Undanþágur Íslands verði endurnýjaðar

Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn á morgun og búast flestir við, að árangur verði ekki mikill, a.m.k. muni ekki veða skrifað undir nýjan loftlagssamning.

Íslendingar fengu  þá undanþágu frá Kyoto bókuninni, að þurfa ekki að draga jafn mikið úr losun kolvetnis og annarra efna, en flestar aðrar þjóðir, vegna þess hve lítið þeir losa af slíkum efnum út í andrúmsloftið og eiga því í miklum erfiðleikum með að draga mikið úr.

Nú ríður á að fulltrúar Íslands á loftslagsráðstefnunni berjist af krafti fyrir áframhaldandi undanþágu fyrir Ísland, enda þarf á næstu árum að reisa nokkur stóriðjufyrirtæki á landinu, til þess að koma Íslandi, fyrr út úr kreppunni en annars væri mögulegt.

Því miður er líklegast að ríkisstjórnarnefnar bregðist í þessu máli, eins og flestum öðrum, ekki síst vegna þess að Vinstri grænir fara með þennan málaflokk og þeir eru frægir fyrir lítið sem ekkert vit á þörfum þjóðarinnar í atvinnumálum.

Skattaóð stjórn, eins og sú sem nú situr hefur þvert á móti þá stefnu að bæta svo brjálæðislegum sköttum á atvinnulífið, ekki síst stóriðjuna, að hún mun líklegast hafa það af, að drepa niður alla atvinnustarfsemi á undra stuttum tíma.

Eina von þjóðarinnar er að losna sem fyrst undan þessari skattabrjálæðu stjórnarnefnu.


mbl.is Styttist í loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband