30.1.2009 | 17:03
Frestun stjórnarmyndunar
Ekki tókst að mynda vinstri stjórnina í dag eins og búið var að boða að kynnt yrði við fótstall Jóns Sigurðssonar kl. 18:00 í dag, föstudag, heldur verður hún kynnt á hádegi á morgun, laugardag.
Þetta bendir til þess að snuðra hafi hlaupið á þráðinn varðandi stuðning Framsóknarflokksins. Ef til vill er verið að möndla með framhaldslíf stjórnarinnar eftir kosningar, þ.e. að flokkarnir séu í raun ekki að mynda bráðabirgðaríkisstjórn, heldur ætli að bjóða fram "bundnir" í vorkosningunum.
Líklega er það þess vegna sem ráðherrum verður fækkað og tveir ráðherranna verða ekki úr röðum þingmanna. Eftir kosningar verða utanþingsmennirnir látnir hætta og Framsóknarmennirnir taki við, hvort sem sama ráðuneytaskipting verður látin halda sér eða breytingar verði þá gerðar.
Mín spá er sú, að um þetta sé verið að plotta núna í "reykfylltum bakherbergjum" og ekki verði sagt frá því, fyrr en nær dregur kosningum.
![]() |
Ný ríkisstjórn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 14:04
Heim til Noregs
Steingrími J. Sigfússyni hugnast að taka upp gjaldeyrissamstarf við Noreg. Það er sennilega eina hugmyndin sem ég hef heyrt frá honum (reyndar ekki hans hugmynd upphaflega) sem mér líst sæmilega á.
Kannski væri bara best að við færum bara aftur heim til Noregs, þ.e. að við færum fram á þeir tækju við okkur aftur og við yrðum amt í Noregi.
![]() |
Hugnast norska krónan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 13:50
Verðbólgan og vextirnir
Samkvæmt janúarmælingu Hagstofunnar er verðbólguhraðinn kominn niður í u.þ.b. 6% en samt sem áður vildi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki lækka stýrivextina úr 18%.
Bankastjórar seðlabankans vildu hefja vaxtalækkunina núna, en athyglisvert er að hagfræðingar bankans tóku undir sjónarmið Alþjóðabankans og töldu ekki tímabært að lækka.
Gylfi Magnússon, verðandi viðskiptaráðherra, tók undir og taldi algert glapræði að fara gegn vilja Alþj.bankans.
Hávær krafa hefur verið að aðalbankastjóri Seðlabankans sé menntaður hagfræðingur. Reyndar eru tveir af þrem bankastjórum menntaðir hagfræðingar.
Þessi ofurtrú á hagfræðingum og öðrum sérfræðingum hefur komið fjármálum þjóðarinnar í þann farveg sem við erum í nú.
Það er sem sagt talin þörf á því að fá hagfræðing í viðskiptaráðuneytið en jarðfræðing í fjármálaráðuneytið í stað dýralæknis (sem hefur ekki þótt gott hingað til). Jarðfræðingurinn veit kannski hvar helst væri að grafa eftir gulli.
![]() |
Gylfi tók ráðherraboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)