Furðufregn frá Arion um tilboð 1998 ehf.

Arion banki hefur gefið út þá yfirlýsingu, að bankinn hafi tekið við tilboði í 1998 ehf. frá Baugsfeðgum og einhverjum óþekktum samverkamönnum og sé það í anda reglna frá Alþingi um meðhöndlun þrotabúa.  Einnig kemur fram, að engar skuldir verði afskrifaðar vegna 1998 ehf. og veður það að teljast með miklum ólíkindum.

Í ljósi þess, að bankinn segir að ekkert verði afskrifað, verður þessi klausa í tilkynningunni óskiljanleg:  "Í tilkynningu segist bankinn þurfa að taka sér tíma til að meta tilboðið og bera saman við aðra kosti í stöðunni þar sem málið sé flókið. Það sé í samræmi við þá meginreglu bankans að leita lausna á skuldavanda fyrirtækja með eigendum og stjórnendum. Niðurstöðu varðandi tilboðið sé að vænta um miðjan janúar."

Hvernig getur bankinn verið búinn að taka við tilboði, sem er svo flókið, að það taki a.m.k. tvo mánuði að meta það?  Annaðhvort er bankinn búinn að taka afstöðu, eða ekki.  Þarna er á ferðinni einhver blekkingarleikur af hálfu bankans og Baugsfeðga, eins og þeirra er von og vísa.

Sagt hefur verið að skuldir Haga og 1998 séu samtals um sjötíu milljarðar króna og jafnvel þó þær væru ekki "nema" fimmtíumilljarðar er útilokað að Hagar geti staðið undir þeim, jafnvel þó lánið sem bankinn mun veita þeim væri til hundrað ára.  Fram hefur komið að Hagar eigi að greiða niður skuldir beggja félaganna og væntanlega arð til eigendanna að auki.

Nú þurfa fjölmiðlamenn að vakna af sínum djúpa svefni og fá fram raunverulegar og réttar upplýsingar um þetta mál. 

Á ekki allt að vera gagnsætt og opið og allar upplýsingar uppi á borðum?

 


mbl.is Arion fær tilboð um 1998
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmulegur atburður

Þær fregnir berast nú, að Íslendingurinn, sem saknað hefur verið í Noregi, hafi nú fundist látinn.  Ættingjum hins látna er vottuð samúð vegna þessa hörmulega atburðar.

Þrátt fyrir að rútufyrirtækið segi, að farið hafi verið eftir settum reglum í málinu, verður að gagnrýna það, að maðurinn skyldi hafa verið skilinn eftir á lokaðri bensínstöð í smáþorpi um miðja nótt, þar sem allt var lokað og nánast örugglega ekki leigubíl að hafa, né aðra þjónustu.

Við slíkar aðstæður, hefði mátt ætla að bílstjórinn hefði haft samband við lögreglu með fyrirvara, þannig að hún hefði verið komin á staðinn áður en rútan kom og hefði getað tekið manninn í sína vörslu til morguns, eða þegar möguleiki hefði verið fyrir hann að komast klakklaust heim til sín.

Auðvelt er að vera vitur eftirá, en vonandi verður þetta hörmulega atvik til þess, að menn læri af því og svona nokkuð endurtaki sig ekki.


mbl.is Íslendingur fannst látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indriði samur við sig

Sá embættismaður, íslenskur, sem dyggilegast hefur barist fyrir málstað Breta og Hollendinga vegna Icesave skulda Landsbankans, er Indriði H. Þorláksson, sem er aðstoðarmaður fjármálajarðfræðingsins og hefur í hans umboði selt íslenska þjóð í ánauð til áratuga.

Indriði var, ásamt Svavari Gestssyni, sá sem algerlega klúðraði upphaflegum "Icesavesamningi" og var síðan sendur til Bretlands og Hollands og átti þar að kynna fyrirvara Alþingis við þrælasamninginn, sem hann hafði sjálfur skrifað undir og var því ekki heppilegasti talsmaðurinn til að kynna fyrirvarana, enda klúðraði hann málunum aftur.

Í stað þess að kynna fyrirvara Alþingis, eins og honum hafði verið falið, tók hann eingöngu við skipunum frá kúgurunum um hvernig þeir vildu að Alþingi Íslendinga gengi frá málinu og kom til baka með lítið breytta þrælaskilmála frá fyrri klúðursferð sinni.

Vegna forsögunnar tekur enginn mark á því sem Indriði segir um þessa þrælasamninga vegna skulda Landsbankans.

Því miður munu íslenskir skattgreiðendur finna fyrir þessu klúðri Indriða á bökum sínum næstu áratugi.

 


mbl.is Vísar áliti Gros á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eiga ekki að greiða neina vexti

Daniel Gros, hagfræðingur og bankaráðsmaður í seðlabankanum, segir að vegna jafnræðisreglu evrópska efnahagssvæðisins ættu Íslendingar ekki að greiða meira en 1,5% vexti til Breta og Hollendinga vegna Icesave skulda Landsbankans.

Með því vaxtastigi segir Gros, að vaxtagreiðslur Íslendinga myndu lækka um 185 milljarða á þrælatímabilinu vegna Icesave.

Íslenskir skattgreiðendur eiga alls ekki að greiða neina vexti vegna þessarar skuldar, enda ekki í ábyrgð fyrir henni, frekar en öðrum skuldum einkafyrirtækja.

Það er eingöngu fyrir undirgefni ríkisstjórnarinnar við kúgunarþjóðirnar og sölu hennar á þjóð sinni í þrældóm til áratuga, sem íslenskir skattgreiðendur verða látnir borga þessa skuld Landsbankans með okurvöxtum.

Ofan á þennan þrælasamning kemur svo skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar vegna halla ríkissjóðs, sem stjórnin treystir sér ekki til að eyða með sparnaði og samdrætti, sem ætti þó að vera tiltölulega auðvelt, vegna útþenslu kerfisins á undangengnum góðærisáratug.

Vesaldómur íslensku ríkisstjórnarinnar á öllum sviðum er yfirþyrmandi.


mbl.is Gæti sparað 185 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband