GLEÐILEG JÓL

Sendi ölum bloggurum og lesendum mbl.is bestu óskir um gleðileg jól og farsæld og velgengni á komandi ári.

Þakka öllum sem kíkt hafa inn á bloggið á árinu sem er að líða og ekki sístr þeim, sem sett hafa inn málefnalegar athugasemdir og þannig skapað uppbyggilega umræðu, um þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni.

Kærar þakkir og jólakveðjur,

Axel Jóhann Axelsson.


Hrikaleg staða

Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru orðnar svo miklar, samkvæmt IFS-greiningu, að allar gjaldeyristekjur þjóðarinnar næstu áratugi, munu ekki duga til að greiða þær niður.

Um þetta var fjallað á þessu bloggi fyrir tveim dögum og ásæðulaust að endurtaka það allt, en þá færslu má sjá hérna

Til að árétta þessa grafalvarlegu stöðu, er vert að vitna til niðurloka fréttarinnar: 

Í hnotskurn

» IFS-greining reiknar með að 10% líkur séu á greiðslufalli ríkissjóðs. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu CMA eru þessar líkur þó 25%.
» Í mati IFS kom fram að þrátt fyrir að allar gjaldeyristekjur landsins yrðu notaðar í greiðslu á erlendum skuldum yrði Icesave-skuldbindingin þjóðarbúinu engu að síður of þungbær.
» Taka mun tíma að byggja upp fjölbreyttari útflutningsatvinnuvegi í umhverfi lægra raungengis en síðastliðin ár. Útflutningur dróst saman um tæplega þriðjung á fyrstu níu mánuðum ársins.

Skýrara getur þetta varla verið.

 


mbl.is Gjaldeyristekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur tekur engum sönsum

Allir vita hvers vegna Samfylkingunni er svo mikið í mun, að ríkisábyrgðin vegna skulda Landsbankans (án allra fyrirvara) verði samþykkt, en það er auðvitað vegna þess að hann er aðgöngumiði Íslands að ESB, að vísu afar dýr miði, en Samfylkingunni er sama um það, enda verða það skattgreiðendur sem borga.

Hins vegar er afstaða og þvermóðska Steingríms J., algerlega óskiljanleg, því eftir því sem hann segir sjálfur, er hann andvígur því að gera landið að áhrifalausum útnárahreppi í stórríki Evrópu.  Hann hefur flækt sig svo rækilega í þrælsgreipar kúgaranna, að það er sama hvaða rök koma gegn samningnum, þá afskrifar hann þau öll, sem úrtölur og villukenningar.  Þá skiptir engu hvort ábendignarnar koma frá sauðsvörtum almúganum eða virtum lögfræðingum og öðrum fræðimönnum.

Steingrímur segir að komist ríkissjóður gegn um árið 2011, þá verði allir vegir færir í framhaldinu, en hvers vegna skyldi árið 2011 verða ríkissjóði erfiðara en árið 2010?  Skýringin hlýtur að vera sú, að stjórnin heyktist nánast á öllum nauðsynlegum sparnaði í ríkisútgjöldum við fjárlagagerðina fyrir árið 2010, en ætlar að skattpína almenning og fyrirtæki í drep í staðinn, en samt mun hann reka ríkissjóð með á annað hundrað milljarða króna tapi á næsta ári.

Árið 2011 verður ekki hægt að ganga lengra í skattahækkanabrjálæðinu og þá neyðist hann til að taka á honum stóra sínum í sparnaði ríkisútgjalda og þá munu kjósendur hans í röðum opinberra starfsmanna verða honum þungir í skauti.

Þó Steingrímur J. hiki ekki við að svíkja félaga sína í hverju málinu á fætur öðru, þá mun hann hika, þegar hann þarf að fara að segja þeim upp vinnunni.


mbl.is Forsendur IFS-álits svartsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband