Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

Þetta er ekki búið, fyrr en það er búið

Heilbrigðisráðherra hefur hvað eftir annað gefið villandi upplýsingar um hvenær bóluefni muni berast til landsins.  Hún hefur marg sagt að fyrsta sending frá Pfeiser yrði tíuþúsund skammtar og síðan myndu berast þrjúþúsund skammtar á viku eftir það næstu þrjá mánuði. 

Til viðbótar kæmu bóluefni frá öðrum framleiðendum og í dag kynnti hún viðbótarsamning við Pfeiser um eitthundraðognítíuþúsund skammta, en hins vegar væri ekkert vitað hvenær sú viðbót bærist til landsins.

Þessar upplýsingar ráðherrans hafa vakið vonir um að hjarðónæmi yrði náð í landinu innan nokkurra vikna, en við nánari skoðun á þeim upplýsingum sem berast t.d. frá landlækni og forstjóra Landspítalans, er ekkert sem bendir til þess að hjarðónæminu verði náð fyrr en í fyrsta lagi í vor og jafnvel ekki fyrr en með haustinu.

Í viðhangandi frétt fagnar forstjóri Landspítalans "þessum vonandi lokakafla í farsóttinni", en þó er eftirfarandi haft eftir honum:  „Það fer bara eft­ir því hversu fljótt við fáum bólu­efnið miklu frek­ar en annað. Við get­um auðveld­lega bólu­sett hundruð ein­stak­linga hér á hverj­um degi með ör­ugg­um hætti. Tak­mark­andi þátt­ur er því ekki geta okk­ar held­ur það hversu hratt bólu­efnið berst. Við von­um bara það besta þar, við erum með all­ar klær úti.“ 

Það veitir ekki af að brýna fólk til að halda áfram að viðhafa allar varúðarráðstafanir, því eins og sagt er af ýmsum tilefnum:  "Þetta er ekki búið, fyrr en það er búið"


mbl.is Slaka ekki á sóttvörnum fyrr en hjarðónæmi er náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallbera Gísladóttir er drengur góður

Hallbera Guðný Gísladóttir kemur vel fram við Jón Þór, landsliðsþjálfara kvenna, þegar hún þakkar honum fyrir gott samstarf undanfarin tvö ár og gefur honum bestu meðmæli sem þjálfara, þó leiðir hans og liðsins hafi skilið á leiðinlegan hátt.

Ekki hefur komið fram að aðrar landsliðskonur hafi þakkað honum samstarfið opinberlega á svipaðan hátt, þó maðurinn sé breyskur og eigi jafnvel við ákveðin vandamál að stríða utan vallar?

Ekki verður frá Jóni Þóri tekið að hann hefur verið farsæll þjálfari undanfarin ár og hefur líklega náð besta árangri allra þjálfara með kvennalandsliðið í fótbolta sem endaði með að koma liðinu beint á stórmót.

Því miður kom, að því er virðist utanfrá séð, að vandamál með stjórn á áfengisdrykkju og röfli af þess völdum, hafi orðið til að trúnaðarbresture hafi orðið milli hans og liðsins sem hafi valdið óhjákvæmilegum samstarfsslitum.

Vonandi verður þetta leiðindamál ekki til þess að knattspyrnan verði án þjálfunarhæfileika Jóns Þóris í framtíðinni.


mbl.is „Ég get ekki setið undir slíkum ásökunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband