20.11.2009 | 15:32
Hefur fjölgað um 30% á fáum árum
Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 30% á aðeins níu árum, samkvæmt svari fjármálajarðfræðingsins við fyrirspurn á Alþingi og eru nú um 36.000 talsins, samtals hjá ríki og sveitarfélögum.
Þetta mun vera um 25% allra vinnandi manna í landinu og hlýtur að teljast með ólíkindum.
Það hlýtur að vera auðvelt að snúa við þessu blaði, þó ekki væri nema aftur til ársins 2004 og fækka opinberum starfsmönnum aftur um a.m.k. 15%.
Man einhver til þess, að neyðarástand hafi verið vegna manneklu hjá hinu opinbera á árinu 2004?
Einhversstaðar hefur verið bætt hraustlega í á þessum árum og útilokað annað en að hægt sé að draga verulega saman aftur og skera burt alla starfsemi hjá hinu opinbera, sem ekki telst nánast lífsnauðsynleg.
Allur annar rekstur í þjóðfélaginu hefur þurft að ganga í gegnum slíkan niðuskurð, nema helst útflutningsfyrirtækin, sem er auðvitað vel, þar sem þau munu þurfa að útvega þann gjaldeyri, sem þarf til að greiða niður Icesave skuldir Landsbankans, ásamt öllum öðrum erlendum skuldum þjóðarbúsins.
Bráðnauðsynlegt er að skera ríkisreksturinn niður við trog, en efla útflutningsgreinarnar með öllum ráðum.
![]() |
Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 3% árlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2009 | 13:52
Hvernig á að endurskipuleggja kvótakerfið?
Mikið er rætt og ritað um kvótakerfið og ekki síst kvótaframsalið og virðast flestir vera á þeirri skoðun að gagngerra breytinga sé þörf á þessu kerfi. Fiskveiðistjórnunarkerfið var og hlýtur að vera ennþá, hugsað til þess að vernda fiskistofnana, en ekki til að vernda hagsmuni einstakra útgerða. Flestir eru sammála því, að nauðsynlegt sé að stjórna veiðunum, en ágreiningurinn snýst um hvernig það verði gert.
Núverandi kvótahafar virðast ekki geta hugsað sér neinar breytingar, en þeir sem eiga kvótalausa báta krefjast breytinga og er einna helst að skilja, að þeir vilji helst leyfa óheftar veiðar. Óheft sókn í fiskisstofnana og stjórnlausar veiðar munu auðvitað ekki koma til greina og uppboð á kvótum til eins árs í senn gengur ekki heldur, því það myndi gjörsamlega eyðileggja allan stöðugleiga undir útgerð og fiskvinnslu.
Spurning er, hvort ekki mætti breyta kerfinu þannig, að kvóta yrði úthlutað til skipa til þriggja ára í senn og yrði þá byggt á veiðireynslu síðustu þriggja ára á undan, þ.e. að skip fengju úthlutað kvóta fyrir þeim afla, sem þau veiddu sjálf síðustu þrjú ár, en ekki tekið tillit til kvóta sem þau hefðu selt frá sér á þeim tíma.
Sá kvóti, sem afgangs yrði eftir slíka úthlutun yrði síðan ráðstafað til nýrra aðila og þannig opnaður möguleiki fyrir nýliðun í greininni. Með þessu móti myndi allt kvótabrask heyra sögunni til og útgerðirnar yrðu að reka sig eingöngu á tekjum sem fengjust fyrir aflann sjálfan, en ekkert brask með veiðiheimildirnar sjálfar. Þetta myndi líka skapa ákveðinn stöðugleika fyrir bæði útgerðina og fiskvinnsluna.
Ekki dugar endalaust að gagnrýna núverandi kerfi og benda ekki á eitthvað annað í staðinn.
Þess vegna er þetta sett fram hér í von um umræðu í stað stóryrða.
![]() |
Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2009 | 09:28
Minnir að hann hafi lagt 900 milljónir inn í Landsbankann
Flestir eru nokkuð öryggir á því, hvað þeir áttu miklar bankainnistæður við hrun bankanna, en það virðist þó ekki eiga við alveg alla.
Eftirfarandi má lesa á mbl.is: "Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur Hannes sig hafa átt 900 milljónir króna í formi innláns hjá gamla bankanum sem var ekki fært yfir í NBI við stofnun nýja bankans. Ofan á 900 milljónirnar reiknar Hannes síðan dráttarvexti og annað sem skilar 1,2 milljarða kröfu."
Samkvæmt þessu heldur Hannes að hann hafi lagt 900 milljónir inn í Landsbankann, en virðist samt ekki alveg viss. Ef til vill man hann ekki hvar hann lagði þessa aura inn til ávöxtunar og þarf því að gera kröfur í alla bankana og jafnvel sparisjóðina að auki, til að vera viss um að ná sparifénu til baka.
Það er náttúrlega ekki hægt að ætlast til, að menn muni alla skapaða hluti, svona í smáatriðum.
![]() |
Krafa Hannesar vegna innláns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)