"Aðgerðasinnar"

Alveg er makalaust hvað fjölmiðlar hlaupa eftir þessum lýð sem kallar sig "aðgerðasinna".  Hvaða vitleysu sem þeir láta sér detta í hug, hlaupa fjölmiðlar upp til handa og fóta og fjalla um delluna eins og um stórfrétt væri að ræða.

Nú orðið virðist allt vera leyfilegt ef það er framkvæmt af "aðgerðasinnum".  Ef fólk kallar sig "aðgerðasinna" virðist það komast upp með að halda útisamkomur í miðborg Reykjavíkur, með varðeldum og trommuslætti, hvort sem er að nóttu eða degi, án þess að nokkuð sé aðhafst.  Jafnvel virðist leyfilegt að kasta gangstéttarhellum í lögregluþjóna og stórslasa þá ef það er gert af "aðgerðasinnum" sem segjast vera að mótmæla, án þess að skilgreina mótmælin neitt nánar.  Enda eru þetta ekki mótmæli, heldur einfaldlega skrílslæti.

Það eru allir orðnir fullsaddir af þessum skrílslátum, nema hvað fjölmiðlamenn virðast ekki hafa annað þarfara að gera en að fjalla um þessa endaleysu.  Nú er nóg komið.


mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband