Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017

Búseta í Evrópu eykur ekki lýðræðisást Tyrkja

Undanfarin ár hefur Erdogan forseti Tyrklands unnið að því öllum ráðum að auka persónuleg völd sín og beitt til þess ýmsum misvafasömum meðulum og í mörgum tilfellum ofsóknum og fangelsunum þeirra sem hann hefur talið andstæðinga sína, eða flækst gætu fyrir einræðisáætlunum hans.

Til að láta líta út fyrir að þær stjórnarskrárbreytingar sem nauðsynlegar eru fyrir hann til að tryggja einveldi sitt endanlega væru með vilja þjóðarinnar var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillöguna og var hún eftir mikla og óheiðarlega kosningabaráttu Erdogans og fylgifyska samþykkt naumlega.

Það sem vekur hins vegar mesta athygli er að Tyrkir, sem búsettir hafa veið í lýðræðislöndum Evrópu árum og áratugum saman, virðast vera meiri stuðningsmenn einræðistilburða Erdogans en þeir sem búa í heimalandinu.  A.m.k. samþykktu þeir sem í lýðræðisríkjunum búa tillöguna með meiri mun en almennt gerðist heimafyrir.  Jafnvel í stærstu borgum Tyrklands var tillagan felld, en samþykkt af þeim sem búa í stórborgum lýðræðisríkjanna.

Þetta má sjá glögglega í meðfylgjandi frétt, t.d. af þessu:  "Um 5% þeirra sem voru á kjör­skrá búa utan Tyrk­lands, eða um 2,9 millj­ón­ir Tyrkja. Um helm­ing­ur þeirra býr í Þýskalandi og þar greiddu 63% at­kvæði með stjórn­ar­skrár­breyt­ing­unni. Í Aust­ur­ríki sögðu um 73,5% kjós­enda já og rúm­lega 75% í Belg­íu og 71% í Hollandi. Helst voru það þeir Tyrk­ir sem eru bú­sett­ir í Sviss sem vildu halda óbreyttu ástandi, en þar greiddu aðeins 38 pró­sent at­kvæði með breyt­ing­unni."

Þetta bendir ekki til að lýðræði falli sérstaklega vel í geð tyrkneskra innflytjenda í Evrópu og hljóta menn að velta fyrir sér ástæðum þess.


mbl.is Meirihluti Tyrkja í Evrópu sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband