Bloggfćrslur mánađarins, júní 2018

Dagur verđur málamyndaborgarstjóri

Viđ kynningu á samstarfssáttmála "nýs" meirihluta í Reykjavík kom glögglega fram ađ Dagur B. Eggertsson verđur borgarstjóri til málamynda, en fulltrúar Viđreisnar í borgarstjórninni munu hafa völdin í sínum höndum.

Ţórdís Lóa verđur formađur borgarráđs og sagđist myndu hafa stjórn fjármála borgarinnar á sinni könnu, en hingađ til hafa ţau heyrt undir borgarstjórann og Pavel verđur forseti borgarstjórnar.  Ţannig verđa helstu valdaembćttin bćđi í höndum Viđreisnar og hlutverk Dags B. verđur ţá líklega ekki ólíkt ţví sem Jón Gnarr hafđi á sínum tíma, ţ.e. ađ vera borgarstjóri til málamynda.  Dagur B. mun ţá hafa ţađ hlutverk ađ koma fram á minniháttar mannamótum, en Ţórdís Lóa og Pavel ţar sem ađkoma borgaryfirvalda skiptir raunverulegu máli.

Samstarfssáttmáli meirihlutans er hins vegar óljóst og ómarkvisst plagg, ţar sem í öllum helstu málum er rćtt um ađ framkvćmdir ţurfi ađ rćđa viđ ríkiđ eđa nágrannasveitarfélögin og ţví óvíst hvort og hvenćr hlutirnir komist í framkvćmd, t.d. borgarlínan, bćtt kjör kvennastétta o.fl., o.fl.

Ekkert er minnst á ađ bćta samgöngur í borginni, ekkert minnst á Sundabraut eđa Miklubraut í stokk.  Borgarbúar, sem ţurfa og vilja nota bílana sína sjá fram á ađ enn verđur haldiđ áfram á ţeirri braut ađ gera ţeim lífiđ óbćrilegra og enn er talađ um ađ bćta strćtókerfiđ og neyđa fólk til ađ nota strćtó í stađ eigin bíla.

Ekkert er líklegra en ađ óánćgja međ rugliđ í stjórnun borgarinnar muni aukast enn á kjörtímabilinu og tap Samfylkingarinnar og hrun Vinstri grćnna í nýafstöđnum kosningum verđi smámunir hjá útreiđinni sem ţessir flokkar muni fá í nćstu kosningum.

Jafnlíklegt er ađ örlög Viđreisnar verđi ţau ađ flokkurinn falli í sömu gröf og ađrir einnota flokkar sem upp hafa sprottiđ undanfarna áratugi en horfiđ jafnharđan og eru nú öllum gleymdir.


mbl.is Borgarlína „lykilmál“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband