5.12.2009 | 18:44
Undarlegar reikningskúnstir
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, heldur því fram, að skattbyrði millitekjufólks hækki aðeins um 1-2% og hátekjufólk um 3% að hámarki.
Þetta eru skrítnir útreikningar, eins og sjá má af neðangreindri töflu, sem sett var upp af Jóni Óskarssyn, hérna á blogginu í nóvembermánuðii:
Miðað við | Núverandi skattkerfi | Nýtt skattkerfi | Hækkun | Hækkun | |||
4% lsj. = | (Persónu-afsláttur | Hlutfall af | (Persónu-afsláttur | Hlutfall af | skatta | skatta | |
Laun á mánuði: | Skatt-skyld laun | kr. 42.205) | tekjum í % | kr. 42.205) | tekjum í % | í krónum | í % |
150.000 | 144.000 | 11.363 | 7,58% | 11.363 | 7,58% | 0 | 0,00% |
200.000 | 192.000 | 29.219 | 14,61% | 29.219 | 14,61% | 0 | 0,00% |
300.000 | 288.000 | 64.931 | 21,64% | 67.715 | 22,57% | 2.784 | 4,29% |
400.000 | 384.000 | 100.643 | 25,16% | 106.211 | 26,55% | 5.568 | 5,53% |
500.000 | 480.000 | 136.355 | 27,27% | 144.707 | 28,94% | 8.352 | 6,13% |
600.000 | 576.000 | 172.067 | 28,68% | 183.203 | 30,53% | 11.136 | 6,47% |
650.000 | 624.000 | 189.923 | 29,22% | 202.451 | 31,15% | 12.528 | 6,60% |
Þarna sést svart á hvíu, að fólk með 300.000 króna mánaðarlaun mun hækka um 4,29% og síðan er hækkunin stigvaxandi og þeir sem hafa 650.000 krónur í mánaðarlaun, munu greiða 6,60% hærri skatta, en þeir gera á þessu ári. Hér er miðað við persónuafslátt þessa árs, en hann mun væntanlega hækka um 2000 krónur á mánuði frá áramótum, en það hefði hann gert hvort sem var, hvort sem gamla álagningarkerfið hefði verið áfram við lýði, eða nýtt tekið upp.
Ofan á þetta bætast allir óbeinir skattar, sem munu hækka mikið, að ekki sé talað um fjármagstekjuskattinn, sem mun hækka um 80%, frá því sem hann var í upphafi þessa árs.
Þetta sannar, að Steingrímur J., segir sjaldan satt, nema þá óvart, einstaka sinnum.
![]() |
Skattafrumvörp til nefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.12.2009 | 15:33
Óvissa um 54 opinber störf?
Víkurfréttir hafa miklar áhyggjur af óvissu um 54 starfsmenn Varnarmálastofnunar, þegar hún verður lögð niður á næsta ári.
Ennþá meiri óvissa ríkir um þá 15.000, sem nú eru atvinnulausir og ekkert útlit er fyrir að fái störf á næstu árum, vegna stefnu ríkisstjórnarnefnunnar í atvinnumálum.
Utanríkisráðuneytið hefur sent út tilkynningu um þetta mál og þar kemur þetta fram: "Samkvæmt tilkynningunni á að skipa starfshóp fimm ráðuneyta til að undirbúa það að leggja stofnunina niður og flytja verkefni hennar til annarra borgaralegra stofnana. "
Samkvæmt þessu leggst stofnunin niður, en störfin flytjast til "annarra borgaralegra stofnana" og ef að líkum lætur, verður vinnunni ekki bætt á þá starfsmenn "annarra borgaralegra stofnana", sem fyrir eru, þannig að mestar líkur eru á, að flestir starfsmenn Varnarmálastofnunar muni halda störfum sínum, þó þau færist til "annarra borgaralegra stofnana".
Áfram mun hins vegar ríkja óvissa um framtíð þeirra, sem nú eru atvinnulausir.
Til baka
![]() |
Óvissa um 54 störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2009 | 13:13
Aftur verður að treysta á stjórnarandstöðuna
Nú hefur stjornarandstöðunni tekist að koma örlitlu viti fyrir ríkisstjórnarnefnuna í Icesavemálinu, með því að stjórnaraularnir hafa samþykkt að ýmis vafamál verði tekin til vandlegrar yfirferðar í Fjárhagsnefnd þingsins og til þess tekinn sá tími sem þurfa þykir.
Enn verður að treysta á stjórnarandstöðuna að koma einhverri glóru í skattahækkanabrjálæðið, sem Steingrímur J., mælir nú fyrir í þinginu. Ótalmargt í þeim tillögum þarfnast mikillar umræðu og lagfæringar og ekki er hægt að treysta því, að stjórnarþingmenn muni geta komið með breytingartillögur, né yfirleitt að hafa skoðun á málinu, frekar en Icesavefrumvarpinu.
Það sem helst þyrfti að koma í veg fyrir, er t.d. eyðilegging staðgreiðslukerfisins, þriggja þrepa virðisaukaskattinn, tvísköttun séreignarlífeyrisgreiðslna sem fara yfir tvær milljónir á ári, afturvirkur skattur vegna skuldsettrar yfirtöku fyrirtækja, mismunandi hækkun vörugjalda eftir vörutegundum, skattlagning verðbóta og vaxtatekna eins og um laun væri að ræða og svo mætti áfram telja.
Vonandi gefur umræðan um Icesave þrælasamninginn aðeins forsmekkurinn að þeirri umræðu, sem fram þarf að fara um skattaæðið.
Erfitt er að sjá hver er að hneppa þjóðina í meiri fátækt, Bretar, Hollendingar eða íslenska ríkisstjórnardruslan.
Alla vega virðast þessir þrír aðilar hafa komið sér saman um að dýpka og lengja kreppuna hérlendis um marga áratugi, umfram það sem annars hefði orðið.
![]() |
Rætt um skattamál á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2009 | 09:33
Óboðleg vinnubrögð
Ríkisstjórnarnefnan og þrælbeygðir stuðningsmenn hennar á þingi hafa haldið því fram, að ekkert nýtt hefði komið fram um Icesavesamninginn seinni og verri undanfarnar vikur.
Það er hárrétt hvað varðar stjórnarliðana þrælslunduðu, en algerlega út í hött varðandi stjórnarandstæðinga, sem bent hafa á ótal atriði, sem felast í seinni og verri samningnum og sem veikja stöðu Íslands á marga vegu og varðar lengri og harðari þrældóm íslenskra skattgreiðenda fyrir kúgarana bresku og hollensku.
Loksins tókst stjórnarandstöðunni að knýja fram frestun á afgreiðslu málsins á meðan málið verði skoðað betur og reyndar er með ólíkindum, að höfundar frumvarpsins, þ.e. Bretar og Hollendingar, hafi ekki látið fylgja frumvarpinu gögn um þau atriði, sem nú á loksins að kanna.
Vegna þess að ríkisstjórnarnefnan hefur ekki lagt neitt nýtt til málsins, undanfarnar vikur, þarf nú að fá svör við þessum spurningum:
Hvort frumvarpið samrýmist ákvæðum stjórnarskrár Íslands.
Hversu miklar fjárhagsskuldbindingar samningarnir fela í sér.
Hvaða efnahagslegar hættur fylgja því að hafa skilyrðislausa greiðsluskyldu á vöxtum.
Könnuð verði áhrif breytinga sem gerðar voru á efnahagslegu fyrirvörum.
Hvaða áhrif hafa breyttar reglur um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans.
Hver er möguleg gengisáhætta.
Þá bendir stjórnarandstaðan á að nýjar upplýsingar varðandi mat AGS á greiðsluþoli ríkissjóðs bendi til þess að hann ráði ekki við skuldbindingar sem í samningunum felast.
Einnig bendir stjórnarandstaðan á að mat sérfræðinga í enskum lögum á texta samninganna liggi ekki fyrir.
Þá skorti lögfræðilegt mat á afleiðingum þess að ensk lög gildi um samninginn en ekki íslensk, verði látið á það reyna fyrir dómstólum.
Gjörsamlega glórulaust er, að ríkisstjórnarnefnan skuli ekki geta upplýst um þessi atriði, vegna þess að henni hafi ekki dottið í hug að athuga þau. Það er reyndar ekki svo furðulegt í því ljósi, að Bretar og Hollendingar sömdu frumvarpið og sendu Indriða H. með það fulltilbúið til Íslands, eftir síðustu sneypuför hans á fund erlendra húsbænda sinna.
Vonandi tekst stjórnarandstöðunni að bjarga þjóðinni úr klóm hinna erlendu kúgara og hjúa þeirra, sem, að nafninu til, halda um stjórnartauma á Íslandi fyrir þeirra hönd.
![]() |
Samkomulag um afgreiðslu Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)