4.12.2009 | 20:22
Hrein svik að heimta endurgreiðslu lána
Braskarinn Magnús Þorsteinsson, sem m.a. afrekaði að leggja Eimskip og fleiri fyrirtæki í rúst, er afar móðgaður út í Straum-Burðarás, vegna þeirrar ótrúlegu frekju bankans, að ætlast til að hann endurgreiði lán, sem bankinn veitti einkafyrirtæki hans.
Vegna eignaleysis félagsins, krafðist bankinn perónulegrar ábyrgðar Magnúsar fyrir láninu, en nú segist Magnús aðeins hafa verið að gera bankanum greiða með ábyrgð sinni og þar af leiðandi séu það hrein svik, að ætlast til að lánið verði borgað.
Aðvitað bregður þessum útrásar- og innrásargarka í brún, þegar ætlast er til að einhver lán verði endurgreidd, því það tíðkaðist alls ekki hjá nokkrum einasta braskara, sem vildi standa undir nafni, að endurgreiða nokkra einustu krónu, hvað þá Evru, sem hann fékk lánaða. Slíkt þekkist ekki meðal þessara fyrirtækjabana.
Aldrei lögðu þeir fram nokkurt eigið fé, að heitið gat, við "fyrirtækjakaup" sín, heldur var allt fjármagnað með lánum frá bönkum, sem þeir "áttu" í flestum tilfellum sjálfir.
Arðurinn, sem hægt var að sjúga út úr "nýkeyptum" fyrirtækjunum var það eina sem skipti máli, enda var yfirleitt allt eigið fé fyrirtækjanna þurrkað upp og að auki voru fyrirtækin látin taka ný lán, til þess að geta greitt út ennþá meiri arð.
Svo hétu einkabankareikningarnir því fallega nafni Aflandsreikningar. Enginn veit hvar þeir eru vistaðir, nema þeir sem eru sérdeilis vel að sér í landsfræði.
![]() |
Sakar Straum-Burðarás um svik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2009 | 13:33
Banna ætti útlendingum að neyða lögum upp á Íslendinga
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður, tók loks til máls i umræðunni um ný og verri lagasetningu um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans og lagði til að þingsköpum yrði breytt, til að þagga niður í stjórnarandstöðunni.
Henni fannst afar sorglegt, að stjórnarandstaðan skyldi hafa skoðanir á málinu og vilja vanda sig við yfirferð á þessu núja frumvarpi, sem samið var af þrælahöldurunum bresku og hollensku.
Ekki má gleyma því, að Alþingi setti lög um þetta má í Ágústmánuði síðast liðnum, með ákveðnum fyrirvörum um ríkisábyrgðina á Landsbankaskuldirnar og eru það þau lög, sem eru í gildi um þetta mál, þó ekki hafi þjóðin verið ánægð með þá lagasetningu.
Bretar og Hollendingar neituðu að viðurkenna þá lagasetningu og sendu Indriða H. Þorláksson heim með nýja útgáfu af frumvarpi, sem þeir skipuðu ríkisstjórnarnefnunni að leggja fyrir Alþingi og vegna þrælsótta og ræfildóms, er hlaupið eftir öllu, sem þrælapískararnir skipa fyrir.
Með framgöngu stjórnarmeirihlutans við umræður um þetta bresk/hollenska frumvarp, hefu hann orðið sér til ævarandi skammar og mun komast á spjöld Íslandsögunnar sem undirlægur og fótgönguliðar erlendra yfirráða á Íslandi.
Ef eitthvert bann þyrfti að setja á Alþingi, þá er það bann við því, að stjórnvöld taki við lagafrumvörpum sem erlenir aðilar vilja neyða upp á þjóðina.
![]() |
Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.12.2009 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2009 | 11:41
Sum mál henta ekki ríkisstjórnum
Við myndun ríkisstjórnarnefnunnar í vor, var því lofað, að lagt yrði fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur og var talað um að ákveðinn hluti þingmanna, eða kjósenda, myndi geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál.
Nú segir Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, að sum mál séu ekki til þess fallin að leggja undir þjóðina. Ef einhvern tíma kemur fram frumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðslur, hvaða mál ætlar ríkisstjórnarnefnan að undanskilja frá slíkum atkvæðagreiðslum?
Ef til vill á eingöngu að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni, sem ríkisstjórnarnefnan leggur blessun sína yfir, þrátt fyrir að t.d. 25% kjósenda hefðu óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt lýðræði ætti þá aðeins að virka, þegar ríkisstjórnarnefnunni þóknast svo.
Nú hefur um fjórðungur kjósenda skrifað undir áskorun á forseta íslands, um að hann neiti nýjustu útgáfu Icesave langanna staðfestu og skjóti málinu þar með til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þá kemur fjármálajarðfræðingurinn fram og segir að "sum mál" séu ekki fallin til að bera undir þjóðina.
Þvílík hræsni.
Ríkisstjórnarnefnan hefur sýnt það í þessu máli, að sum mál henta ekki hvaða ríkisstjórn sem er, til afgreiðslu.
![]() |
Sum mál henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2009 | 07:02
Ótrúleg staða Ölgerðarinnar
Ölgerðin hefur starfað í tæplega hundrað ár og margar framleiðsluvörur hennar orðnar samgrónar þjóðarsálinni og nægir það að nefna hinn ómissandi jóladrykk, Malt og Appelsín.
Að svo gamalgróið fyrirtæki skuli skulda 15,3 milljarða, er nánast ótrúlegt, eftir svo langan rekstur, en virðist skýrast að stórum hluta af "skuldsettum yfirtökum" og nýlegum byggingaframkvæmdum.
Þegar fyrirtæki er keypt með "skuldsettri yfirtöku" hækka ávallt skuldir fyrirtækisins sjálfs, vegna þess að "kaupendurnir" leggja nánast ekkert eigið fé í "kaupin", heldur er fyrirtækið sjálft látið taka lán og í raun fjármagna "kaupin" á sjálfu sér.
Þetta er aðferðin, sem útrársrgarkar og aðrir fjármálamógúlar hafa notað á undanförngum árum, ásamt því, að berstrípa fjárhag hins "keypta" fyrirtækis með ótrúlegum arðgreiðslum til sjálfra sín.
Af þessum sökum eru öll helstu fyrirtæki landsins "tæknilega gjaldþrota" og sum reyndar meira en tæknilega gjaldþrota, því mörg hver hafa, eða eru við það að leggja upp laupana.
Eftir tæplega hundrað ára starfsemi er eigið fé Ölgerðarinnar aðeins 135 milljónir, en viðskiptavild færð til eignar upp á sjö milljarða. Í raun má því segja, að eigið fé fyrirtækisins sé neikvætt um tæpa sjö milljarða.
Þetta er ömurleg meðferð á gömlu og grónu fyrirtæki. Sömu meðferð hafa flest gömul og fyrrum vel rekin fyrirtæki fengið og nægir þar að nefna Icelandair, Eimskip og Sjóvá.
Það hefur sannast rækilega, að þessir fjármálamógúlar hafa haft lítinn tilgang með brambolti sínu, annan en arðinum, sem þeir gátu sogað út úr fyrirtækjunum.
![]() |
Ölgerðin skuldar 15,3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)