21.12.2009 | 17:12
Óskýrt og óréttlátt
Breska lögfmannsstofan Mishcon de Reya hefur skilað áliti á Icesave málinu og við fyrstu skoðun á því sýnist stofan fara afar varlega í umsögn sinni, enda ekki haft langan tíma til að yfirfara málið.
Eftirfarandi kemur fram í álitinu, samkvæmt fréttinni: "Mishcon de Reya segist ekki geta lagt mat á það hvað sé pólitískt viðunandi fyrir Alþingi. Hins vegar séu færð rök fyrir því í lögfræðiálitinu, að núverandi samkomulag, sem Alþingi er að fjalla um, sé hvorki skýrt né réttlátt. Þá sé það einnig skilningur lögfræðistofunnar, þótt hún hafi ekki gert sérstaka útreikninga, að samkomulagið kunni einnig að verða Íslendingum ofviða en leggja þurfi mat á greiðslugetu og áhrif afborgana á aðrar skuldbindingar Íslendinga og þarfir þjóðarinnar."
Síðan segir í álitinu, að ekki sé ólíklegt, að Bretar og Hollendingar hafi lagt mat á greiðslugetu Íslendinga, en það getur engan veginn staðist, a.m.k. hefur það mat þá verið byggt á gömlum og úteltum upplýsingum, því í vor talaði AGS um að skuldir þjóðarbúsins næmu um 140% af landsframleiðslu, en síðan hefur sú tala farið síhækkandi og er nú talin vera um 350%.
Bretar og Hollendingar geta alls ekki hafa lagt rétt mat á greiðslugetu Íslendinga, fyrst sérfræðingar Seðlabanka Íslands og AGS gátu það ekki og ekki einu sinni víst að öll kurl séu komin til grafar ennþá.
Michcon de Reya segir að lausn málsins verði að vera pólitísk, því annars væri hætta á að Bretar, Hollendingar, AGS og ESB segi Íslandi stríð á hendur, efnahagslega, og það gæti jafnvel haft verri afleiðingar en að samþykkja þrælaklafann strax.
Ekki skal það efað, að þessum aðilum væri trúandi til slíks, enda er þeim sama um álit umheimsins á slíkum hefndaraðgerðum gagnvart smáþjóð, sem ekki vildi standa og sitja eins og þeir vildu.
Samþykkt ríkisábyrgðar á skuldum Landsbankans setur drápsklyfjar á íslenska skattgreiðendur, þannig að spyrja má hvort nokkrar efnahagsþvinganir geti orðið verri.
![]() |
Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2009 | 13:53
Staðgreiðsluskattkerfið eyðilagt á svipstundu
Áratugum saman var hér við lýði skattkerfi, þar sem skattar voru greiddir eftirá og gátu komið sér vægast sagt illa, sérstaklega fyrir þá sem höfðu breytilegar tekjur milli ára, t.d. sjómenn.
Kerfið var líka orðið svo flókið, að ekki var orðið fyrir nema endurskoðendur og aðra skattasérfræðinga að skilja það. Á árinu 1988 var tekið upp staðgreiðslukerfi skatta, sem var einfalt og auðskilið, með stighækkandi sköttum eftir því sem tekjur fólks urðu hærri.
Á næsta ári, tuttuguogtveim árum síðar, verður þessu kerfi rústað, með flóknu ógagnsæju skattkerfi, sem strax í upphafi verður svo flókið, að ekki verður nema fyrir sérfræðinga að skilja það. Mikið mun verða um eftirálagða skatta, vegna svokallaðrar þrepaskiptingar skattsins, þannig að á árinu 2011 mun fjöldi fólks bæði þurfa að greiða staðgreiðsluskatta og eftirágreiddann skatt.
Fljótlega munu svo koma fram breytingar og "lagfæringar" á kerfinu, sem, eins og var fyrir árið 1988, mun gera skattkerfið svo vitlaust og flókið, að innan fárra ára mun þurfa að umbylta því á nýjan leik.
Betra hefði verið að hækka persónuafsláttinn og skattprósentuna í núverandi kerfi og halda einfaldleikanum sem í því er.
Núverandi kerfi er einfalt, skilvirkt og skiljanlegt. Væntanlegt kerfi er flókið, óskilvirkt og óskiljanlegt.
Ruglið er kynnt sem réttlátt og tekjujafnandi kerfi í anda "norrænna velferðarstjórna".
Skyldi íslenska "velferðarstjórnin" vita hve mikið er um svarta vinnu á hinum norðurlöndunum?
![]() |
Ömurlegt skattkerfi sem enginn skilur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.12.2009 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2009 | 09:48
Hugulsemi ríkisstjórnarnefnunnar
Fyrsta verk Alþingis í morgun var að samþykkja hækkun virðisaukaskatts úr 24,5% í 25,5% og eins og alsiða er orðið meið ríkisstjórnarnefnufrumvörp, sem undantekningarlaust eru illa undirbúin og vanhugsuð, var hætt við upphaflegar áætlanir um að bæta við þriðja þrepinu í skattinn, þ.e. 14% á ýmsar vörur, sem hefði gert það að verkum, að mismunandi skattur hefði verið á mörgum vörum, eftir því hvar þær hefðu verið keyptar.
Þessi hækkun virðisaukaskatts, eins og aðrar hækkanir stjórnarnefnunnar á óbeinum sköttum, fer beint til hækkunar á neysluverðsvísitölunni og þar með til hækkunar allra verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja. Þannig er enn aukið á skuldavandann og erfiðleika fólks með að standa í skilum með sín lán.
Helgi Hjörvar, Samfylkingarþingmaður, benti þó á lausn ríkisstjórnarnefnunnar á þessum vanda fólks, en fréttin segir svo frá þessari snilldarlausn: "Hann vakti athygli á því, að með frumvarpinu væri einnig verið að framlengja heimildir til að greiða út séreignasparnað, sem hefði hjálpað mörgum á þessu ári við að takast á við erfiðleika í fjármálum."
Stjórnarþingmenn hafa haldið því fram, að ekki mætti skattleggja séreignarsparnaðinn við inngreiðslu, vegna þess að með því væri verið að ganga á framtíðartekjur ríkissjóðs, þ.e. þegar velferðarkerfinu ætti að vera haldið uppi af ellilífeyrisþegum, eins og þeir virðast láta sig dreyma um.
Hins vegar sjá þeir ekkert athugavert við það, að fólk á besta aldri taki út lífeyrissparnaðinn sinn til þess að greiða þær skattahækkanir, sem verið er að skella á þjóðina núna, með brjálæðislegum hætti.
Ef fólk á vinnualdri, þarf að taka út ellilaunin sín fyrirfram, til þess að greiða skatta núna, þá verður sami lífeyrir ekki notaður til að fjármagna ríkissjóð í framtíðinni.
Hefði ekki verið betra að ganga hreint til verks og samþykkja að innheimta skattinn af séreignarsparnaðinum strax við innborgun í sjóðina?
Ekki verður bæði sleppt og haldið.
![]() |
Virðisaukaskattur 25,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)