29.11.2009 | 15:47
Ríkisstjórnarnefnan boðar stríð gegn sjómönnum
Á sama tíma og kröfur eru settar fram um að auka þorskafla um 40 - 100 þúsund tonn, til að bjarga efnahag þjóðarinnar og afla dýrmæts gjaldeyris, til að mögulegt verði að grynnka á erlendum skuldum þjóðarbúsins, að ekki sé talað um Icesaveklafann, þá boðar ríkisstjórnarnefnan til stríðs gegn þeim aðilum, sem ætlast er til að afli þessa tekjuauka.
Sjómannaafslátturinn er meira en hálfrar aldar gömul viðurkenning þjóðarinnar á mikilvægi sjómannsstarfsins og er í raun lítilvægur þakklætisvottur til þeirra, sem í gegnum tíðina, hafa borið uppi velmegun annarra í þjóðfélaginu.
Tillögur um afnám sjómannaafsláttarins hafa reglulega verið bornar upp á lansfundum Sjálfstæðisflokksins, en undantekningarlaust fengið litlar undirtektir og verið felldar með afgerandi meirihluta atkvæða.
Sjálfstæðismenn hafa allltaf haft skilning á mikilvægi sjómannsstarfsins. sem og framlag annarra stétta til þjóðarbúsins.
Það er ekki hægt að segja það sama um vinstri flokkana.
![]() |
Sjómenn vara stjórnvöld við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2009 | 09:49
Skelfileg tilhugsun
Búast má við því, að á næstunni selli á holskefla málsókna á hendur íslenska ríkinu, vegna neyðarlaganna og mun þýski bankinn DekaBank væntanlega verða fyrsti jakinn í því jökulflóði.
Í frétt mbl.is kemur m.a. þetta fram: "Lögfræðingur, sem er að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans, sagði í samtali við Reuters að það væri skelfileg tilhugsun að fara í mál við ríki þar sem það gæti opnað flóð nýrra krafna á Ísland sem væru miklu hærri en þeir 5 milljarðar punda sem landið skuldaði Bretum og Hollendingum."
Það er skelfileg tilhugsun að íslenska ríkisstjórnarnefnan skuli ætla að veita ríkisábyrgð á skuldum einkabanka og velta þeim yfir á íslenska skattgreiðendur framtíðarinnar.
Jafn skelfileg tilhugsun er, að ríkisstjórnarnefnan skuli ekki a.m.k. fresta afgreiðslu málsins, þar til dómstólar hafa komist að niðurstöðu um, hvort ríkisábyrgðin standist stjórnarskrána.
Þó ólíklegt sé, að íslenskir dómstólar felli neyðarlögin úr gildi, er það skelfileg tilhugsun að íslenska ríkisstjórnin skuli ganga erinda Breta og Hollendina í Icesavemálinu, en ekki sinnar eigin þjóðar.
Íslenska ríkisstjórnarnefnan er "skelfileg tilhugsun".
![]() |
Undirbýr mál gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)