Það er búið að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave

Sá misskilningur virðist útbreiddur, að lokaslagurinn sem nú er að hefjast vegna ríkisábyrgðar á skuldum Landsbankans, snúist um það, hvort íslenskir skattgreiðendur verði látnir borga fyrir einkabankann eða ekki.

Svo er alls ekki, því Alþingi samþykkti í lok Ágústmánaðar s.l. að selja þjóðina í þrældóm til Breta og Hollendinga og þar með að íslenskir skattgreiðendur skyldu greiða þetta í sveita síns andlitis á næstu áratugum.  Að vísu samþykkti þingið fyrirvara við ríkisábyrgðina, sem áttu að tryggja það, að íslensku þrælarnir kiknuðu ekki algerlega undan þrælabyrðinni, en þræla eftir sem áður a.m.k. til ársins 2024.

Málið núna snýst um, að Alþingi éti ofnan í sig fyrirvarana sem samþykktir voru í sumar, þannig að engar takmarkanir verði á þeirri byrði, sem íslensku þrælarnir skuli bera til næstu áratuga.  Þannig að þó að þingið felldi það frumvarp, sem nú kemur senn til atkvæðagreiðslu, gerist ekki annað en það, að lögin frá í sumar halda gildi sínu og þar með fyrirvararnir, sem þá voru settir við ríkisábyrgðinni.  Það er sem sagt, illu heilli, búið að samþykkja að hérlendir skattgreiðendur borgi brúsann og ekki verður aftur snúið með það.

Samkvæmt þessari frétt vinna breskir vísindamenn að því að þróa timburmannalaust áfengislíki.

Það ríkisstjórnarlíki, sem nú stjórnar landinu, mun skilja eftir sig þvílíka timburmenn, að taka mun þjóðina áratugi, að jafna sig svo vel, að hún geti haldið höfðinu uppréttu, kvalalaust.


mbl.is Lokaumræða um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerð lánærissaga

Á lánæristímanum frá 2005 - 2007 misstu margir sig í lántökum vegna þess hve auðvelt var að fá lán.  Ekki voru það allt banka- og útrásarruglarar, sem misstu allt vit og rænu á þessum tíma, þó þeir yrðu svo stórtækir á endanum, að þeir settu ekki sjálfa sig á hausinn, heldur þjóðarbúið.

Sagan af öryrkjanum, sem hefur tæpar þrjúhundruð þúsund krónur í mánaðartekjur, en skuldar 117 milljónir króna vegna íbúðar- og bílakaupa er nokkuð sláandi og lýsandi fyrir lánæðið sem greip margan manninn á þessum árum.

Í fyrsta lagi er undarlegt, að maður með þessar tekjur skuli hafa látið sér detta í hug að steypa sér í svo miklar skuldir, bæði hefur íbúðin verið í ríflegri kantinum, miðað við tekjur og ekki síður bílinn, sem einnig var keyptur fyrir erlent lán, eins og íbúðin.

Í öðru lagi er alveg stórundarlegt, að nokkur lánastofnun skuli hafa lánað manni með þessar tekjur svona mikil lán, því ótrúlegt er að hann hefði nokkurn tíma getað staðið undir þeim, jafnvel þó gengishrun hefði ekki komið til, en þó var vitað mál, að krónan væri allt of hátt skráð á þessum tíma.

Þetta verður að teljast nokkuð dæmigerð lánærissaga.


mbl.is 117 milljóna skuld - 296 þúsunda tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband