Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
1.12.2011 | 20:32
Skattaflótti
Þegar skattaæði stjórnvalda gengur út í öfgar, eins og hjá núverandi ríkisstjórn, aukast undanskot, svört vinna, bruggun, smygl og landflótti auðkýfinga, sem hafa mikla tilhneygingu til að koma fjármunum sínum til hinna ýmsu skattaparadísa, enda ekkert háðir þeim biðlistakerfum sem almenningur verður að sætta sig við, t.d. í heilbrigðiskerfinu.
Stórfyrirtæki, sem möguleika eiga á að reka starfsemi sína hvar sem er í heiminum, taka m.a. afstöðu til þess hvar setja skal niður verksmiðjur, eða aðra starfsemi, eftir því hvernig skattamálum er háttað í þeim löndum sem til greina koma til fjárfestinga.
Þetta sannaðist eftirminnilega þegar Steingrímur J. lét sér detta í hug að tvískatta stóriðjufyrirtækin hér á landi með svokölluðum "kolefnissköttum", en umsvifalaust var tilkynnt að hætt yrði við þrjar koltrefjaverksmiðjur, járnblendiverksmiðjan á Grundartanga upplýsti að slíkur skattur myndi setja fyrirtækið á hausinn og álverin létu í það skýna að þau myndu loka sínum verksmiðjum og öll lýstu þau slíkum skatti sem algerum svikum ríkisvaldsins á þeim fjárfestingarsamningum sem fyrirtækin hefðu gert við ríkið á sínum tíma.
Auðmenn í Bandaríkjunum hafa, a.m.k. nokkrir þeirra, lýst yfir vilja til að greiða miklu hærri skatta en þeir gera nú, til þess að leggja sitt af mörkum í þeim fjárhagserfiðleikum sem að efnahagslífinu steðjar nú um stundir.
Íslenskir auðmenn væru menn að meiri ef þeir tækju þá bandarísku sér til fyrirmyndar og sættu sig við háa tímabundna skatta, enda vel aflögufærir eins og fréttir herma af þeim upphæðum sem þeir vilja láta skattleggja í skattaskjólunum.
![]() |
Auðmenn flýja auðlegðarskattinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)