Ótrúlegt skattabrjálæði

FÍB vekur athygli á einum þætti skattahækkanabrjálæðis ríkisstjórnarnefnunnar, en útreikningar FÍB sýna, að eftir skattahækkanirnar mun verða 60 þúsund krónum dýrara að reka einkabíl, en það var fyrir aðeins einu ári.

Sagan er ekki öll sögð, því fram kemur í fréttinni:  "Sé tekið tillit til tekjuskatta þarf hver fjölskylda að afla 100 þúsund krónum meira í ráðstöfunartekjur til að geta haldið sínu striki hvað varðar bílnotkun, sem mörgum er ómissandi."

Þetta er aðeins ein hlið á skattahækkanabrjálæðinu, því ofan á þetta koma allar aðrar hækkanir, svo sem á tekjuskatti, virðisaukaskatti og fjármagnstekjuskatti, að ekki sé minnst á alla nýju skattana, t.d. sykurskatt, rafmagnsskatt, heitavatnsskatt o.s.frv, o.s.frv.

Takmark ríkisstjórnarnefnunnar virðist vera, að ná öllum tekjum heimilanna í ríkissjóð, og má þakka fyrir ef fjölskyldurnar hafa efni á að borða, eftir þetta skattahækkanabrjálæði.

Fólk verður að fara að venja sig á að borða minna og þá eingöngu ódýran mat.


mbl.is Bensínið kostar 60.000 meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fólk ætti líka að venja sig á að keyra minna, eiga færri og minni bíla.  Ekki er hægt að sjá að umferðarruglið´á höfuðborgarsvæðinu hafi minnkað í kreppunni. Nýlega komu ættingjar mínir frá Noregi í heimsókn. Eftir nokkra daga dvöl í Reykjavík, spurðu þeir mig: Hvar er eiginlega þessi kreppa á Íslandi? Enda von að spurt sé. Götur fullar af jeppum! Búðir fullar af varningi og fólki að versla! Veitingahús og skemmtistaðir troðfull! Það er engin kreppa á Íslandi. Skreppið þið bara til Riga í Lettlandi. Þar sjáið þið alvöru kreppu, meira að segja í EU. landi.

Óli (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 09:01

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Axel, þú ert að fatta þetta.  Einn af örfáum.

Óli: það er verið að færa okkur svona Riga kreppu.  Með valdi.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2009 kl. 09:45

3 identicon

Nei hættið nú alveg.

Er verið að færa okkur slíka kreppu með valdi? Hélduð þið að allir gætu lifað eins og greifingjar eftir hrun sem varð í samfélaginu. Þið verðið bara að fara að átta ykkur á að við erum rétt að fara að finna fyrir því hvað kreppa er. Núna skella á okkur skuldirnar sem urðu til vegna kreppunnar. Nú er komið að skuldadögum. Og hver hélduð þið að myndu borga?

Við höfum ekki efni á að halda uppi velferðarkerfi eins og það hefur verið undanfarin ár. Núna þurfum við að borga skuldir þeirra sem sukkuðu með peninga sem ekki voru til. Hélt reindar að fólk væri löngu búið að átta sig á þvi en það er greinilegt af skrifum þeirra sem hér hafa ritað að ekki eru allir búnir að átta sig á að hér á eftir að ríkja fátækt næstu árin ef ekki áratugina. Rétt eins og í Lettlandi. Í Finnlandi er fólk enn að rétta úr kútnum eftir kreppuna sem reið þar yfir. Afleiðingarnar voru skelfilegar og börning mættu svöng í skólann.

Vona bara að fólk fari að vakna til meðvitundar og fatta að kreppa er ekki bara hugtak. Heldur dauðans alvara. Núverandi ríkisstjórn setti ekki á þessa kreppu með valdi þetta er afleiðing ríkisstjórna sem sátu við völd síðustu hátt í 20 ár.

Góðar stundir.

Hanna (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 10:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hanna, þú segir að við höfum ekki efni á velferðarkerfi, eins og það hefur verið undanfarin ár.  Það eru tvær leiðir til að rétta þann kúrs af.  Önnur er að spara í kerfinu og draga þar með saman, eða skattleggja allt sem hugsast getur, með ofursköttum og það er leiðin sem núverandi ríkisstjórn velur.  Sú leið mun dýpka og lengja kreppuna meira en annars hefði orðið.

Svo er það alveg rétt hjá þér, að fólk er varla farið að finna fyrir kreppu ennþá og hér hefur oft verið bloggað um það, að kreppan myndi ekki leysast á næsta ári, eða því þarnæsta, heldur myndi hún vara í mörg ár, jafnvel áratugi, eins og þú segir.

Þessu hefur margoft verið haldið fram hér síðan blogg hófst á þessari síðu í Janúar s.l., við litlar, sem engar undirtektir. 

Kreppa er dauðans alvara.  Vonandi fara fleiri að gera sér grein fyrir því, ásamt því að ríkisstjórnarnefnan er að gera hana ennþá óbærilegri fyrir þjóðina, en þurft hefði að verða.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2009 kl. 10:19

5 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Hanna, þú ert raunsæ og ferð rétt með staðreyndir. Það er morgunljóst að við lifðum langt um efni fram, "átum útsæði morgundagsins í gær", lifðum eins og  við hefðum óþrjótandi auðlegð, vorum blátt áfram hvött til þess af stjórnvöldum sem innheimtu hærri neysluskatta fyrir vikið, en svo kom að því að spilaborgin hrundi, það var nefnilega Joker í spilastokknum, æðstiprestur Bláu handarinnar, átrúnaðargoð, og andlegur leiðtogi safnaðarinns sem kennir sig við Sjálfstæði, og hafði drottnað, deilt og útdeilt fé, vegtyllum og fyrirtækjum til einkavina og innmúraðra, leynt og ljóst, áratugum saman. Þessi hjörð "réttlátra" átti það sameiginlegt að taka hag sinn og flokksins algjörlega, fram yfir hag lands og þjóðar. Þegar svo allir bankar landsins, að Seðlabanka meðtöldum, voru endanlega komnir á hausinn, rak lýðurinn þessa hjörð "innvígðra og innmúraðra frá kjötkötlunum, sem reyndust við nánari skoðun vera galtómir, og í búrinu fundust aðeins nokkur nöguð bein. "Búrið autt, búið snautt" eins og stendur í kvæðinu Þorraþræll. Þetta var viðskilnaður Bláu handarinnar eftir nær 20 ára stjórnarsetu! Axel minn, þetta er sett hér inn þér og öðrum sem svipað er ástatt fyrir, til glöggvunar, og skilja ekki hve fjárþörf samfélagsins er mikil, og hvernig hún er tilkomin, en skrækja samt eins og kettir á glóð, yfir þeim álögum sem óhjákvæmilega lenda á landslýðnum. Enginn hefði viljað sá okkur í þessu díki sem stjórnvöld steyptu okkur ofaní, eða létu hjörðina óátalið, rása fram af hamrinum, en staðreyndin er bara sú,  að við erum þar núna og eigum fárra kosta völ, og einginn þeirra er góður. Nær væri þeim þingmönnum okkar sem standa daginn langann í ræðustól, andmæla og þvælast fyrir í öllum málum, og hafa ekkert  raunverulegt úrræði á takteinum, að taka höndum saman við aðra, og reyna að finna skárstu kostina í þessari afleitu stöðu sem við erum í, heldur enn verða sér daglega til skammar frammi fyrir alþjóð. Niðurstaða: Aukin þörf innkomu tekna í formi skatta í ríkissjóð, kemur af hörmulegri stöðu ríkissjóðs, og ört þverrandi getu hans til að standa undir samneyslu og almannaþjónustu, sem nú á mjög í vök að verjast, þetta ættu allir að skilja, og einhverjar upphrópanir án tengingar við hinn bitra veruleika bæta þar ekkert úr. Rústabjörgun á efsta stigi, stendur yfir í ríkisfjármálum! Við skattgreiðendur báðum ekki um þessar náttúruhamfarir af mannavöldum, en við komum til að þurfa að velja og hafna, og eyna að komast af með miklu þrengri kost, en var fyrir hrun, og vonandi bjargast það, en það kostar "blóð, svita og tár", en við náum landi aftur!

Stefán Lárus Pálsson, 30.11.2009 kl. 10:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán, ekki þýðir að deila við þig um hverjum hrunið var að kenna, því þú og þínir skoðanabræður taka engum rökum í því efni.  Hér var ekki ríkissósíalismi og atvinnulífinu var ekki stjórnað af stjórnmálamönnum, þó nú sé að verða breyting þar á.

Ríkissjóður stendur vissulega frammi fyrir þverrandi getu til að standa undir samneyslu og almannaþjónustu og því verður að minnka hana, því heimilin standa frammi fyrir þverrandi getu til þess að framfleyta sér og hefur því afar takmarkaða getu til að bæta á sig öllu þessu skattahækkanabrjálæði.

Stjórnarandstaðan hefur bent á ýmsar leiðir í þessum efnum og t.d. hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt fram tillögu um að skattleggja séreignarsparnaðinn strax við inngreiðslu, í stað þess að skattleggja hann við útgreiðsluna.  Það dygði til þess að stoppa í fjárlagagatið á næsta ári, að mestu leyti.

Það er reyndar furðulegt, að þetta skuli ekki hafa verið gert strax við stofnun þessa lífeyrissparnaðar og jafnvel líka skyldulífeyrissparnaðarins, því ekki er hægt að sjá skynsemina í því, að stjórnir lífeyrissjóðanna ávaxti þessa skattpeninga ríkissjóðs, frekar en að ríkið sjái sjálft um að eyða þessum peningum, eða ávaxta þá, ef afgangur er á rekstri ríkissjóðs.

Framlagið í lífeyrissjóð er hluti launanna og ætti því að skattleggjast eins og önnur laun, strax við launaútborgunina, en ekki eftir einhverja áratugi og misvitra ráðstöfun stjórna lífeyrissjóðanna á þessu fé, allan þann tíma.

Þessi leið myndi minnka blóðið, svitann og tárin, sem það kostar á ná þjóðinni á strik aftur upp úr kreppunni.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2009 kl. 11:23

7 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Axel: Ykkar "lausn", er alltaf sú sama í grunninn: Éta útsæði morgundagsins strax. Ég heyrði nú þessa tillögu um staðgreiðslu skatta fyrst setta fram af Villa Birgis, form. VFLA. Þá greip íhaldið hana á lofti þar sem þau húktu hnípin og ráðþrota, og gerðu að sinni!! Ástæðan fyrir því að ekki var tekin staðgreiðsla við innborgun þessa sparnaðar, er sú, að rétt var talið að eigendur nytu ávöxtunar og vaxtatekna af allri upphæðinni sem inn kæmi. Skattar mundu svo skila sér jafnt og þétt er framliðu stundir. Skera niður? ER ekki sífellt verið að skera niður framkvæmdir og opinbera þjónustu? Ég segi svo vera, og um langt árabil. EN: Það kemur að þeim tímapunkti að loka þarf stofnunum, leggja af þjónustu, þegar niðurskurður hefur lamað þær þannig að ekki eru þær lengur starfhæfar. OG starfsfólkið bætist í hóp atvinnulausra, og flýr jafnvel nauðugt úr landi. Við þurfum ekki að horfa langt til að sjá niðurskurð í rekstri stofnana. Grunnskólar á Akranesi geta ekki lengur haldið út eðlilegri starfsemi vegna fjárskorts. (Niðurskurðar). Veikist eða forfallist kennari eða kennarar, er ekki til lengur forfallakennari, og börnin verða bara að fara heim, þau fá ekki kennslu, hvað sem námsskrá segir. það vantar rekstrarfé, það er ekki til. Og hvað er gert til að ráða bót á svona ástandi? Jú hækka innkomuna, og hvert sækjum við þá fé, Jú í vasa skattgreiðanda! Stjórnmálamenn hafa altaf stjórnað atvinnulífinu bæði beint og óbeint alla tíð, ef það skyldi hafa farið framhjá þér. Það gera þeir með því umhverfi sem þeir skapa atvinnulífi og viðskiptum. Á síðustu árum einkavæddu þeir banka og "arðvænleg" fyrirtæki, og fengu í hendur sér þóknanlegum einstaklingum, oftast fyrir lítið eða ekkert endurgjald. Stjórnmálamenn lokuðu síðan augunum á réttum augnablikum  þegar "réttir og þóknanlegir" einstaklingar áttu í hlut. Þá för ýmislegt aflaga! Þetta er kallað spilling á íslensku! Meingölluð hlutafélagalög eru verk stjórnmálamanna, smíðuð fyrir athafnasama flokksgæðinga, sem hafa verið ósínkir á að smyrja flokksvélina með misilla fengnu fé í sjóði flokkanna. En æ sér gjöf til gjalda, og þess sér oft merki í götóttri laga setningu. Hvað skyldi kennitöluflakk hafa kostað ríki og lánastofnanir síðustu 5-6 árin? Er það eðlilegt að hægt sé að kasta miljarða skuldum aftur fyrir sig, og ganga áfram eins og ekkert sé, bara með að skipta um kennitölu, en grípa verðmætið með sér á nýju kennitöluna? Ég neita því. En þetta er hluti af stjórnun pólitíkusa á íslensku atvinnulífi. Stjórnarandstaðan hefur ekki getað bent á neinar raunhæfar allsherjarlausnir í þessum þjóðarvanda, kannski er of djúpt á þeim nú, en vandamálin eru ærin til staðar, og þau hverfa ekki, þó einhverjir aðrir setjist í stjórnarráðið. Þess vegna ætti stjórnarandstaðan að sjá sóma sinn í því að taka höndum saman, við núverandi stjórnvöld, við að reyna að koma málum okkar í sem farsælastan farveg, þjóðarinnar vegna, við þurfum öll að leggjast á eitt. Svona í lokin: Það yrði þá kannski þægilegra fyrir stjórnarandstöðuna að taka við búinu, þegar það verður. EN: Hegðun alþingismanna er þjóðinni til skammar, um þessar mundir. En verst er, að þetta fólk skynjar það ekki sjálft, bara blaðrar út í loftið. Og Axel minn, það skiptir núna ekki öllu hverjum kollsteypan er að kenna, en hún varð á ykkar vagt, það gleymist ekki. Þess vegna er Steingrímur J. á fullu að staga í götin á illa rifinni fjárhirslu ríkissjóðs!!

Stefán Lárus Pálsson, 30.11.2009 kl. 15:10

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán, það skiptir engu fyrir lífeyrisþegann, hvort skatturinn er tekinn strax af lífeyrissparnaðinum eða við útgreiðslu.  Hans hluti er alltaf sá sami, því með núverandi kerfi eru líeyrissjóðirnir að ávaxta skatteign ríkissins, þannig að ef því yrði hætt væri eingöngu verið að ávaxta eignarhluta launþegans og hann kæmi algerlega sléttur út úr dæminu.  Merkilegt að ríkisforsjármenn skuli ekki vilja láta ríkið sjálft um að nýta, eða ávaxta, þá peninga sem ríkisins eru.

Stjórnmálamenn setja lög og leikreglur fyrir atvinnulífið, en þeir stjórna ekki fyrirtækjunum.  Vilji menn brjóta lög, þá gera þeir það, hvort sem þeir eru "venjulegir" þjófar eða hvítflibbaglæpamenn. 

Ef glæpir eru framdir á vakt lögreglustjórans, er þeir þá honum að kenna?

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2009 kl. 16:24

9 Smámynd: Dexter Morgan

Ég bara trúi ekki að ennþá séu til menn, eins og Axel, sem trúa því að hrunið hafi ekkert með fyrri stjórnvöld, ákvarðanir þeirra, gjörðir eða aðgerðarleysi að gera. Þetta er hreint ótrúlegt. Nú virkar Axel, af myndinni að dæma, vera skynsamur og vel meinandi maður. En ég get ekki annað en vorkennt þér Axel, að lifa í þessum blekkingar-heimi og halda að allt sé einhverjum öðrum að kenna en þeim sem sannarlega bera stærstu og mestu ábyrgðina.

Dexter Morgan, 30.11.2009 kl. 17:20

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dexter, þakka þér vorkunnsemina.  Hún ber því vitni, að þú megir ekkert aumt sjá, án þess að gera þitt besta til aðstoðar þeim sem minna mega sín.  Reyndar  tel ég mig hvorki eiga góðmennsku þína skilda, né þurfa á henni að halda.

Þess ber að geta, að ég er algerlega sannfærður um hverjir beri stærstu ábyrgðina, en í mínum huga eru það banka- og útrásarglæframenn (viljandi kalla ég þá ekki glæpamenn, þar sem þeir hafa ekki verið dæmdir ennþá).

Þó ábyrgðin liggi auðvitað víðar, þá eru aðrir aukaleikarar í því drama.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2009 kl. 20:37

11 identicon

Ég er svo sammála Axel í þessum umræðum hér. 

Óskin (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband