Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021
17.11.2021 | 20:19
Fastir vextir bíta engu síður en verðtrygging
Allt frá því að verðtrygging lána var tekin upp árið 1979 hefur staðið um hana mikill styrr og allan tímann hafa verið uppi háværar raddir um að hún skyldi bönnuð og að öll lán skyldu vera óverðtryggð.
Til skamms tíma voru bankar og lífeyrissjóðir ófúsir að lána óverðtryggð lán, en nú eru gjörbreyttir tímar og undanfarin ár hefur æ stærri húsnæðislána verið óverðtryggð og mikið verið um að verðtryggðum lánum hafi verið skuldbreytt yfir í óverðtryggð lán meið breytilegum vöxtum. Lágir vextir síðustu misseri hafa ýtt mjög undir þessa þróun á lánamarkaðinum.
Bankahrunið árið 2008 átti ekki síst upphaf í gífurlegum lánaaustri Bandarískra lánastofnana til húsnæðiskaupa á lágum vöxtum og án könnunar á greiðslugetu lántakanna. Þegar vextir hækkuðu svo snögglega olli það miklum hækkunum á afborgunum lánanna og stór hluti þeirra lenti í vanskilum og á endanum í hruni bankanna. Margir bankar, vítt og breitt um heiminn, fóru á hausinn en öðrum var bjargað með skattgreiðslum almennings.
Eftir lága vexti hér á landi undanfarið hefur þróunin snúist við, vextir eru byrjaðir að hækka og útlit fyrir enn meiri hækkanir á næsta ári. Ekki kæmi á óvart að ýmsir eigi eftir að lenda í erfiðleikum með afborganir lána sinna eftir því sem þær hækka við vaxtbreytingarnar, eða eins og haft er eftir Drífu Snædal, forseta ASÍ, í viðhangandi frétt:
Það sem þetta þýðir fyrir fólk með húsnæðislán, sem er kannski búið að spenna sig hátt á húsnæðismarkaðnum að undaförnu, er um 7.500 króna hækkun á greiðslubyrði miðað við þessa 0,25% hækkun stýrivaxta, segir Drífa og bætir við: Þannig þessar vaxtahækkanir sem hafa verið undanfarið, ef við miðum bara við 50 milljóna króna lán, þá er þetta farið að taka allhressilega í og éta upp þær launahækkanir sem við höfum samið um.
Ekki er ótrúlegt að nú snúist dæmið við og óverðtryggðum lánum verði skuldbreytt yfir í verðtryggð, enda koma þau sér yfirleitt betur fyrir fólk á lágum og meðallaunum, því greiðslubyrðin verður jafnari yfir lánstímann þó eignamyndunin verði hægari.
Heimilin í landinu verði verr stödd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)