalánum heimilanna og 20% skulda fyrirtækjnna. Skyldu þeir hafa reiknað út hvað þetta kostar og hvaðan peningarnir eigi að koma? Varla halda þeir að skuldirnar gufi bara upp, rétt si svona. Auðvitað myndi ríkissjóður þurfa að taka þetta á sig og eins og hans staða er núna, er sá möguleiki ekki einu sinni fræðilegur.
Þó ríkissjóður gæti tekið á sig þennan fimmtung skuldanna yrði hann ekki greiddur af neinum nema skattgreiðendum framtíðarinnar. Vinstri menn myndu náttúrlega búa til fallegt slagorð um að þeir myndu láta "breiðu bökin" bera byrðarnar og það hljómar alltaf vel í eyrum almennings, þangað til hann áttar sig á því að það er einmitt almenningur sem er þessu "breiðu bök".
Það er lágmarkskrafa að það sé að minnsta kosti einhver vitglóra í kosningaloforðunum. Það er ekki hægt að bera hvað sem er á borð fyrir kjósendur.
![]() |
Leggja til 20% niðurfellingu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2009 | 14:18
Óskynsamleg Álfheiður
Ótrúlegt er að Álfheiði Ingadóttur skuli detta í hug að hún gæti boðað til annars fundar í Viðskiptanefnd Alþingis seinna í dag til þess að fá aðra niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um frumvarpsósómann um seðlabankann. Dettur henni í hug að Höskuldur Þórhallsson skipti um skoðun á nokkrum klukkutímum? Þetta er bæði hallærisleg og niðulægjandi afstaða gagnvart þingmanninum.
Þar að auki er það hrein vanvirða við Alþingi að vilja ekki bíða fram eftir vikunni eftir skýrslunni sem unnin er fyrir framkvæmdastjórn ESB um regluverk fjármálamarkaða. Hvers vegna í ósköpunum vill Smáflokkafylkingin ekki bíða eftir áliti frá átrúnaðargoðum sínum í ESB?
Gæti það verið að eitthvað annað en skynsemi ræki ríkisstjórnarflokkana áfram í þessu seðlabankamáli?
![]() |
Skynsamlegt að bíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2009 | 09:02
ESB og kreppan
Nú þegar efnahagskreppan dýfkar í ESB löndunum kemur æ betur í ljós að evran er alls ekki neinn bjargvættur, eins og heittrúaðir ESB sinnar í Smáfokkafylkingunni reyna að koma inn hjá íslendingum. Eistrasaltslöndin eiga í miklum erfiðleikum með gjaldmiðla sína bundna við Evruna og landsframleiðsla dregst hratt saman um alla Evrópu. Lönd, sem eru með Evru sem gjaldmiðil, s.s. Írland, Spánn, Ítalía o.fl. eru að kikna undan fastgenginu og ekki ótrúlegt að þau taki aftur upp sinn gamla gjaldmiðil.
Fljótandi gengi krónunnar mun hjálpa íslendingum að komast hraðar upp úr öldudalnum en flestum þeim löndum sem hafa tengst Evrunni og hafa ekki þann sveigjanleika sem krónan gefur okkur.
Þegar ESB sinnum gekk ekkert með áróður sinn fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, var baráttuaðferðinni breytt og áróðrinum breytt á þann veg að krónan væri ónýtur gjaldmiðill og öll landsins vandamál myndu leysast við upptöku Evru. Þessi áróður virkaði um tíma, en nú fer að koma í ljós að þessi áróður stenst ekki nánari skoðun.
Það er ekki krónan og ekki verðtryggingin, sem er vandamálið, heldur verðbólgan og hún hverfur ekki sjálfkrafa þótt tekin verði upp Evra.
![]() |
Gjá á milli stærstu ESB-ríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)