Bretar þola ekki að þjóðum sé haldið í gíslingu

Ed Miliband, loftlagsráðherra Bretlands, ásakar þróunarríki um yfirgang gagnvart Bretum, Bandaríkjunum og öðrum stórþjóðum vegna þess að þau sættu sig ekki við tillögur stórþjóðanna á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. 

Sá breski sakar þróunarríkin um að hafa reynt að „halda heiminum í gíslingu“ á ráðstefnunni og er auðvitað sár og reiður yfir þessum yfirgangi, enda frá ríki sem vant er að níðast á minnimáttar og halda smáþjóðum í gíslingu.

Í grein, sem Miliband fékk birta í The Guardian, í dag, segir hann Bretland ekki sætta sig við slíkar þvinganir, að ákveðin ríki reyni að þvinga önnur með þeim hætti sem þessi ríki hafi gert.

Sá, sem þetta skrifar í Guardian er fulltrúi þess ríkis, sem ásamt Hollendingum og ESB, hefur haldið íslensku þjóðinni í gíslingu í heilt ár, vegna skulda einkabanka og ætla að hneppa íslenska skattgreiðendur í þrældóm til áratuga, með efnahagslegum þvingunum og hótunum um eitthvað ennþá verra, verði ekki látið að þeirra vilja skilyrðislaust.

Hroki og drottnunargirni Breta lætur ekki að sér hæða.

 

 


mbl.is Heiminum haldið í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímaeyðsla

Efnahags- og skattanefnd Alþingis hefur verið að veltast með frumvarp, sem átti að banna Kjararáði að hækka laun þeirra, sem undir það heyra, á næsta ári.

Eins og með önnur illa unnin frumvörp meirihlutans, þarf nú að draga í land með þessa lagasetningu, vegna athugasemda úr öllum áttum, um að þetta stæðist ekki, a.m.k. ekki gagnvart dómurum.

Kjararáð tekur mið af almennum launahækkunum og því litlar líkur til að laun þeirra, sem undir Kjararáð heyra myndu hækka mikið á næst ári, og því breytir nefndin frumvarpinu í þá veru, að aðeins sé Kjararáði bannað að hækka laun þingmanna og ráðherra á næsta ári.

Formaður nefndarinnar, lætur hafa þetta eftir sér:  "Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, á þó ekki von á að laun annarra hópa verði hækkuð á næsta ári."

Ef nefndin reiknar ekki með að Kjararáð hækki laun neinna hópa á næsta ári, til hvers er þá verið að eyða dýrmætum tíma þingsins í svona vitleysu?

Svarið er einungis eitt orð:  "Lýðskrum".


mbl.is Banna launahækkun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband