Færsluflokkur: Bloggar
23.10.2012 | 19:20
Lady Gaga og Jón gaga
Söngkonan Lady Gaga, sem heimsótti landið dagpart um daginn, segist eftir það elska "borgarstjóra Íslands" og hlýtur þar að eiga við borgarstjóra Reykjavíkur sem hún hitti við opinbera afhendingu friðarverðlauna Yoko Ono.
Lady Gaga er, eins og allir vita, vinsæl og frábær söngkona sem klæðist alls kyns furðubúningum á tónleikum, en eins og sást við verðlaunaafhendinguna kann hún sig á mannamótum og klæðist við slík tækifæri í venjulegan og smekklegan fatnað og býður af sér góðan þokka.
Munurinn á henni og "borgarstjóra Íslands" er greinilega sá að hún kann að haga sér á mannamótum en hann ekki, því honum þótti sæma að mæta í verðlaunaafhendinguna íklæddur hálfgerðum trúðsbúningi sem átti að líkjast einhverri fyrirmynd borgarstjórans úr einni af uppáhaldsbíómyndinni hans.
Lady Gaga kann greinilega að skilja á milli þess að vera skemmtikraftur og "venjuleg" manneskja, en það á hins vegar ekki við um borgarstjórann elskaða.
Líklega hefur Lady Gaga bara svona gaman af raunverulegum furðufuglum.
![]() |
Ég elska borgarstjóra Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.10.2012 | 22:35
Verður Leoncie bjargvættur þjóðarinnar?
Leoncie vandar fyrri ára dómnefndum Söngvakeppni sjónvarpsins ekki kveðjurnar og er það að vonum, sé það rétt sem hún segir að þær hafi með svívirði legum hætti haldið henni frá keppninni og þar með gert sigurvonir þjóðarinnar í Eurovision að engu.
Fram til þessa hefur íslenskt lag aldrei komist ofar en í annað sæti í keppninni, enda hafa dómnefndirnar og þjóðin aldrei valið söngvara af gæðaflokki Leoncie til þátttöku, nema ef vera skyldi um árið þegar Sylvía Nótt var send til að sigra heiminn, sem auðvitað skildi hvorki upp eða niður í þeim snillingi sem íslenska þjóðin elskaði og dáði meira en nokkuð annað á þeim árum.
Vonandi mun bæði dómnefndin og þjóðin nýta tækifærið núna og senda sigurstranglena söngkonu til að halda uppi heiðri þjóðarinnar á alþjóðavettvangi og ekki verður að efa að álit og virðing lands og íbúa mun vaxa að mun á alþjóðavísu eftir keppnina.
Ekki verður verra að söngkonan vill fórna sér fyrir þjóðina á fleiri sviðum í framtíðinni, t.d. með því að taka að sér forsætisráðherraembættið.
Leoncie er verðugur arftaki bæði Sylvíar Nætur og Jóhönnu Sigurðardóttur.
![]() |
Leoncie vill keppa í Evróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.10.2012 | 22:54
Meirihluti minnihlutans ræður, eða hvað?
Nú virðist ljóst að minnihluti kosningabærra manna hafi tekið þátt í dýrustu skoðanakönnun Íslandssögunnar, þannig að úrslit hljóta að koma til með að liggja fyrir tiltölulega snemma enda fá atkvæði til að telja.
Hafi meirihluti minnihlutans sagt JÁ við fyrstu spurningunni í skoðanakönnunni munu fylgismenn tillagnanna túlka niðurstöðuna sem stórsigur, en hafi meirihluti minnihlutans sagt NEI við spurningunni mun verða sagt að meirihluti meirihlutans sem sat heima hafi í raun verðið fylgjandi tillögunum, en ekki nennt á kjörstað.
Verði niðurstaðan að meirihluti minnihlutans hafi sagt JÁ, þá verða tillögurnar lagðar fram óbreyttar á Alþingi og veturinn fer þá að mestu í karp um þær og enda í "málþófi" skömmu fyrir kosningarnar í vor.
Ef meirihluti minnihlutans hefur sagt NEI við spurningu nr. 1, mun það líklega ekki skipta neinu máli og tillögurnar verði samt sem áður lagðar óbreyttar fyrir þingið, enda mun Hreyfingin skilyrða áframhaldandi tryggingu fyrir því að verja ríkisstjórnina vantrausti að svo verði gert og tillögunum þröngvað í gegnum þingið og nýja almenna atkvæðagreiðslu samhliða þingkosningunum.
Niðurstaðan mun því í raun ekki skipta neinu máli um framgang málsins á næstunni.
![]() |
Talning atkvæða hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.10.2012 | 09:36
NEI í skoðanakönnunni
Í dag fer fram skoðanakönnun meðal þjóðarinnar um uppkast nefndar að breyttri stjórnarskrá og segast verður að miðað er í lagt til að kanna hug almennings til þessara fyrstu draga að breytingum á stjórnarskránni, þar sem venjuleg Gallupkönnun hefði verið bæði fyrirhafnarminni og ekki kostað nema brot af því sem þessi skoðanakönnun mun kosta.
Drögin hafa legið fyrir á annað ár, en litlar umræður farið fram um þau fyrr en undanfarna daga og eftir því sem fleiri, leikir og lærðir, hafa tjáð sig um málið hafa fleiri og fleiri gallar og annmarkar komið í ljós sem sýna að algerlega er ótækt að byggja á mörgum af tillögum nefndarinnar og mikil réttaróvissa myndi skapast við upptöku þeirra í stjórnarskrá landsins.
Þrátt fyrir að margt megi finna ágætt í tillögum nefndarinnar eru vankantarnir og óvissan um þýðingu margra þeirra slík, að engin leið er að svara fyrstu spurningunni í skoðanakönnunni játandi og miklar efasemdir eru um flestar hinna spurninganna.
Þar sem mikil umræða á eftir að eiga sér stað um breytingar á stjórnarskránni og í ljós hefur komið að fyrirliggjandi tillögur geta ekki nema að litlu leyti orðið grundvöllur slíkra breytina, hlýtur svar flestra í könnunni að verða eitt stórt NEI, sérstaklega við spurningu nr. 1.
Meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að mikil vinna sé framundan við yfirferð og breytingar á tillögunum og að nánast eigi eftir að endursemja þær að hluta og leggja síðan fyrir þjóðina í kosningum næsta vor, vakna enn frekari efasemdir um gagnsemi þeirrar könnunar sem fram fer í dag.
Til að undirstrika þann vilja að miklu nánari umfjöllunar sé þörf um stjórnarskrárbreytingar er ekki hægt að svara á annan hátt í dag en með NEI.
![]() |
Kosning hafin - talningin tímafrek |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.10.2012 | 19:30
Annað bankahrun í Evrópu? Með vinstri stjórn á Íslandi?
Vinstri menn á Íslandi hafa frá hruni rekið þann áróður að bankakreppan á vesturlöndum árið 2008 hafi verið ríkisstjórn Geirs H. Haarde að kenna, reyndar með þátttöku Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra. Samkvæmt hefði ekki orðið neitt bankahrun í veröldinni hefði eitthvað verið spunnið í þá kumpána sem leiðtoga. Reyndar þykist enginn muna að Samfylkingin fór með bankamálin í þeirri ríkisstjórn, enda passar það illa inn i áróðurinn.
Í þessu ljósi vekur upphaf fréttar af heimsókn og fyrirlestri hinnar vinstrisinnuðu Evu Joly mikla athygli, en hún hefst á þessum orðum: "Eva Joly hefur áhyggjur af öðru fjármálahruni og segir banka- og fjármálamenn í heiminum ekkert hafa lært af kreppunni og að risavaxnir bónusar séu aftur orðnir að veruleika." Um þessar mundir er ESB einnig að samþykkja nýja eftirlitsstofnun sem á að fylgjast með bönkum í evrulöndunum og grípa í taumana, fari þeir yfir strikið í fjármálavafstri sínu.
Það hljóta að þykja mikil tíðindi meðal vinstri manna á Íslandi að hvergi í heiminum, nema á meðal þessara sömu íslensku vinstri manna, skuli nokkrum einasta manni detta í hug að fjármála- og bankakreppan árið 2008 hafi verið íslenskum stjórnmálamönnum að kenna og ekki einu sinni íslenska seðlabankanum.
Meira að segja kratar og kommar í öðrum löndum vita hverjir og hvað varð þess valdandi að kreppan skall á og að svokallaðir útrásarvíkingar, en ekki stjórnmálamenn, urðu þess valdandi að hún kom illa niður á Íslendingum.
Verði önnur bankakreppa í Evrópu eða Bandaríkjunum munu íslenskir vinstrimenn líklega seint kenna vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. um hana, þótt slíkt væri rökrétt framhald af fyrri áróðri þeirra um bankakreppuna árið 2008.
![]() |
Óttast annað hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2012 | 08:48
Athyglin beinist að vaxtaokrinu
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, vakti athygli á vaxtaokrinu sem viðgengist hefur hér á landi undanfarna áratugi, ekki síst á húsnæðislánum og í erindi sínu á þingi ASÍ benti hann á húsnæðislánakerfi Dana sem fyrirmynd sem athugandi væri að sækja fyrirmynd til.
Tími er til kominn að taka upp baráttu gegn vaxtaokrinu, en einblína ekki eingöngu á verðtrygginguna eins og hingað til hefur verið nánast eins og prédikun ofsatrúamanna í umræðunni um lánamál skuldaglaðra Íslendinga.
Ólafur Darri benti til dæmis á að álag Íbúðalánasjóðs á lán sé 1,4% og hafi fjórfaldast frá árinu 2004. Einungis þetta álag hækkar vaxtagreiðslu þess sem skuldar 20 milljóna króna húsnæðislán um 280 þúsund krónur á ári og þar með milljónum yfir lánstímann.
Það er fagnaðarefni ef þessi þarfa ábending Ólafs Darra verður til þess að breyta viðhorfinu til þess hve vaxtaokrið er, og hefur verið, lántakendum hrikalega óhagstætt og að það sé ekki eingöngu verðtryggingin sem valdið hefur greiðsluvandræðum skuldara hér á landi.
![]() |
Vill lækka vexti með aðferð Dana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2012 | 19:54
Kringlan skattleggur björgunarsveitirnar sjálfri sér til minnkunar
Að Kringlan skuli, ein verslunarmiðstöðva, skattleggja góðgerðarfélög og þar á meðal björgunarsveitirnar um háar fjárhæðir vegna leyfa til að stunda fjáröflun sína á göngum Kringlunnar er forráðamönnum verslunarmiðstöðvarinnar og nafni hennar til mikillar skammar og háðungar.
Græðgi forráðamanna Kringlunnar veldur því t.d. að Landsbjörg þarf að greiða þrjúhundruðþúsund krónur fyrir að fá náðasamlegast að selja Neyðarkallinn í almenningi hússins, engum til ama en Kringlunni til fjárplógsstarfsemi.
Kraftvélar ehf. hafa nú ákveðið að styrkja Landsbjörgu um upphæð sem nemur hinni óprúttnu upphæð sem forráðamenn Kringlunnar leggjast svo lágt að hirða af velunnurum Landsbjargar vegna bráðnauðsynlegrar fjáröflunar björgunarsveitanna.
Fjöldi fólks á björgunarsveitunum líf sitt að launa og enn fleiri skulda þeim þakkir fyrir aðra aðstoð við líf sitt og eignir og skömm Kringlunnar er því meiri en orð ná yfir vegna þessa athæfis síns.
Vonandi þarf framkvæmdastjóri Kringlunnar aldrei að kalla út aðstoð vegna atvika er tengjast þessu musteri græðginnar.
![]() |
Kraftvélar greiða leigu Landsbjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2012 | 20:53
Bráðnauðsynleg bankarannsókn
Ein af nefndum Alþingis, með langt og óþjálft nafn eins og vera ber hjá opinberum aðilum, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, leggur enn og aftur til að einkavæðing bankanna fyrir tíu árum verði rannsökuð ofan í kjölinn, til þess að hægt verði að læra af henni og nýta þann lærdóm við einkavæðingar framtíðarinnar.
Þetta er auðvitað bráðnauðsynlegt, en það eina sem vantar í tillöguna er að í leiðinni verði aðkoma ríkisstjórnarinnar að málum SpKef og einkavæðing bankanna hin síðari verði rannsökuð í framhaldi af eldri einkavæðingunni, enda nýrri aðgerðir og ættu því að vera ennþá lærdómsríkari fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar en sú eldri, enda greinilegt að núverandi ríkisstjórn lærði ekkert af henni hvort sem er.
Að sleppa síðari tíma einkavæðingunni hlýtur að vera vegna smá athugunarleysis nefndarmanna í nefndinni með óþjála nafnið þannig að Alþingi sjálft hlýtur að betrumbæta tillöguna þegar hún kemur til afgreiðslu á þinginu.
Ekki væri verra að bæta yfirtöku ríkisins á Sjóvá og síðar tapsölu þess til einkaaðila við allar hinar einkavæðingarrannsóknirnar.
Vilji Alþingi láta taka sig alvarlega, eins og einhverjir þingmenn gætu viljað ennþá, þá verður þessi tillaga aldrei samþykkt í óbreyttri mynd.
![]() |
Leggja til að rannsókn verði samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2012 | 09:30
"Áreiti" björgunarsveitanna
Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að viðskiptavinir eigi að geta gengið um opin svæði Kringlunnar án þess að vera áreittir í hverju horni hússins af sölufólki.
Væntanlega þykir honum nóg um "áreitið" sem viðskiptavinir verða fyrir frá kaupmönnum í húsinu og að ekki sé ástæða til þess að gefa t.d. góðgerðarfélögum tækifæri til að "áreita" fjárhag viðskiptavinanna áður en þeir komast alla leið inn í búðirnar sjálfar.
Til þess að sporna við slíku "áreiti" góðgerðarfélaga er tekið hátt gjald af þeim til þess að "stýra" því hver áreitir hvern og hvenær.
Flestir viðskiptavina Kringlunnar líta hins vegar ekki á það sem áreiti þegar góðgerðarfélög safna til starfsemi sinnar og þeir sem það geta leggja glaðir fram svolitla styrktarupphæð til þeirra málefna sem áhugi er á annað borð fyrir að leggja lið. Hinir sem ekki treysta sér til að leggja af mörkum í það og það sinnið láta það bara vera, án þess að líta á slíkar beiðnir sem árás á einkalíf sitt.
Það er Kringlunni til minnkunnar að skattleggja slíka starfsemi og framkvæmdastjóranum ætti að vera í lófa lagið að úthluta slíkum fjáröflunarleyfum án þess að taka stóran hluta innkomunnar í hússjóð Kringlunnar.
![]() |
Leigja pláss í Kringlunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.10.2012 | 19:03
Efnahagsþvinganir gegn ESB?
Fiskistofnar undir yfirráðum ESB eru ofveiddir og er svo komið að yfir 90% þeirra er talinn í alvarlegri útrýmingarhættu verði ekki gripið til tafarlausra verndunaraðgerða. Til viðbótar þessari ríkisstyrktu ofveiði kaupir ESB fisk í þeim eina tilgangi að henda honum til þess að halda uppi verði til neytenda í löndunum innan sambandsins.
Evrópuþingmaðurinn Chistofer Fjellner bendir á þessa staðreynd í blaðagrein og segir þar m.a: "Árin 2008-2010 voru eyðilögð meira en 40.000 tonn af ferskum fiski í Evrópu. Í Svíþjóð var það ýsa, makríll, rauðspretta og rækjur. Ekkert bendir til þess að ástandið sé að batna, heldur þvert á móti."
Þetta sama ESB hefur nýlega samþykkt reglur sem beita má til að beita Íslendinga efnahagsþvingunum vegna makrílveiða innan sinnar eigin lögsögu með þeirri röksemd að makrílstofninn sé ofveiddur af Íslendingum og Færeyingum.
Með hliðsjón af framferði ríkjanna innan ESB, bæði hvað varðar ofveiði nánast allra sinna fiskistofna og ekki síður meðferðarinnar á hluta aflans eftir að hann er kominn á land, hlýtur að koma til greina af hálfu allra ríkja utan ESB að setja viðskiptabann á sambandsríkin þangað til þessum málum verði komið í viðunandi horf.
![]() |
Kaupa fisk til að kasta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)