Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016

Hækka laun á kostnað hádegisverðarins

Furðuleg verða að teljast þau rök Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, að vegna samnings borgarstjórnarmeirihlutans og kennara um hækkun launa verði að spara í öðrum rekstri leik- og grunnskólanna.  

Allan annan reksturskostnað yrði að skera niður og þar á meðal að rýra fæði barnanna, sem þó hefur ekki verið talið til neinna sérstakrar fyrirmyndar í gæðum.

Launakostnaður skólanna er sagður vera um 85% af heildarkostnaði við skólastarfið og því með ólíkindum að ætlast sé til þess að launasamningar skuli fjármagnaðir með niðurskuði á þeim 15% sem fara í allan annan rekstrarkostnað.

Þessi frammistaða borgarstjórnarmeirihlutans í málefnum barnanna er ömurlegur vitnisburður um fjármálastjórn borgarinnar sem viðgengist hefur síðustu ár.  

Óstjórnin byrjaði fyrir alvöru í stjórnartíð "Besta flokksins" og ekkert bendir til að núverandi meirihluti sé að ná nokkrum tökum á ástandinu.


mbl.is Hitafundur í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísitalan er ekki vandamálið, en vaxtaokrið er það

Nú þegar vísitala neysluverðs hefur hækkað sáralítið tvö ár í röð ætti fólk að vera farið að sjá að verðtryggingin er ekki það vandamál sem plagar skuldara mest, enda ekki mikið talað um hana í þjóðfélaginu um þessar mundir.

Vaxtaokrið, sem viðgengist hefur hér á landi undanfarna áratugi, er hins vegar það vandamál sem almenningur ætti að sameinast um að mótmæla og berjast gegn af öllum kröftum.

Að lána óverðtryggð húsnæðislán með 6-7% vöxtum er svívirðilegt okur og ekki síður að lána verðtryggð lán með 4% vöxtum.  Slík lán ættu ekki að bera meira en 1,5-2% vexti og óverðtryggð lán ættu að hámarki að vera með 4% vöxtum.

Seðlabankinn heldur uppi vaxtaokurssvíviðingunni með brjálæðislega háum stýrivöxtum (nú 5,25%) á sama tíma og nánast allir aðrir seðlabankar eru með slíka vexti á bilinu 0-2%.

Með því að rífast endalaust um verðtrygginguna er lánastofnununum gefinn friður til að stunda vaxtaokrið óáreittum, enda ótrúlega lítilli athygli beint að því í umræðunum um lánamál heimilanna.


mbl.is Vísitala neysluverðs hækkar um 0,34%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband