Sagði eitt, gerði annað

Furðulegt var að fylgjast með Ásmundi Einari Daðasyni við atkvæðagreiðsluna á Alþingi um þrælasamninginn við Breta og Hollendinga.

Þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við breytingartillöguna um að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sagði hann að ef málið yrði samþykkt á þinginu, myndi hann ganga rakleiðis inn í hliðarherbergi í þinghúsinu og skrá sig á lista Indifence, þar sem skorað er á forsetnann að neita lögunum staðfestingar.

Við atkvæðagreiðsluna um frumvarpið sjálft, sagði þessi sami maður JÁ.

Þarna hlýtur að vera á ferðinni einhver mesti geðklofi sem á þing hefur komið og hefur þó áður sést margt einkennilegt til þingmann VG.

Þetta slær jafnvel út atkvæðagreiðsluna um inngöngubeiðnina í ESB, þegar Álfheiður Ingadóttir sagðist vera algerlega á móti ESB aðild og þess vegna segði hún JÁ við því, að sækja um aðild.

Það er margt skrýtið í fleiri hausum, en kýrhausnum.

 


mbl.is Ásmundur Einar samþykkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sagði mig samstundis úr samtökum heimsýnar og vona bara að sem flestir fylgi því fordæmi og að samkvæmari og kröftugri samtök gegn evrópusambandsógninni rísi hið bráðasta.  Ég legg til að allir þeir sem kusu með þessum óskapnaði verði ærulausir meðan lifi og hvet svo alla til að mæta við Bessastaði í fyrramálið.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.12.2009 kl. 03:05

2 identicon

Já, þetta var dapur dagur í sögu þjóðar mér fór eins og þér Jón Steinar eg sagði mig frá heymsýnar samtökunum. Gjörsamlega vonlaust að treysta á formanninn eftir þessa uppákomu!

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 09:54

3 Smámynd: Snorri Magnússon

Hreint út sagt ótrúleg vinnubrögð kjörins þingmanns þjóðarinnar.  Ég ætla að segja NEI sagði hann, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu vegna einnar af breytingatillögunum við frumvarpið, en sagði svo þegar kom að lokaatkvæðagreiðslunni.

Ég var sjálfur staddur á þingpöllum Alþingis þegar þessi kosning fór fram og verð ég að segja að ég hef aldrei nokkurn tíma á minni ævi orðið vitni að öðru eins "Ragnars Reykáss" heilkenni.

Það er vonandi að þeir kjósendur, sem urðu þess valdandi að Ásmundur Einar Daðason, fékk sæti á Alþingi Íslendinga, séu ánægðir með það hvernig þeir útdeildu atkvæðamagni sínu!!

Snorri Magnússon, 1.1.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband