30.11.2009 | 15:46
Nú er nóg komið af pukrinu, Steingrímur
Ríkisstjórnarnefnan, sem nú situr illi heilli við völd í landinu, hefur prédikað að "allt skuli vera uppi á borðum" og stjórnsýslan skuli vera "opin og gagnsæ".
Þetta er fyrir löngu farið að hljóma eins og öfugmælavísa, en með þessari yfirlýsingu Steingríms J., fjármálajarðfræðings, tekur þó steininn úr: "Sumar ástæður þess að Icesave-málið verður að klára sem fyrst í þinginu eru ekki þess eðlis að hægt sé að greina frá þeim í ræðustól Alþingis."
Hvaða pukur er nú þetta? Hvaða tök hafa þrælapískarar Breta og Hollendinga á ríkisstjórnarnefnunni, sem ekki má upplýsa? Hvaða ríkisleyndarmál varða þetta mál, sem almenningur í landinu má alls ekki fá vitneskju um? Eiga skattgreiðendur að borga brúsann, án þess að fá nokkurn tíma að vita hversvegna?
Svona leyndarhjúpur gengur ekki. Nú er fjármálajarðfræðingurinn búinn að ýja að einhverjum þvingunum, sem ríkisstjórnarnefnan er beitt, á bak við tjöldin og það er skýlaus krafa, að hann upplýsi hvaða öfl, eða þjóðir standa að þeim þvingunum.
Viti stjórnarandstaðan hvað hér er um að vera, ber henni skylda til að upplýsa það, ef ríkisstjórnarnefnan druslast ekki til þess.
![]() |
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.11.2009 | 10:58
Krónan bjargar
Á fyrstu tíu mánuðum ársins var vöruskiptajöfnuður jákvæður um 59,7 milljarða króna, en þar með er ekki öll sagan sögð.
Í fréttinni segir: " Fyrstu tíu mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruútflutnings 135,9 milljörðum eða 25,9% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður.
Sjávarafurðir voru 44,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,8% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 49,8% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 28,7% minna en á sama tíma árið áður."
Þetta sýnir enn og aftur hver bjargvættur sveigjanleiki krónunnar er við þessar aðstæður. Ef krónunnar nyti ekki við og Evran væri gjaldmiðill hérlendis, sjá allir af þessum tölum hve kreppan hefði orðið miklu snarpari og harðari, en hún þó er. Þetta sést líka vel með samanburði við mörg Evrulönd, t.d. Írland og Evrutengd lönd, eins og t.d. Lettland, en kreppan hérlendis er ekkert í líkingu við það sem hún er í Lettlandi, enda eru Lettar fastir í viðjum Evrunnar og geta sig hvergi hreyft.
Þar sem Íslendingar lifa fyrst og fremst á útflutningi, er krónan ljósið í myrkrinu.
![]() |
60 milljarða afgangur af vöruskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2009 | 08:40
Ótrúlegt skattabrjálæði
FÍB vekur athygli á einum þætti skattahækkanabrjálæðis ríkisstjórnarnefnunnar, en útreikningar FÍB sýna, að eftir skattahækkanirnar mun verða 60 þúsund krónum dýrara að reka einkabíl, en það var fyrir aðeins einu ári.
Sagan er ekki öll sögð, því fram kemur í fréttinni: "Sé tekið tillit til tekjuskatta þarf hver fjölskylda að afla 100 þúsund krónum meira í ráðstöfunartekjur til að geta haldið sínu striki hvað varðar bílnotkun, sem mörgum er ómissandi."
Þetta er aðeins ein hlið á skattahækkanabrjálæðinu, því ofan á þetta koma allar aðrar hækkanir, svo sem á tekjuskatti, virðisaukaskatti og fjármagnstekjuskatti, að ekki sé minnst á alla nýju skattana, t.d. sykurskatt, rafmagnsskatt, heitavatnsskatt o.s.frv, o.s.frv.
Takmark ríkisstjórnarnefnunnar virðist vera, að ná öllum tekjum heimilanna í ríkissjóð, og má þakka fyrir ef fjölskyldurnar hafa efni á að borða, eftir þetta skattahækkanabrjálæði.
Fólk verður að fara að venja sig á að borða minna og þá eingöngu ódýran mat.
![]() |
Bensínið kostar 60.000 meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)