Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Allt gott að frétta - aðeins nokkrar líkamsárásir og nauðganir

Verslunarmannahelgin er að renna sitt skeið og samkvæmt fréttum hefur allt gengið vel á útihátíðum og öðrum mannamótum á landinu.

Eins og venjulega var mikið um fyllirí og þá sérstaklega unglingadrykkju, nokkrar nauðganir voru kærðar og einhverja þurfti að flytja á sjúkrahús vegna líkamsárása. All nokkuð var um að eiturlyf væru tekin af hátíðagestum og víðast hvar rigndi hressilega, þannig að mörg hátíðasvæðin voru eins og mýrarboltavellir og útgangur gesta eftir því.

Sem sagt, enn ein róleg Verslunarmannahelgi liðin og allt gekk eins og við var búist og allir glaðir og ánægðir með það.


mbl.is Grunaður um nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband