Færsluflokkur: Bloggar
6.7.2012 | 14:04
"Lygari og rógtunga"
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, hyggst kæra Davíð Þór Jónsson, guðfræðing, fyrir meiðyrði vegna greinar á bloggi Davíðs Þórs sem hann birti daginn fyrir forsetakosningarnar undir heitinu "Að kjósa lygara og rógtungu" og var beint gegn framboði ÓRG.
Eftir langa reynslu úr pólitíkinni verður að segjast að Guðni er orðinn ansi meir og viðkvæmur fyrst þessi skrif, þó harðorð séu, fara svona fyrir brjóstið á honum og virðist umhyggjan ekki síst vera vegna ótrúlegs dálætis Guðna á átrúnaðargoðinu Ólafi Ragnari Grímssyni.
Ekki verður séð í fljótu bragði hvað það er í grein Davíðs Þórs sem flokka mætti undir meiðyrði, en þar er bent á nokkrar staðreyndir um kosningabaráttu ÓRG og ýmsa framgöngu í embætti forseta og þó skýrt sé til orða tekið verður áreiðanlega erfitt að fella innihald greinarinnar undir meiðyrðalöggjöfina.
Hægt er að taka undir flest sem Davíð Þór segir, þó ekki allt, en framganga ÓRG allan hans stjórnmála- og forsetaferil hlýtur að mega ræða á ómengaðri íslensku, enda býður ferill þessa kamelljóns upp á kjarnyrtar umræður.
Því verður illa trúað að Guðni láti verða af hótun sinni um málaferli og enn síður að Davíð Þór fengi dóm á sig fyrir þessa grein.
![]() |
Davíð svarar Guðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
3.7.2012 | 21:58
Einstæð yfirlýsing Gilzeneggers
Egill "Gilzenegger" Einarsson hefur sent frá sér algerlega einstæða yfirlýsingu vegna kæru sem lögð var fram gegn honum vegna meints kynferðisbrots, sem hann hefur allaf hafnað algerlega og hefur nú verið vísað frá af ríkissaksóknara.
Þetta er orðið hið furðulegasta mál þar sem málsaðilar birta til skiptis yfirlýsingar í fjölmiðlum um málið, það sem á að hafa gerst og túlkanir hvors aðila um sig á málavöxtum.
Það hlýtur að vera algert einsdæmi að slíkt mál sé rekið fyrir opnum tjöldum og nú hefur Egill kært kærandann fyrir upphaflegu kæruna, þannig að málið mun enn velkjast í réttarkerfinu einhverja mánuði til viðbótar.
Þetta er alvarlegt mál hvernig sem á það er litið og erfitt öllum sem að því koma.
![]() |
Egill kærir stúlkuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.7.2012 | 12:00
Ótrúleg viðbrögð stjórnarliða við endurkjöri Ólafs Ragnars
Ótrúlegt er að sjá fýluviðbrögð stjórnarþingmanna við endurkjöri Ólafs Ragnars í forsetaembættið og nægir þar að benda á pistla Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG og Ólínar Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem bæði láta óænægju sína í ljósi með því að gera lítið úr úrslitunum og segja þau niðurlægingu fyrir sitjandi forseta.
Þrátt fyrir að hafa aldrei verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars, hvorki í pólitík eða að hafa nokkurn tíma kosið hann í forsetakosningum, er ekki með nokkru móti hægt að taka undir þessi fýluskrif stjórnarþingmannanna, sem ekki eru bara óviðeigandi heldur beinlínis ruddaleg og árás á lýðræðið í landinu.
Viðbrögðin sýna ótvírætt að stjórnarliðar vildu nýjan aðila á Bessastaði og þau staðfesta það sem fram var haldið fyrir kosningar að Þóra væri í raun frambjóðandi ríkisstjórnarflokkanna og þá alveg sérstaklega Samfylkingarinnar.
Í því ljósi verður að túlka úrslit kosninganna, svo framarlega sem hægt er að tala um ósigur nokkurs, að um algera niðurlægingu ríkisstjórnarinnar hafi verið að ræða og þá alveg sérstaklega Samfylkingarinnar.
![]() |
Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
30.6.2012 | 23:01
Stórsigur Ólafs Ragnars
Samkvæmt fyrstu tölum frá forsetakosningunum stefnir allt í að Ólafur Ragnar vinni stóran sigur og sitji áfram á Bessastöðum næstu fjögur árin og þar með tuttugu ár samtals, eða lengur en nokkur annar hefur gegnt því embætti.
Þrátt fyrir að hafa kosið annan frambjóðanda sem talinn var hæfastur til að gegna embættinu er full ástæða til að óska Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju með þann glæsta sigur sem hann stefnir í að vinna.
![]() |
Í samræmi við skoðanakannanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2012 | 01:28
Tilfinnigalegt svigrúm
Fréttir berast af því að hjónaband Tom Cruse og Katie Holmes sé að endalokum komið. Hjónin hafa verið stödd hér á landi undanfarið vegna vinnu hans við gerð bíómyndar.
Þau hljóta að hafa gert út um sín mál í kyrrð íslenskrar náttúru og auðvitað er þeirra mál bara þeirra mál og ættu aðrir ekki að skipta sér af þeim og lát hjónamál þeirrra algerlega afskiptalaus.
Jafnvel þó fólk sé frægt fyrir kvikmyndaleik ætti það að fá að hafa sín einkamál í friði og vonandi láta a.m.k. íslendingar þau í friði, þó erlendir papparasar elti þau hvert sem þau fara.
Íslendingar ættu að sýna þessu fólki að það á griðastað á Íslandi fyrir hvers kyns áreiti.
![]() |
Tom Cruise sagður niðurbrotinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2012 | 12:42
Kostar "framboðið" ekkert
Kosningabaráttan fyrir forsetakjörið á laugardaginn fer sífellt harðnandi og virðist öllum brögðum beitt til að fá fólk til að skipta um skoðun á frambjóðendunum og ekki síður til að hafa áhrif á þá sem ennþá eru óákveðnir.
Talsvert hefur verið rætt um kostnað frambjóðenda við framboð sín og hávær krafa verið uppi um að bókhald þeirra verði opnað fyrir kosningar, en ekki einhvern tíma eftir þær, og virðast sumir frambjóðendur hafa ótrúlega mikla fjármuni til taks til að reka kosningabaráttu sína og auglýsingar í fjölmiðlum hafa verið mest áberandi frá einum frambjóðanda, sem þó gerir afar lítið úr kostnaði framboð síns.
Sá frambjóðandi stóð fyrir heilum degi í sínu nafni með alls kyns uppákomum um allt land og sagði í sjónvarpskappræðum að sá dagur hefði "ekki kostað framboðið neitt", "ekki krónu" og gaf þar með í skyn að allt sem gert var þann dag hefði verið algerlega ókeypis. Auðvitað stenst slík fullyrðing enga skoðun og einhverjir hafa greitt kostnaðinn þó honum hafi greinilega verið haldið utan við bókhald sjálfs framboðsins. Þetta verður að teljast til "grísku aðferðarinnar" við að halda kostnaði utan bókhalds og þar með er skekkt öll mynd af framboðskostnaði viðkomandi frambjóðanda.
Almælt er að allir atburðir í sambandi við þetta viðkomandi framboð sé tekið upp af kvikmyndagerðarmönnum sem áður hafa búið til uppákomur sem kvikmyndaðar hafa verið, t.d. tilbúninginn í kringum Silvíu Nótt og sköpun ímyndar núverandi borgarstjóra í Reykjavík.
Er hugsanlegt að stór hluti kostnaðar við þetta framboð sé flokkaður sem kostnaður við kvikmyndagerð?
![]() |
22 þúsund hafa greitt atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2012 | 22:38
Ótrúlega vel gift
Samkvæmt gamalli og góðri íslenskri málhefð hefur löngum verið sagt að karlmenn í hjónabandi séu "kvæntir" og konur í sömu aðstöðu "giftar".
Þetta er auðvitað orðalag frá þeim tíma sem konur voru körlum "gefnar" og oft voru þær taldar vel giftar og margar aldeilis ótrúlega vel giftar.
Smátt og smátt er þetta orðalag að hverfa úr málinu og nú er oftast einfaldlega sagt um bæði kynin að þau séu gift, hafi þau verið gefin saman á annað borð.
Flestir sem hafa gengið í hjónaband telja sig vafalaust "vel gifta", þannig að það er örugglega ekki einsdæmi varðandi Ólaf Ragnar, þó Dorrit sé alls góðs makleg.
Ekki er heldur ólíklegt að flestar eiginkonur elski land sitt af öllu hjarta og þá líklega jafnt þær íslensku sem aðrar.
![]() |
Ólafur er ótrúlega vel giftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.6.2012 | 09:05
AlmannaTRYGGINGAR eiga að standa við sitt eins og tryggingakaupandinn
AlmannaTRYGGINGAkerfið heitir svo vegna þess að almenningur greiðir iðgjald til þess alla sína starfsævi með sköttum sínum og skyldur beggja aðila hljóta að vera jafn ríkar, þ.e. tryggingatakans til að greiða iðgjöldin og tryggingasalans til að greiða út tryggingabæturnar, þegar tryggingatakinn þarf á þeim að halda.
Undanfarin ár hafa bætur úr almannaTRYGGINGAkerfinu verið skertar svo tugum milljarða nemur og hafa tyrggingatakarnir því verið hlunnfarnir sem því nemur, hvort sem um ellilífeyrisþega eða örorkulífeyrisþega hefur verið að ræða.
Nú er sagt að það muni kosta ríkissjóð marga milljarða að skila til baka því sem af tryggingatökunum hefur verið tekið á undanförnum árum og látið líta út fyrir að það verði gríðarleg blóðtaka fyrir ríkissjóð.
Í raun er eingöngu verið að standa skil á þeim tryggingum sem fólk hefur keypt sér og greitt fyrir fullu verði og því alger blekking að gefa í skyn að um mikla fórn sé að ræða af hálfu tryggingasalans.
Tryggingasalinn, í þessu tilfelli ríkissjóður, hefur verið að hlunnfara viðskiptavini sína í mörg ár og tími til kominn að hann láti af þeirri brotastarfsemi.
![]() |
Breytingar kosta marga milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.6.2012 | 06:52
Vonandi ekki sömu örlög og "sáttanefnd" um sjávarútveg
Þverpólitísk nefnd um framtíðarskipan ellilífeyrismála hefur loksins skilað af sér áliti, sem samkvæmt fréttinni virðist stefna til mikillar einföldunar í málaflokknum, ásamt því að eyða þeim hróplega ósanngjörnu tekjuskerðingum sem tröllriðið hafa kerfinu og gert það nánast óskiljanlegt fyrir þá sem þess eiga að njóta.
Þó miklar vonir verði að binda við að niðurstaða nefndarinnar verði einhvern tíma innan ekki of langs tíma að veruleika, verður að minnast þess að þverpólitísk sáttanefnd sem skilaði niðurstöðu sem allir gátu sætt sig við um stjórn sjávarútvegs á landinu var ekki fyrr búin að leggja fram sína "sáttatillögu" þegar ríkisstjórnin hleypti öllu í bál og brand að nýju, þannig að ósætti um þann málaflokk hefur aldrei verið meiri en einmitt núna.
Það er tími kominn til að eftirlaunakerfi ríkisins, sem allir greiða til með sköttum sínum, verði einfaldað, gert skilvirkt og ekki síst skiljanlegt.
![]() |
Skerðingar burt í áföngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2012 | 20:20
Kosningabaráttan ekki lengur eftir handritinu?
Sagt er að kosningabarátta Þóru fari fram í samræmi við kvikmyndahandrit Gauks Úlfarssonar, en samkvæmt handritinu átti kvikmyndin að enda á innsetningu hennar í embætti forseta.
Handritið mun vera lítillega breytt frá því að það var notað þegar búinn var til borgarstjóri úr Jóni Gnarr, en sú sviðsetning var beint framhald af sköpun Silvíu Nætur og fíflaganginum í kringum hana, sem auðvitað var fest á kvikmynd, sem reyndar náði minni hylli en kvikmyndagengið hafði gert sér vonir um.
Snilldin við þetta er að nota almenning í landinu sem "stadista" við framleiðsluna, fyrst þegar Silvía Nótt var send fyrir hönd þjóðarinnar í Eurovision, næst þegar kjósendur gerðu Jón Gnarr að borgarstjóra og nú átti að nýta þá til að koma aðalleikaranum í síðustu mynd "þríleiksins" í forsetaembættið.
Allt gekk samkvæmt vel skrifuðu handritinu og þaulskipulagðri vinnu eftir því framan af en nú er örvænting að grípa um sig í framleiðendahópnum, þar sem endirinn virðist ekki ætla að verða eins og handritið gerði ráð fyrir.
Kannski nennir þjóðin ekki lengur að leika aukahlutverk í bíómyndum Gauks Úlfarssonar.
![]() |
Hvöttu Ara til að hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)