Jóhanna niðurlægð af Bretum og Hollendingum

Víða um heim er borin virðing fyrir forsætisráðherraembættum annarra landa og þeim sem gegna þeim stöðum er nánast undantekningalaust sýnd fyllsta kurteysi af kollegumnum.  Nú er hins vegar komið í ljós að forsætisráðherrar Bretlands og Hollands bera ekki nokkra virðingu fyrir forsætisráðherra Íslands, heldur þvert á móti niðurlægja þeir hana og lítilvirða á allan mögulegan hátt.

Jóhannna sendi þeim félögum bréf í Ágústmánuði síðastliðnum og fór fram á að fá að hitta þá til viðræðna um skuldir Landsbankans, sem hún var þó búina að samþykkja fyrir sitt leyti að yfirfæra á íslenska skattgreiðendur, að þeim forspurðum.

Forsætisráðherra Hollands lét nægja í svarbréfi, að útskýra fyrir Jóhönnu hvernig viðræður um skuldina hefðu farið fram og gaf þar með í skyn, það sem margan grunar, að honum fyndist sem hún væri alls ekki með á nótunum í þessu stóralvarlega máli.

Næst kom bréf frá forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann lýsir yfir sérstakri ánægju sinni með, að íslenska samninganefndin hefði fallist á allar kröfur Breta í seinni umferð samninganna og þar með væru þeir orðnir öryggir gagnvart allri lögsókn af hendi Íslendinga.  Hvorugur forsætisráðherrann kærði sig ekkert um að hitta Jóhönnu, hvað þá að þeir vildu nokkuð við hana ræða.

Svo aum er sú persóna, sem á að heita að vera forystumaður íslensku þjóðarinnar, að hún sendir svarbréf, þar sem hún bendir vinsamlega á, að verið gæti, að Íslendingum bæri alls ekki að greiða þennan reikning, ef dómstólar kæmust að þeirri niðurstöðu.

Endir svarbréfsins var svona samkvæmt fréttinni:  "Í lok bréfs síns segir Jóhanna að ef staða Íslands í málinu myndi skána á einhverjum tímapunkti í framtíðinni, vegna úrskurðar þar til bærs aðila, verði búist við því að Bretar og Hollendingar taki málið þá upp í anda sanngirni og góðvilja."

Er hægt að leggjast lægra í aumingjaskapnum, eftir að hafa orðið fyrir annarri eins niðurlægingu og forsætisráðherrar Breta og Hollendinga sýndu með svarbréfum sínum, ef svör skyldi kalla?


mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir ættu að hafa hærri laun en Jóhanna

Flugmenn Landhelgisgæslunnar eru einu ríkisstarfsmennirnir, sem hafa hærri dagvinnulaun en forsætisráðherra, en eins og kunnugt er, er mikilmennskubrjálæði núverandi forsætisráðherra á svo háu stigi, að hún álítur að enginn ætti að komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í launum.

Flugmenn gæslunnar leggja mikið á sig við æfingar og ýmis önnur störf, sem búa þá undir að taka þátt í erfiðum björgunaraðgerðum, enda hafa þeir bjargað mörgum mannslífum í áranna rás og oft unnið ofurmannlegar þrekraunir í slíkum björgunarleiðöngrum.

Helsta afrek núverandi forsætisráðherra er að selja þjóð sína í skuldaánauð til áratuga fyrir breska og hollenska þrælahöfðingja, til viðbótar þvílíkum skattaklafa innanlands, að heimilin munu varla standa undir þessu tvöfalda oki, án mikilla fórna og almennra erfiðleika.

Það er ansi hart að viðmiðið skuli vera það, að lélegasti opinberi starfsmaðurinn skuli vera sá, sem eigi að hafa hæstu launin. 


mbl.is Flugmenn Gæslunnar með hærri laun en forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust hugmyndaflug í skattamálum

Á þessu bloggi var því spáð fyrir kosningar, að ef vinstri stjórnin héldi völdum, myndu allir skattar, sem nöfnum tjáir að nefna verða hækkaðir upp úr öllu valdi og nýjir skattar af ýmsu tagi fundnir upp.

Ríkisstjórnarnefnan hefur algerlega staðið undir þessum væntingum og miklu meira en það, því fundvísi hennar á alla mögulega hluti, sem hægt er að skattleggja, eða hækka skatta á, er með þvílíkum ólíkindum, að allt venjulegt fólk verður gjörsamlega agndofa.

Hækkanirnar eru svo miklar á öllum sviðum skattheimtunnar, að það mun ýta undir hvers kyns ólöglega starfsemi, svo sem svarta vinnu, undanskot frá sköttum og smygl.

Þessi ótrúlega brjálæðislega skattheimta mun ekki skila ríkissjóði nema hluta af því, sem vinstri stjórnin vonast eftir, því til viðbótar við undanskotin, mun landflótti aukast og skattgreiðendum fækka.

Ef til vill er landauðn lokatakmark Jóhönnu og Steingríms J.


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband