Ríkisstjórnarnefnan boðar stríð gegn sjómönnum

Á sama tíma og kröfur eru settar fram um að auka þorskafla um 40 - 100 þúsund tonn, til að bjarga efnahag þjóðarinnar og afla dýrmæts gjaldeyris, til að mögulegt verði að grynnka á erlendum skuldum þjóðarbúsins, að ekki sé talað um Icesaveklafann, þá boðar ríkisstjórnarnefnan til stríðs gegn þeim aðilum, sem ætlast er til að afli þessa tekjuauka.

Sjómannaafslátturinn er meira en hálfrar aldar gömul viðurkenning þjóðarinnar á mikilvægi sjómannsstarfsins og er í raun lítilvægur þakklætisvottur til þeirra, sem í gegnum tíðina, hafa borið uppi velmegun annarra í þjóðfélaginu.

Tillögur um afnám sjómannaafsláttarins hafa reglulega verið bornar upp á lansfundum Sjálfstæðisflokksins, en undantekningarlaust fengið litlar undirtektir og verið felldar með afgerandi meirihluta atkvæða.

Sjálfstæðismenn hafa allltaf haft skilning á mikilvægi sjómannsstarfsins. sem og framlag annarra stétta til þjóðarbúsins.

Það er ekki hægt að segja það sama um vinstri flokkana.


mbl.is Sjómenn vara stjórnvöld við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Ekki alveg rétt hjá þér ekki allir sjálfstæðismenn,

ég vill afslátt fyrir mitt fiskverkafólk líka, útgerðamenn eiga engan rétt á þessu einir að það séu greidd niður launin fyrir þá.

Sigurður Helgason, 29.11.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband