2.10.2009 | 16:50
Gleðitíðindi með fyrirvara um Álfheiði
Loksins koma jákvæðar fréttir um væntanlegar framkvæmdir, sem gætu skapað allt að 400 störf í byggingariðnaði, en hann hefur orðið hvað verst úti í kreppunni. Þetta eru störf við byggingu einkasjúkrahússins og hótelsins, sem PrimaCare hyggst reisa í Mosfellsbæ.
Ríkisstjórnin hefur reynt að drepa niður allar tilraunir til að koma verklegum framkvæmdum í gang, t.d. einkarekinni heilbrigðisþjónustu í Reykjanesbæ, framkvæmdum við orkuöflun og byggingu álvers í Helguvík, orkuöflun og byggingu stóriðju á Bakka við Húsavík, minnkað fiskveiðikvóta o.fl.
Í stað þess að koma í gang mörgum smáum verkum á vegum ríkisins, t.d. fasteignaviðhaldi, eru allar framkvæmdir slegnar út af borðinu, en talað um að fara í stórframkvæmdir, sem ekki verða tilbúnar fyrr en eftir eitt til tvö ár. Stjórnin virðist helst af öllu dýpka kreppuna sem mest og lengja hana eins og nokkur kostur er, ekki síst með boðuðu fjárlagafrumvarpi, þar sem á að skattleggja allt í drep.
Fréttin um framkvæmdirnar við einkasjúkrahúsið í Mosfellsbæ er mikil gleðifrétt, en þó með fyrirvara um Álfheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra og byltingarforingja.
![]() |
Um 300 til 400 ný störf hjá Ístaki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2009 | 14:12
Nú kemur Álfheiður til skjalanna
Viljayfirlýsing um byggingu einkasjúkrahúss PrimaCare í Mosfellsbæ verður undirrituð síðar í dag og er gert ráð fyrir að hægt verði að taka á móti fyrstu sjúklingunum árið 2011 eða 2012. Einnig er fyrirhugað að byggja hótel, til að hýsa aðstandendur sjúklinganna, sem sækja munu í hnjá- og mjaðmaliðaaðgerðir.
Reiknað er með að þessi starfsemi muni skapa upp undir 1.000 framtíðarstörf, auk þess sem byggingaframkvæmdirnar muni skapa fjölda starfa á næstu tveim árum. Að þessum áætlunum standa traustir íslenskir og erlendir aðilar og mun þetta framtak verða mikil lyftistöng fyrir heilbrigðisþjónustu í landinu, á sama tíma og verið er að draga saman í opinbera heilbrigðisgeiranum.
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerði allt sem hann gat til þess að flækjast fyrir svipuðum áformum á Suðurnesjum, en vonandi verða framkvæmdaaðilar þar þrautseigari en svo, að þeir láti tréhestana í ríkisstjórn eyðileggja áformin.
Nú er rauðasti kommúnisti, sem hugsast getur, komin í heilbrigðisráðuneytið og hafi Ögmundur verið tregur í taumi, mun Álfheiður Ingadóttir verða algerlega þversum. Nú fyrst munu þeir sem huga á einkaframtak í heilbrigðisgeiranum fá verulega mótspyrnu úr ráðuneytinu.
Það er í takt við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu og aðrar gerðir hennar til að dýpka og framlengja kreppuna.
![]() |
Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.10.2009 | 10:38
There will be piece in our time
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, er farinn til Tyrklands og ætlar þar að hitta húsbændur sína, þrælapískarana frá Bretlandi og Hollandi og mun þar ganga að nauðungarskilmálum þeirra vegna ríkisábyrgðarinnar á Icesave skuldum Landsbankans, sem íslenska þjóðin á ekki að vera ábyrg fyrir, samkvæmt tilskipun ESB og íslenskum lögum.
Chamberlain kom af fundi Hitlers og veifaði friðarsamningum milli Bretlands og Þýskalands og lét þá þessi fleygu orð falla: "There will be piece in our time". Skömmu síðar skall síðari heimstyrjöldin á og enginn friður varð á okkar tímum og Evrópa ekki ennþá orðin söm, sextíuogfimm árum síðar.
Ríkisstjórn Íslands er búin að samþykkja breytingar á ríkisábyrgðinni í þágu Breta og Hollendinga, en í anda opinnar og gagnsærrar stjórnsýslu, er því haldið algerlega leyndu fyrir almenningi, en var kynnt stjórnarandstöðunni í morgun, rétt áður en Steingrímur J. stökk upp í flugvélina til Tyrklands.
Hann mun svo koma heim eftir viku, sigri hrósandi, veifandi samningi við þrælahaldarana og segja: "Það mun ríkja friður á okkar tíma".
![]() |
Steingrímur til Tyrklands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 08:25
Guð blessi Jón Ásgeir
Jón Ásgeir Jóhannesson, raðskuldari, er afar ósáttur við Helga Felixsson, höfund myndarinnar Guð blessi Ísland, vegna þess að hann hafi tekið einhver myndskeið af Jóni Ásgeiri, áður en hann kom sér í "karakter", eins og leikararnir segja.
Það er náttúrlega ekki heiðarlegt af Helga, að taka viðtöl við fólk, sem er ekki að tala, eða er að tala um allt annað en það myndi tala um, ef það væri búið að undirbúa hlutverkið og læra textann sinn. Þess vegna er skiljanlegt að Jóni Ásgeiri mislíki svona vinnubrögð, því góður leikari tekur hlutverk sitt alvarlega og passar að kunna textann sinn utanbókar.
Verst af öllu fyrir Jón Ásgeir, er að hafa ekki fengið að ráða klippingu myndarinnar og allri framsetningu, því hann er vanur að fá að ráða og hans eigin fjölmiðlar vanir að gegna góðlátlegum ábendingum hans um það sem betur má fara í þeirra umföllun hverju sinni. Sérstaklega ef það snertir raðskuldarann sjálfan á einhvern hátt.
Nú eru erfiðið tímar fyrir raðskuldara, eins og aðra.
Því er við hæfi að óska öllum blessunar, ekki síst raðskuldaranum Jóni Ásgeiri, sem og öðrum raðskuldurum, honum tengdum sem ótengdum.
![]() |
Ósáttur við höfund Guð blessi Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)