Ekki má anda á banka- og útrásargarka

Það er alkunna hvernig almannatengslafyrirtækjum var beitt miskunnarlaust gegn hverjum þeim, sem leyfði sér að gagnrýna Baugsveldið á tímum Baugsmálsins fyrsta, og nægir þar að nefna Jónínu Benediktsdóttur og Sullenberger.  Sá áróður var svo gengdarlaus og skipulagður, að almenningsálitið snerist algerlega með sakborningunum, en á móti ákærendum.

Nú er sami leikur hafinn vegna bankamógúlanna, en nú er hirðáróðursmeistari Ólafs Ragnars Grímssonar, tekinn til starfa fyrir bankamógúlana úr Gamla Kaupþingi og ræðst harkalega á Moggann fyrir að skýra frá gengdarlausri lántöku þeirra til jarðarkaupa á Mýrunum.

Jafnvel þó hlutafé Hvítsstaða ehf. sé orðið 91 milljón, er það ekki há upphæð miðað við milljarðs skuld félagsins vegna þessara jarðarkaupa.

Allir, sem munu gagnrýna, eða andmæla þessum furstum, munu þurfa að reikna með hörðum persónulegum árásum lögfræði- og almannatengslaþjóna þessara stórmenna, sem skuldsettu þjóðfélagið, nánast til örbirgðar.


mbl.is Hvítsstaðamenn mótmæla frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband