Efnahagshrun?

Alltaf versna fréttirnar af efnahagsmálum heimsins.  Obama skrifar undir "yfirgripsmestu efnahagsaðgerðir" veraldarsögunnar og nú koma fréttir af miklum samdrætti í landsframleiðslu OECD ríkjanna.  Athyglisvert er að samdráttur landsframleiðslunnar er 50% meiri í ESB löndunum en í Bandaríkjunum, en ekki berast fréttir af sérstökum neyðarlögum frá ESB.

Mesti samdráttur landsframleiðslu í OECD síðan mælingar hófust auka alls ekki bjartsýni á að kreppan leysist alveg á næstunni.  Fróðlegt verður að fylgjast með hvort þetta gengur af ESB dauðu.

Kannski lagast þetta allt saman, þegar "aðgerðastjórnin" verður búin að koma Davíð Oddssyni úr seðlabankanum, enda á hann sök á efnahagsvanda heimsins, eins og allir vita.


mbl.is Mesti samdráttur hjá OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankahrun í Evrópu

Þýska ríkisstjórnin ætlar að setja lög sem heimila henni að þjóðnýta þýska banka vegna yfirvofandi bankahruns þar í landi.  Skyldu þeir sækja fyrirmyndina til Íslands, sem lenti illa í bankahruni, en brást hratt og skelegglega við, til að bjarga því sem bjargað varð, svo venjuleg bankaviðskipti gætu gengið áfram.

Einnig er að koma í ljós að Evran er veikur gjaldmiðill og hefur hríðfallið undanfarna daga gagnvart dollar.  Ekki eru það gæfulegar fréttir fyrir þá sem ekkert sjá annað en Evruna sem bjargvætt.  Annað sem Evrusinnar og ESB aðdáendur ættu að hugsa um, er hvar er nú Evrópski seðlabankinn, sem menn halda að sé lánveitandi til þrautavara í ESB.  Evrópski seðlabankinn kemur engum til hjálpar, hvorki bönkum né ríkisstjórnum.  Það eru ríkissjóðir viðkomandi ESB landa sem þurfa að taka skellinn alveg eins og íslenski ríkissjóðurinn við íslenska bankahrunið.

Nokkur ESB lönd eru að guggna á Evrunni og munu hugsanlega taka aftur upp sinn gamla gjaldmiðil og ef af því verður mun styttast í að Evrópusambandið fari á límingunni.

Íslendingar ættu að einbeita sér að mikilvægari málum en umsókn um aðild að þessu skrímsli, sem líklega er í dauðateygjunum.

 


mbl.is Ætla að þjóðnýta banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband