Álfheiður löðrunguð af dómsmálaráðherra

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, svaraði kurteislega fyrirspurn Ólafar Norðdal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um framgöngu Álfheiðar Ingadóttur, þáverandi þingmanns VG, við að kynda undir skrílslátum í "búsáhaldabyltingunni" og ummælum Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherranefnu, um að aðgerðir lögreglunnar á þeim tíma, hefðu byggst á hefndarhug.

Ragna vildi lítið tjá sig um framkomu og ummæli Álfheiðar og sagði að hún yrði að svara fyrir það allt saman sjálf.  Hins vegar hældi hún lögreglunni á hvert reipi og sagði hana hafa staðið sig eins og best var á kosið, við erfiðar aðstæður.  Án þess að Ragna léti þess getið, átti Álfheiður auðvitað sinn þátt í því að þessar hættulegu aðstæður sköðuðust.

Ragna lauk orðum sínum á þingi, með sterkri, en dulbúinni, ádrepu á Álfheiði, eða eins og hún er orðuð í fréttinni:  "Hún ítrekaði þá skoðun sína að lögreglumenn hefðu átt að fá heiðursmerki fyrir sína framgöngu síðasta vetur. „Vegna þess að þeir stóðu sig ákaflega vel við mjög óvenjulegar aðstæður og ég tel að það hefði ekki verið hægt að gera þetta betur.“"

Fastari en þetta hefði kinnhesturinn varla getað orðið og hlýtur Álfhildi að hafa sviðið sáran undan honum.


mbl.is Telur lögreglu hafa staðið sig með prýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rándýr glæpasaga

Saksóknari í málinu vegna sölu Baldurs Guðlaugssonar á hlutabréfum í Landsbankanum staðhæfir að Baldur segi ósatt um vitneskju sína um stöðu bankans við hlutabréfasöluna, enda segist vitni hafa setið fund með Baldri og bankastjórum Landsbankans, þann 13. ágúst 2008, þar sem erfið staða bankans hafi verið rædd.

M.a. ber vitnið að:  "Baldur hefði setið fund með sér ásamt bankastjórum Landsbankans, Sigurjóni Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni, 13. ágúst í fyrra.  Á fundinum lýstu þeir, „í algjörum trúnaði", eins og Björn komst að orði, því yfir að Landsbankinn gæti lent í vandræðum þar sem bankinn gæti ekki orðið við kröfum breska fjármálaeftirlitsins um færslu á Icesave-reikningum Landsbankans yfir í breskt dótturfélag."

Landsbankinn var skráður í Kauphöll og bar skylda til að tilkynna til hennar um allt, sem gæti haft áhrif á verð hlutabréfa bankans, en ekki er vitað til þess að svo hafi verið gert, hvorki fyrir 13. ágúst 2008, eða síðar.

Þetta hlýtur að benda til þess, að nánast allar aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnenda Landsbankans marga mánuði fyrir hrun, hafi verið ólöglegar og verði Baldur fundinn sekur, sem líkur benda til, þá hljóti fleiri að fylgja honum í tugthúsið fyrir sömu sakir og margir fyrir miklu meiri sakir.

Banka- og útrásarrugl undanfarinna ára er að verða að dýrustu glæpasögu sem um getur.


mbl.is „Baldur staðinn að ósannindum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband