13.10.2009 | 16:37
Stórtíðindi: Bretar og Hollendingar ráða afgreiðslu AGS
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, segist vonast eftir svari frá Bretum og Hollendingum í dag vegna síðustu grátbeiðnar sinnar um örlítið minni höggþunga gaddasvipunnar, svo hann geti skriðið með blóðugan afturendann inn á Alþingi, til að þvinga þar í gegn þær kröfur sem húsbændur hans, þrælahaldararnir í London og Amsterdam, gera í Icesave málinu.
Merkustu tíðindin í langan tíma koma fram í efirfarandi yfirlýsingu Steingríms J., en hún hljóðar svona: Það verða breytingar sem leiða af efnahagslegu fyrirvörunum sem alþingi setti. Og hvernig gengið verður frá þeim og greiðslutryggingum í samræmi við þá. Það eru lagaleg atriði sem hafa staðið í mönnum. Þættir er eins og hvernig verði háttað samskiptum aðila í framhaldinu, viðræður og annað slíkt. Og svo náttúrulega vita allir að endurskoðun okkar mála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa verið þarna uppi á borðum líka.
Þar með viðurkennir fjármálajarðfræðingurinn, að endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS, sé hluti af Icesave viðræðunum við Breta og Hollendinga. Þetta hefur aldrei komið fram áður, þ.e. að endurskoðunin skuli beinlínis vera hluti af samningum um Icesave skuldir Landsbankans, sem var einkabanki og á ekki að koma ríkissjóði, eða íslenskum skattgreiðendum neitt við.
Heimspressan hlýtur að taka eftir þessum ummælum fjármálajarðfræðingsins, því þetta er í fyrsta skipti, sem fram kemur hvernir stjórna AGS beint og óbeint, til að kúga þjóðir, sem þrælaherrunum eru ekki þóknanlegar.
![]() |
Málin að komast á lokastig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2009 | 14:12
Landsbankann til almennings
Loksins er farið að sjá fyrir endann á endurskipulagningu nýju bankanna og vonandi munu kröfuhafar yfirtaka Nýja Kaupþing og Íslandsbanka, en ríkið mun koma til með að eiga um 80% hlutafjár í NBI hf. Uppgjör vegna NBI hf. byggist á fjárframlagi frá ríkinu og síðan gefur NBI hf. út risastórt gengistryggt skuldabréf, til tíu ára, til Landsbankans, sem bankinn getur svo notað til að greiða upp í Icesave skuld sína.
Með þannig reikningskúnstum er hægt að láta líta út fyrir að "aðeins" 75 milljarðar, að viðbættum 250 milljörðum króna í vexti, muni lenda á skattgreiðendum hér á landi. Þessi viðmiðun verður svo notuð til að knýja nýtt Icesave frumvarp í gegn um Alþingi og vegna tímaskorts mun það verða keyrt í gegn á mettíma, eftir næturfundi.
Þar sem búið er að gefa lánadrottnum Gamla Kaupþings og Glitnis færi á að hirða Kaupþing og Íslandsbanka upp í kröfur sínar, er ekki nema sanngjarnt að Íslendingar fái NBI hf. upp í þær greiðslur, sem þeir verða píndir til að borga í Icesaveruglinu með sköttum sínum á næstu áratugum.
Ríkið á að skipta hlutafé NBI hf. á milli allra íslenskra skattgreiðenda, í hlutfalli við skattgreiðslur þeirra á næstu þrem árum og einkavæða bankann með því móti.
Það gæti sætt skattgreiðendur betur við þrældóminn vegna Icesave.
![]() |
Gylfi: Ánægja með lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 09:50
Að slátra mjólkurkúnni
Ríkisstjórnin hækkaði skatta á eldsneyti, áfengi og tóbaki í sumar, ásamt því að leggja á nýjan "sykurskatt", sem að vísu leggst á margt annað en sykraðar vörur. Afleiðingar þessara skattahækkana eru aukin verðbólga, með hækkun húsnæðislána, en að sjálfsögðu verður þessi skattpíning til þess að draga úr sölu á þessum vörum og minnka kaupmátt almennings.
Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur birt samantekt á breytingu verðlags, ásamt breytingu á sölu ýmissa vöruflokka og endar skýrslan á þessum orðum: Ekki þarf að fjölyrða um ástæður samdráttar í einkaneyslu og um leið veltu verslunar. En samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var kaupmáttur launa 7,8% minni í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þar kemur einnig fram að innlend greiðslukortavelta hafi dregist saman um 17,9% að raunvirði í janúar til ágúst á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra."
Til þess að drepa endanlega niður alla kaupgetu almennings, hefur ríkisstjórnin boðað nýja hækkun á eldsneytis-, áfengis- og tóbakssköttum um næstkomandi áramót, hækkun á virðisaukaskatti, hækkun tekjuskatts ásamt hækkun allra þjónustugjalda hins opinbera, sem nöfnum tjáir að nefna.
Í harðindaárum fyrri alda, hefði enginn búmaður látið sér detta í hug að slátra mjólkurkúnni.
Í þá daga var allt gert til að hlúa að þeirri kú, til þess að halda í henni lífinu og nytinni.
![]() |
Sala á áfengi minnkar um 14% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)