Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
13.5.2012 | 19:35
Þingmenn Hreyfingarinnar í leynimakki með ríkisstjórninni
Ríkisstjórnin hefur fyrir allnokkru misst meirihluta sinn á Alþingi og þegar það var jafnvel orðið stjórninni sjálfri ljóst, gerði hún leynisamning við Hreyfinguna um stuðning gegn loforði um að setja stjórnarskrárfrumvarpið í þjóðaratkvæði þrátt fyrir að málið væri ennþá í vinnslu og eftir væri að aðlaga það að raunveruleikanum.
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa ávallt þrætt fyrir allt samstarf við ríkisstjórnina og segja að slitnað hafi upp úr öllum viðræðum milli aðila fyrir áramótin síðustu og þar með væru engin sérstök tengsl milli Hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnarfundurinn í Ráherrabústaðnum í dag, með þátttöku þingmanna Hreyfingarinnar, sýnir og sannar að þingmenn Hreyfingarinnar ástunda alls kyns pukur og leynimakk í sínu pólitíska starfi, þrátt fyrir að hneykslast sífellt á öllu slíku í annarra garði og spara ekki stóru orðin í árásum sínum á samþingmenn sína, þegar þeir ásaka þá um "spillt" vinnubrögð.
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa loksins opinberað sitt rétta innræti.
Funduðu í Ráðherrabústaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
13.5.2012 | 13:13
Þegar vinir verða svarnir óvinir
Ólafur Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðandi, segir að fyrrverandi vinir sínir séu nú orðnir sínir svörnustu óvinir og skipuleggi herferð annarra frambjóðenda gegn sér vegna væntanlegra forsetakosninga.
Í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi sagðist Ólafur Ragnar hafa á stóran þátt, eða a.m.k. talsverðan, í því að koma saman ríkisstjórn fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur eftir kosningarnar 2009 og nú launi hún sér greiðann með hatursherferð gegn sér sem eigi rætur í Icesavemálinu, sem þjóðin tók úr höndum ríkisstjórnarinnar og rassskellti hana með í tvígang.
Altalað var á árum áður að vægast sagt lítil vinátta væri á milli Ólafs Ragnars og Davíðs Oddsonar og því hljóta eftirfarandi orð Ó.R.G. að teljast talsverð tíðindi: "Þótt það hafi hvesst á milli okkar Davíðs Oddssonar (ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra), það kann sumum að þykja það merkilegt, en ég átti að mörgu leyti eðlilegra samband við hann en núverandi forsætisráðherra."
Þjóðin var yfir sig ánægð með Ólaf Ragnar á meðan á Icesavemálum stóð og nokkuð lengi á eftir, en "vinir" hans hafa undanfarið skipulgagt slíka hatursherferð gegn honum að afar fróðlegt verður að sjá hvort þjóðarsálin snúist enn einu sinni í heilan hring í afstöðu sinni til hans.
Í tilfelli Ó.R.G. sannast að þeir sem eiga eins vini og hann hefur átt um dagana, koma sér sjálfkrafa upp her óvina.
Segir Jóhönnu í herferð gegn sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2012 | 21:01
Alvaran blasir við Steingrími J.
Sá fjöldi sem sækir íbúafund um sjávarútvegsmál í Fjarðarbyggð hlýtur að koma Steingrími J. og öðrum stjórnarþingmönnum í skilning um þá miklu alvöru sem býr að baki öllum þeim mótmælum sem á ríkisstjórninni dynja vegan hins brjálæðislega veiðileyfagjalds sem hinn skattaóði Steingrímur vill drepa greinina með, ásamt með vanhugsuðum breytingum á sjálfu stjórnkerfi fiskveiðanna.
Það ætti auðvitað að varða við lög að leggja fyir Alþingi svo illa unnin frumvörp að flutningsmaðurinn sjálfur skuli láta fylgja þeim að þau séu "hrá" og verði "auðvitað lagfærð" af þingnefnd áður en þau komi til endanlegarar afgreiðslu Alþingis.
Alþingi ætti að sjá sóma sinn í því að hafna frumvörpunum alfarið, senda þau til föðurhúsanna og fela þverpólitískri nefnd þingmanna að semja algerlega ný frumvörp um framtíðarskipan fiskveiða og vinnslu, þ.e. frumvarp sem tryggir hámarksarð greinarinnar í þágu þjóðarinnar allrar, en ekki fyrst of fremst ríkissjóðs.
Þingið á ekki að vera stimpilpúði fyrir ráðherrana og á alls ekki að taka við öðrum ein frumvarpsbarstörðum og Steingrímur J. hendir í það vegna grundvallarhagsmuna lands og þjóðar.
Fjölmenni á fundi um sjávarútvegsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2012 | 19:08
Kaupæðið bregst ekki frekar en fyrri daginn
Í hvert sinn sem ný verslun opnar, a.m.k. á Reykjavíkursvæðinu, brýst út mikið kaupæði og þúsundir manna flykkjast í viðkomandi verslun og valda nánast vöruskorti verslunarinnar næstu vikur á eftir og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða leikfanga-, fata-, eða byggingavöruverslanir.
Í dag opnaði Bauhaus risaverslun og samkvæmt venju myndaðist örtröð þúsunda viðskiptavina sem virtust halda að verslunin ætti einungis að vera opin einn dag, eða jafnvel aðeins í örfáa klukkutíma.
Bauhaus er hér með óskað til hamingju með þessa verslun sína og kaupgleðina sem ekki brást þeim, frekar en öðrum sem opnað hafa nýjar verslanir á undanförunum árum.
8.000 komu í Bauhaus í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2012 | 14:46
Sanngjörn og heiðarleg stjórnarandstaða
Furðuleg uppákoma varð í þinginu í gær, þegar stjórnarandstaðan bauðst til að flýta afgreiðslu þeirra mála sem fyrir Alþingi liggja og lítill ágreiningur er um, til þess að mögulegt væri að koma þeim til umfjöllunar þingnefnda í næstu viku. Þessa tillögu setti stjórnarandstaðan fram til að liðka fyrir þingstörfum, en þá brá svo undarlega við að þingmenn stjórnarmeirihlutans snerust öndverðir við tillögunni og höfnuðu henni algerlega.
Þessi einkennilega afstaða stjórnarþingmannanna varð til þess að umræður um stórt og mikið deilumál stóðu langt fram á nótt og var langt frá því lokið, þegar þingforseti samþykkti loksins viturlega tillögu minnihlutans um vinnubrögð í þinginu, frestaði umræðum um breytingar á stjórnarráðinu og tók á dagskrá þau mál sem minni ágreiningur er um.
Sem betur fer hafði þingforsetinn ekki neitt samráð við Björn Val Gíslason, þingflokksformann VG, um þessa dagskrárbreytingu enda er nánast fullvíst að hann hefði staðið gegn henni, enda þekktur fyrir flest annað en að vera samvinnuþýður, sanngjarn eða málefnalegur þingmaður.
Þingforseti varð maður að meiri að fara að sanngjarnri og heiðarlegri tillögu stjórnarandstöðunnar um vinnubrögð þingsins, enda hafa þau verið alveg ótæk hingað til.
Ekki haft samráð við þingflokksformenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2012 | 01:10
Jóhanna skammast, en ætti að skammast sín
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er í krafti embættis síns æðsti handhafi framkvæmdavaldsins í landinu, en eins og allir vita á að vera skýr aðskilnaður á milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds í landinu.
Sem launaður starfsmaður framkvæmdavaldsins á Jóhanna ekkert með að ráðskast með fundi Alþingis, hvorki daglegan fundartíma né dagsetningu þingslits að vori. Þetta leyfir hún sér hins vegar að gera og hefur í hótunum við þingmenn um að þeir verði "látnir sitja eftir" fram í júlí, láti þeir ekki að hennar vilja um hvenær og hvernig mörg af arfavitlausum þingmálum ríkisstjórnarinnar verða afgreidd á þinginu.
Undanfarna daga hefur Jóhanna rifist og skammast í þingmönnum fyrir að vilja ræða og betrumbæta stjórnarfrumvörp, sem hrannast upp í þinginu illa unnin og "hrá", eins og ráðherrarnir hafa sjálfir viðurkennt að þau séu, enda eigi að lagfæra þau í meðförum þingnefnda og þingsins sjálfs. Til þess að svo megi verða þarf þingið góðan tíma til þess að fjalla um málin og kalla til þá sérfræðiaðstoð sem til þarf í hverju máli.
Frekar en að skammast í þinmönnum ætti Jóhanna Sigurðardóttir að skammast sín.
Jóhanna skammaði Ragnheiði Elínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2012 | 13:01
Ekki lækka skuldirnar af húsnæðislánum erlendis
Margir láta eins og hvergi sé við vanda að etja vegna efnahagserfiðleika annarsstaðar en á Íslandi eftir banka- og efnahagskreppuna sem brast yfir heiminn eftir fall Leman bankans haustið 2008 og leiddi m.a. af sér hrun bankanna hér á landi.
Kreppan sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins olli skuldurum hér á landi gífurlegum erfiðleik um, ekki eingöngu skuldurum húsnæðislána, heldur ekki síður hinum sem skulduðu há neyslulán, svo sem bíla-, yfirdráttar- og kreditkortaskuldir. Lán með gengisviðmiði hafa verið dæmd ólögleg, en þeir sem tóku verðtryggð lán, flest með okurvöxtum, glíma við vandann sem fylgdi lækkun húsnæðisverðs eftir hrunið.
Lækkun á húsnæðisverði er hins vegar fylgifiskur efnahagserfiðleikanna í öllum löndum og lántakendur alls staðar eru í miklum vandræðum vegna þess, þar sem skuldirnar lækka ekki og margir hafa því misst húsnæði sitt vegna þess að það hefur ekki lengur staðið undir veði vegna áhvílandi lána.
Í meðfylgjandi frétt kemur m.a. fram um þessa erfiðleika: "Samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands birtir í mánaðarlegum hagvísum sínum lækkaði íbúðaverð um 3,4% að raunvirði í Bretlandi á síðasta ári og á sama tíma lækkaði raunverð íbúða um 7% í Bandaríkjunum. Í Finnlandi lækkaði íbúðaverð um 2,4% á síðasta ári og um 5,3% í Svíþjóð."
Þarna er ekki minnst á lönd eins og Grikkland, Írland og Spán, þar sem íbúðaverð hefur lækkað miklu meira en í þeim löndum sem nefnd eru í fréttinni og erfiðleikar skuldara eru því meiri sem efnahagserfiðleikarnir hafa leikið lönd þeirra grárra.
Nógu erfitt er fyrir íbúalánaskuldara þessara landa að glíma við sín "gengistryggðu lán, þó þeir sleppi við þá erfiðleika sem vaxtaokrið veldur íslenskum skuldurum til viðbótar öðrum erfiðleikum sem þeir glíma við og er reyndar eitt mesta böl sem íslendinga hrjáir.
Íbúðaverð hækkaði um 1,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2012 | 19:19
Óskiljanlegt slagorðaglamur forsetaframbjóðanda
Sífellt gjaldfellur forsetaembættið eftir því sem fleiri "bjóða sig fram" til að gegna embættinu, án þess að hafa nokkuð það til að bera sem prýða þarf góðan forseta.
Sumir frambjóðendur tala í slagorðum og klisjum, sem erfitt er að skilja, eins og t.d. sá nýjasti, Andrea J. Ólafsdóttir, sem flutti þjóðinni þennan boðskap þegar framboð var tilkynnt: "Hún sagði Alþingi ekki geta leyst stór mál sem gangi þvert á flokkslínur og þurfi því aðstoð til. Ein leið til þess er að láta verkin tala í þágu meirihluta þjóðarinnar. Fólkið verði að koma þinginu til aðstoðar með beinni aðkomu. Ég tel að það geti gerst í gegnum forsetaembættið, með traustum forseta sem er tilbúinn að vera lýðræðislegt verkfæri meirihlutans."
Svona þvælu leyfa frambjóðendur sér að kasta fram án nokkurra útskýringa á því hvað þeir eru að meina, eða hvernig í ósköpunum forsetaembættið skuli t.d. notað til að "láta verkin tala í þágu meirihluta þjóaðinnar".
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að "forsetaframbjóðendur" tali ekki til kjósenda eins og þeir séu alger fífl.
Þar sem er vilji er vegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)